Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 16
„Stemningin er
alltaf voðalega
skemmtileg þegar
maður byrjar á
þessu. Þá fer
maður að spila
jólalög, fá sér kaffi
og smákökur.“
❄
lög, fá sér kaffi og smákökur á
milli þess sem maður situr og pæl-
ir. Maður setur sig í stellingar,
ímyndunaraflið fer á flug og mað-
ur fer svolítið að upplifa gamla
daga. Maður þarf aðeins að pæla í
því hvernig maður vill byggja
þetta upp, enda getur maður alltaf
sagt nýja sögu á hverju ári.“
Þótt Hafrún leggi mikinn metn-
að í jólaþorpið segist hún ekki
vera með dellu á háu stigi. Í stað
þess að kaupa kynstrin öll af hús-
um og varningi kýs hún að nota
hyggjuvitið og föndrar því gjarnan
það sem upp á vantar.
„Ég er ekki alltaf að fara út í
búð til að versla í þorpið og finnst
ég alls ekki þurfa að eignast allt.
Ég er mikil föndurkerling og bý
kannski til girðingar, staura og
þvíumlíkt. Maður fær alltaf nýjar
hugmyndir um hver jól. Svo kem-
ur vinkona mín og við hugleiðum
hverju við eigum að taka upp á
næst,“ segir Hafrún.
Eins og gefur að skilja vekur
jólaþorpið mikla kátínu hjá börn-
um í fjölskyldunni, enda koma vin-
ir og ættingjar gjarnan í heimsókn
á aðventunni til að skoða herleg-
heitin.
„Þá er lestin sett í gang, kveikt
á ljósum, teknar myndir og spáð
og spekúlerað,“ segir Hafrún,
hress í bragði.
Jólaandinn svífur
yfir vötnum.
Jólasveinninn
stendur að sjálf-
sögðu í ströngu.
Hafrún segir ímynd-
unaraflið fá lausan
tauminn þegar vinnan
við jólaþorpið hefst.
Jólalandið hefur
stækkað verulega,
en það byrjaði með
litlu piparkökuhúsi.
Morgunblaðið/Eggert
16 Jólablað Morgunblaðsins
Frábær fjölskylduspil!
Sími: 553-3450 · www.spilavinir.is
Suðurlandsbraut 48 · Bláu húsunum í Skeifunni