Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 83
elska öll tilefni til að klæða mig upp.“
Aðspurð um velgengni Yeoman
segir Hildur að það sé rífandi gangur
hjá fyrirtækinu.
„Við sýndum sumarlínuna okkar í
New York á dögunum og komumst
inn í margar verslanir í Bandaríkj-
unum og Kanada. Einnig finnum við
fyrir miklum áhuga á flíkunum og
skartinu hjá tónlistarfólki í útlöndum.
Og við höfum líka fengið töluverða at-
hygli í blöðunum ytra. Taylor Swift er
ein af þeim sem hafa fengið lánað og
klæddist flíkunum í nýjum mynd-
böndum en það eru fleiri af hennar
kalíberi og við hlökkum til að sjá af-
raksturinn á næstu misserum,“ segir
Hildur.
Línan er fáanleg í Yeoman á skóla-
vörðustíg 22b.
Stórt hár og
mikil förðun
passa vel við
jólalínu
Yeoman.
Netabolir setja
svip sinn á
heildarmyndina.
Jólablað Morgunblaðsins 83
Stattu traustum fótummeð Timberland
TIMBERLAND KRINGLUNNI
Kringlunni 8-12 · 103 Reykjavík · Sími 533 2290
kringlan@timberland.is · timberland.is facebook.com/TimberlandIceland
KRINGLUNNI
Barnastærðir:
21-30 14.990 kr.
31-35 15.990 kr.
36-40 17.990 kr.
Fullorðinsstærðir:
36-47 27.990 kr.
Vatnsheldir - úr gæðaleðri
Jólakötturinn var mikil skaðræðisskepna sem hrelldi þá sem
ekki fengu glænýja flík til að fara í fyrir jólin, svo sem leppa í
skóna eða nýja lopasokka. Kötturinn var húsdýr Grýlu og
Leppalúða og vakti mikinn ugg í brjóstum fólks, enda
sveimaði hann um „soltinn og grimmur í sárköldum
jólasnæ og vakti í hjörtunum hroll á sérhverjum
bæ,“ eins og segir í kvæði Jóhannesar úr Kötlum.
Í dag óttast fáir köttinn, enda fjárfesta flestir að
minnsta kosti í nýjum sokkum fyrir jólin. Þá telja
margir að kötturinn sé hreinlega dauður, og kjósa
fremur að endurnýta það sem til er í fataskápnum
hverju sinni í stað þess að kaupa sér nýja flík fyrir jólin.
Það þurfa þó allir að eiga nýja sokka, og ekkert verra
að kaupa þá skömmu fyrir jól. Í dag láta flestir sér
nægja að ganga í lopasokkum þegar kalt er í veðri en
ekki dagsdaglega, en úrval af fallegum sparisokkum
hefur sjaldan verið meira hér á landi.
Ekki fara í jólaköttinn
Ullarsokkar
þurfa ekki að
vera grá-
myglulegir og
óspennandi.
Finnska búð-
in, 3.590 kr.
Jólakötturinn lét þá eiga sig sem
fengu nýja sokka fyrir jólin.
Jólasokkar fyrir flippkisa. Litríkir
og glaðlegir sokkar úr smiðju
Henrik Vibskov. Geysir, 2.800 kr.