Orð og tunga - 01.06.2016, Page 143
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir: Vélþýðingar á íslensku 133
myndu í raun aldrei borga sig og í kjölfarið var opinbert fé til rann-
sókna á vélþýðingum í Bandaríkjunum verulega skorið niður (Hutch-
ins 2003:131–135).
Þegar ALPAC-skýrslan var rituð hafði tölvutæknin hins vegar ekki
þróast nægilega mikið til þess að tölvur gætu ráðið við vélþýðingar.
Þeir sem sátu í ALPAC-nefndinni sáu ekki fyrir að einkatölvur kæmu
brátt á markaðinn, þeir sáu ekki fyrir tilkomu Netsins og veraldar-
vefsins og allar þær milljónir megabæta sem síðar yrðu notaðar við
vinnslu á hverri sekúndu.
Eftir því sem tölvutækninni fleygði fram varð áhugaverðara að
þróa vélþýðingar. Tilraunir með þær hófust hins vegar ekki af fullri
alvöru fyrr en eftir 1970. Árið 1978 hófst EUROTRA-vélþýðingar-
verk efnið innan Efnahagsbandalags Evrópu sem síðar varð ESB. Þótt
markmið verkefnisins næðust ekki að öllu leyti hefur það haft varanleg
áhrif á þróun vélþýðinga. Vélþýðingar byggðar á upplýsingum og
gervi greind komu fram árið 1983 í Bandaríkjunum (Trujillo 1999:5).
Frá 1980 hefur þróun í gervigreind og vélþýðingum verið mjög hröð
(s.st.). Vélstuddar þýðingar verða æ algengari innan tæknilega þýð-
ingageirans. Til dæmis hefur SDL, sem er þýðingarfyrirtæki í eigu
Microsoft, þróað vélþýðingarkerfi sem kallast BeGlobal og er hægt að
nota innan TRADOS Studio 2015-þýðingaforritsins. Þetta kerfi, sem
er byggt á tölfræðilegum vélþýðingum, þýðir texta afar hratt á milli
út breiddustu tungumála heimsins, svo sem ensku, frönsku, þýsku,
spænsku og arabísku. Árangur BeGlobal-kerfisins kemur á óvart
varð andi orðaforða þótt vissulega þurfi að prófarkalesa textann og
laga villur (sdl.com).
Í marga áratugi hafa vélþýðingar verið í stöðugri notkun innan ESB.
SYSTRAN-vélþýðingarkerfið þýðir nú 60–70% texta í höfuðstöðvum
Þýðingamiðstöðvar ESB í Lúxemborg. SYSTRAN hefur einnig verið
notað hjá bandaríska hernum þar sem það þýðir m.a. vísindagreinar
af rússnesku yfir á ensku.
Google translate-þýðingarkerfið hefur tekið miklum framförum
á undanförnum árum. Það er tölfræðilegt þýðingarkerfi sem lærir
smám saman af mistökum sínum og batnar stöðugt við meiri og meiri
notkun.
Vélþýðingar verða æ brýnna viðfangsefni eftir því sem gervi greind
fleygir fram og snjallsímar og vefsíður verða mikilvægari tæki til að
afla upplýsinga. Nútímamaðurinn vill hafa aðgang að upplýsingum á
Netinu á öllum tímum sólarhrings og helst lesa allt á móðurmáli sínu.
Því er ljóst að vélþýðingar þurfa að koma til skjalanna að einhverju
tunga_18.indb 133 11.3.2016 14:41:19