Orð og tunga - 01.06.2016, Page 62
52 Orð og tunga
er að líta á. Þegar kemur að sterku sögninni klípa bætir Noreen því við
að veika sögnin klýpa sé eldri. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:477)
segir elstu heimild um klípa vera frá 16. öld; hann segir (bls. 481) að
tengsl sagnanna séu óljós. Elsta dæmið í ROH er veikrar beygingar en
elstu dæmin þar um sterka nútíð og þátíð eru frá 17. öld; þau eru úr
málfræði Runólfs Jónssonar (1651:144). Það sama má lesa í málfræði
Jóns Magnússonar (1997:173) sem er frá 18. öld. Því er við að bæta að
í norskri mállýsku getur sögnin klypa verið sterk annars fl okks sögn;
þett a má lesa hjá Venås (1974:69) og Enger (1998:119).
Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:349) segir sterku sögnina hníta
‘rekast á, steyta við, hæfa’ vera úrelta. Í ÍO (bls. 617) er sögnin tengd
skáldamáli og sögð gamaldags; hún er bæði sterk og veik, einnig í
ROH og þar eru elstu dæmin frá 19. öld. Sögnin er sterk í safni ONP
en dæmin eru fá. Því er við að bæta að Venås (1967:34) segir að í
norsku geti sögnin nita verið sterk og að í færeysku sé níta sterk sögn.
Í ONP er sögnin dvína alfarið veikbeygð. Í málfræði Runólfs Jóns-
sonar (1651:140, 144) er hún veik ō-sögn nema í fyrstu persónu nútíð
eintölu. Í ROH er a.m.k. eitt öruggt dæmi þess (frá miðri eða seinni
hluta 19. aldar) að sögnin sé sterkbeygð.17
Meðal þeirra sagna, sem Noreen (1923:326) nefnir, er ríta. Forn-
nor rænu sögnina rita nefnir hann hins vegar hvergi en hún hefur
senni lega ver ið til við hlið þeirrar sterku. Hin síðarnefnda, þ.e. rita, er
nafnleidd. Sterka þátíðin af ríta er öðru hvoru notuð í hátíðlegu (rit)-
máli, annars er rita einhöfð. Saga sagnarinnar skrifa er svolítið önnur.
Noreen (1923) get ur hennar hvergi og í fornmáli eru engin dæmi um
sterka beyg ingu sagnarinnar. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:862)
segir hana vera tökusögn, líklega komna úr miðlágþýsku.18
Þá er komið að tveimur sögnum sem eru að uppruna sterkar sagnir
17 Í BÍN er sögnin sögð veik nema í nútíð, þá einnig sterk. Hægt er að fi nna dæmi af
ýmsum toga. Hér er eitt (skáletrun MJ):
iii. Námsárangur dvínar; … Áhugi og metnaður dvín; sjá www.ismennt.is/not/
eyjst. Beygingarsaga dvína er fróðleg. Áður var minnst á málfræði Runólfs Jóns-
sonar. Í kveðskap Hallgríms Péturssonar er 3. persóna eintölu ýmist dvín eða
dvínar. Þett a má sjá í ROH. Hjá Jóni Magnússyni (1997:173) er nútíð 1. persónu dvín
en af einhverjum ástæðum sleppir hann þátíðinni enda þótt sögnin sé á lista með
sterk um sögnum. Jón Þorkelsson (1890–1894:161) segir að sögnin sé oft sterkbeygð
í nútíð í skáldamáli; sjá líka ÍO (bls. 243). Þess má geta að dvína er að fi nna hjá
Seebold (1970:171) enda er hún sterkbeygð í fornensku.
18 Sögnin er sterkbeygð í dönsku, sjá Nudansk Ordbog (1982:848). Það eru örugglega
lágþýsk áhrif. Í fornsænsku hefur sögnin (m.a.) verið sterkbeygð (sbr. Hellquist
1948:949). Seebold (1970:419) vísar einmitt til þessa í annars afar loðinni umfj öllun
sinni um sögnina.
tunga_18.indb 52 11.3.2016 14:41:12