Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 342
334
hefur mikil áhrif á kröfur um samsetningu fóðursins. Sé burðartími dreifður yfir árið verður
að gera allt aðrar kröfur til beitar en ef meirihluti gripanna ber að hausti. A sama hátt má segja
að haustburður geri kröfur um annars konar vetrarforða en ef burðartími er jafndreifður.
tonn
iþe./ári
! 50
40
30
20
10
0
Flokkun fóðurþarfa
4000 kg; haustburður
□ Innistada
■ Beit
>1 FEm 0,9-1,0
FEm
0,8-0,9 0,7-0,8 <0,7 FEm
FEm FEm flokkUr
tonn Fiokkun fóðurþarfa þe./ári 4000 kgijöfn burðardreifing □ Innistaða ■ Beit
40
n
i rz
i—i i—i n n r
L
>1 FEm 0,9-1,0 0,8-0,9 D,7-0,8 <0,7 FEm
FEm FEm FEm flokkur
3. mynd. Áhrif afurðastigs og burðartíma á kröfur mjólkurkúa til fóðurs á búi sem ffamleiðir 100 þús.
lítra á ári.
Flokkun fóóurs frá jarðrœkt
Til þess að geta uppfyllt þarfir framleiðslugripa hverju sinni er nauðsynlegt að átta sig á því
fóðri sem mismunandi jarðræktarskipulag skilar búinu. Stærsti hluti fóðurs við hefðbundnar
aðstæður kemur af túnum með varanlegum grastegundum og ákvarðanir um sláttutíma og
endurræktunartíðni ráða samsetningu fóðursins. A hefðbundnum búum nær heyöflunin yfir
nokkurn tíma sem veldur dreifmgu í fóðurgæðum. Hve langur þessi tími er veltur á aðstæðum
hverju sinni, s.s. veðurfari og afkastagetu heyvinnuvélanna. A 4. mynd er sýnt hvers konar
fóðri mismunandi jarðræktarskipulag skilar miðað við meðalsláttutíma. Likanið gerir ráð fyrir
því að öll túnin séu slegin samtímis á meðalsláttutíma. Breytileikinn stafar af mismunandi
aldri túnanna, sem skila mismunandi uppskeru og gæðum.
Áhrif sláttutima og endurrœktunartíðni á framlegd
Það sem uppá vantar að gróffóðrið sem til verður á búinu uppfylli þarfir gripanna verður að
koma sem kjamfóður, aðkeypt eða heimaræktað. Ekki er nægjanlegt að lágmarka kostnað á
kg af framleiddu gróffóðri eða framleidda fóðureiningu til þess að finna heppilegustu sam-
setningu sláttutíma og endurræktunar. Ástæða þessa er að verðmæti hvers kg af fóðri er mis-
jafnt og einnig má færa fyrir því rök að fóðureiningar séu misjafnlega verðmætar. Besta fyrir-
komulag sláttar og endurræktunar fæst því einungis með því að hámarka heildarframlegð, en
vegna mismunandi verðmætis hverrar fóðureiningar fæst hámarks framlegð ekki endilega við
lágmarks gróffóðurkostnað heldur við lágmörkun heildarfóðurkostnaðar. Fróðlegt er að skoða
áhrif sláttar og endurræktunar á framlegð á litra við mismunandi afurðastig (dæmi 1 og 2).