Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 340
332
Á grundvelli þarfa og átgetu er meðalorkustyrkur fóðurs reiknaður og fóðrið flokkað eftir
vikum mjaltaskeiðs í fimm orkustyrksflokka. Fóðurþörfunum er skipt á milli innistöðu og
beitar á grundvelli burðartíma.
Gengið er út frá því að gripir séu í orkujafnvægi á mjaltaskeiðinu, en hafi hæfileika til
þess að jafna út orkusveiflur á milli tímabila mjaltaskeiðsins. Meðalfóðurstyrkur gróf-
fóðursins og átgeta gripanna ákvarða að hve miklu leyti gróffóðrið uppfyllir þarfir mjólkur-
kúnna. Þær þarfir sem útaf standa eru uppfylltar með kjamfóðri, þannig að fyrir hverja eina
FEm sem vantar uppá er gefið 1,5 kg af kjamfóðri. Þetta er gert vegna þess að aukning á áti
kjamfóðurs dregur úr áti á gróffóðri (Gunnar Ríkharðsson og Einar Gestsson 1995, Gunnar
Ríkharðsson o. fl. 1997).
í jarðræktarhluta er hægt að vinna með hreinar tegundir eða s.k. hefðbundið tún. Slíkt tún
hegðar sér eins og spilda með hreinu vallarfoxgrasi árið eftir endurræktun, en þróast með
tímanum í eitthvað sem nefna má gamalt tún. Uppskera fyrsta ár eftir endurræktun þann 15.
júní er 1960 kg þe. ha~' og sprettan 113 kg þe. dag-1. Uppskera á gömlu túni er hins vegar
1360 kg þe. ha~' þann 15. júní og dagleg spretta 78 kg þe. Gert er ráö fyrir því að uppskera af
gömlu túni sé á hverjum tíma um 70% af uppskeru fyrsta árs eftir endurræktun og það taki
fímm ár fyrir tún að þróast í gamalt tún (Jónatan Hermannsson 1998). Meltanleiki fyrsta árið
eftir endurræktun er 79,9 stig þann 15. júní, fallandi um 2,14 prósentustig á viku (Hólmgeir
Björnsson og Jónatan Hermannsson 1983). Meltanleiki á gömlu túni þann 15. júní er 71,1
stig, fallandi um 1,33 prósentustig á viku. Sláttutími ræður fallinu er ffá líður endurræktunar-
ári. Sé fyrri sláttur alltaf sleginn í byrjun ágúst eldist túnið jafnt og þétt uns það telst gamalt á
10 ári frá endurræktun. Sé slegið fyrr eldist það hraðar eða sem nemur hvarfi vallarfoxgrass
úr sáðsléttum, þ.e. 1,5 prósentustig á ári fyrir hveija viku fyrir kjörsláttutíma.
Miðað er við að vetrarforði sé hirtur í rúllubagga og tap á uppskeru vegna dreifa og
fóðurgæðarýmunar er reiknað. Kostnaður við heyöflunina er fenginn ffá Hagþjónustu land-
búnaðarins, þar sem miðað er við kostnað á meðalkúabúi og stærð túna liggur nálægt 40 ha.
• Fastur kostnaður vegna fóðuröflunar 763.663 kr.
• Breytilegur kostnaður vegna fóðuröflunar 3,31 kr kg þe.
• Kostnaður vegna áburðar 11.389 kr ha~'.
• Stofnkostnaður ræktunnar 85.700 kr ha~'.
Tekjuþáttur líkansins em mjólkurtekjur sem til falla á búinu. Til einföldunar er gert ráð
fyrir meðalverði fyrir mjólkina. Frá mjólkurtekjum dregst síðan kostnaður vegna fóðuröflunar
og keypts kjarnfóðurs og skapar það grunn að fóðurffamlegð sem skipta má á innlagða lítra
eða fjölda mjólkurkúa eftir aðstæðum. Einnig er hægt að reikna framlegð á hektara eða á kg
þurrefnis.
Forsendur slegnar inn
Fyrst þarf að slá forsendur varðandi gripi og burðartíma inn í líkanið (1. mynd). Skrá þarf:
• Meðalþunga kúnna.
• Fjölda kúnna.
• Meðalmjaltaskeiðsafurðir.
• Burðartíma.
• Greiðslumark bús.
• Mjóikurverð.
• Umframmjólkurverð.