Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 339
331
Þroskastig grasa ræður mestu um meltanleika og efnamagn. Er líður á sprettutímann
lækkar meltanleiki og próteinhlutfall. Þetta gerist fyrst og ffemst vegna vaxandi hlutfalls
stöngla af heildaruppskeru, en blöð innihalda meira af próteini og auðmeltum efnum en
stönglar (Lárus Pétursson 1995).
Til að gæðafóður náist verður að rækta lystugar tegundir með háan meltanleika (vallar-
foxgras) og slá áður en meltanleiki, og þar með orkustyrkur, fellur um of. Vallarfoxgras þolir
hins vegar illa þá meðferð sem skilar bestu kúafóðri, þ.e. snemmslátt. Kjörsláttutími
vallarfoxgrass er í byijun ágústmánaðar og sláttur fyrir þann tíma rýrir hlut þess í uppskeru
sem nemur 1,5 prósentustigi á ári fyrir hverja viku sem slegið er fyrir kjörsláttutíma (Jónatan
Hermannsson og Áslaug Helgadóttir 1991). Ef á að viðhalda vallarfoxgrasi í túnum þarf því
að endurrækta örar ef slegið er snemma. Nokkur kostnaður er við endurræktun og verða aukin
gæði fóðursins eftir endurræktun að standa undir kostnaðinum.
Ástand gróffóðursins við slátt ræður miklu um hvemig til tekst við verkun og geymslu
fóðursins. Fóðurgæðin stjórnast af samspili þess hráefnis sem til fellur við sláttinn (tegundir,
þroski, meðferð), verktmaraðferða og geymslu. Endanlegt verðmæti fóðursins veltur hins
vegar á fóðrunar\'irði fóðursins, sem skilgreint er sem margfeldi af fóðurgildi fóðursins og áti
gripsins sem það étur.
Átgetan ræðst annars vegar af þáttum sem tengjast gripnum sjálfum og hins vegar af
fóðrinu. Sá fóðurþáttur sem veigamestur er í ákvörðun á átgetu er lystugleiki fóðursins, sem
aftur ræðst af fjölda þátta, s.s. tegundum, umhverfisaðstæðum og verkun fóðursins.
REIKNILÍKAN
Þekktum forsendum og ferlum var safnað saman í Excel-reiknilíkan til úrvinnslu. Líkaninu er
skipt í tvo meginhluta. Annars vegar er fóðrunarhluti sem metur fóðurþarfír bústofnsins út frá
afurðastigi, fjölda gripa og burðartíma. Sá hluti skilar fóðurgrunni búsins, þ.e. flokkar fóður-
þarfir gripanna í gæðaflokka. Hins vegar er jarðræktarhluti sem flokkar það fóður sem fellur
til á búinu miðað við stærð túna, sláttutíma og endurræktunartíðni.
Forsendur
í forsendum fóðrunarhluta eru skilgreindir þrír burðartímar, haustburður, vetrarburður og vor-
burður. Gert er ráð fyrir því að mjaltakúrfa og afurðir séu sambærileg eftir burðartímum.
Fóðrunartímabilin eru 52 eða jafnmörg og vikur ársins, og því er miðað við vikur frá
burði. Fóðrunartímabilum er skipt í innistöðu og beit sem gert er ráð fyrir að hefjist í 36 viku
frá haustburði eða nálægt mánaðarmótum maí-júní.
Gert er ráð fyrir 8 vikna geldstöðu og að mjaltaskeiðsnyt skiptist á fyrstu 44 vikur mjalta-
skeiðsins skv. eftirfarandi líkingu Y=17,49 .X0-186-.e_0’03954x (x=vikur frá burði) ef heildar-
mjaltaskeiðsnyt er 4003 kg (Finnur Bragason 1987) og lögun mjaltakúrfu er óháð mjalta-
skeiðsnyt.
Fóðurþarfir fyrir orku eru reiknaðar í mjólkurfóðureiningum FEm og próteinþarfir í g
AAT (skv. Ólafur Guðmundsson og Tryggvi Eiríksson 1995, Gunnar Guðmundsson 1996).
Einna erfiðast er að meta átgetu gripanna. Sú leið var valin að fmna reynslulíkingu fyrir
þróun átgetu á mjaltaskeiði út frá tveimur tilraunum á Stóra Ármóti, þar sem borið var saman
mismunandi kjamfóðurhlutfall í fóðri (Gunnar Ríkharðsson o.fl. 1997, Gunnar Ríkharðsson
og Einar Gestsson 1995). Líkingunni er umbreytt í þróun átgetu á mjaltaskeiðinu sem hlutfall
af mestu átgetu. Gert er ráð fyrir því að meðalorkustyrkur gróffóðursins hafi einnig áhrif á
átið skv. jöfnunni y=2,71x+0,24 (y= þurrefnisát % af þunga, x= FEm gildi) (Gunnar Rík-
harðsson og Einar Gestsson 1995).