Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 122
Jólaþorp Hafnarfjarðar opnað
Hvar: Thorsplani, miðbæ Hafnarfjarðar
Hvenær: 1. desember, klukkan 18.00
Um: Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað
þegar ljósin á jólatrénu á Thorsplani verða
tendruð. Þorpið verður opið alla laugardaga og
sunnudaga á aðventunni á milli 12 og 17. Á
Þorláksmessu verður opið til kl. 22.00.
Jólabasar Kattholts
Hvar: Kattholti, Stangarhyl 2, 110 Reykjavík
Hvenær: 2. desember, klukkan 11.00-16.00
Um: Hægt verður að kaupa fallega muni sem
tengjast jólunum svo sem jólakort, merki-
spjöld, jólaskraut, handverk og hand-
unnin kerti. Einnig verður dagatal árs-
ins 2018 til sölu, ásamt smákökum og
girnilegu bakkelsi. Þá verða krúttlegar
kisur í heimilisleit sýndar. Allur ágóði
rennur til Kattholts.
Búðu til þína eigin
jólapeysu
Hvar: Amtsbókasafninu Akureyri,
Brekkugötu 17
Hvenær: 2. desember, klukkan
13.00-15.00
Um: Amtsbókasafnið ætlar í samstarfi við
Rauða krossinn að segja naumhyggjunni stríð
á hendur og bjóða upp á afar smekklaust jóla-
peysuföndur. Slatti af peysum verður á staðn-
um, en gestir geta einnig mætt með gamlar
peysur og gefið þeim framhaldslíf með nokkr-
um jólalegum tilfæringum.
Jóladagskrá Árbæjarsafnsins
Hvar: Árbæjarsafninu, Kistuhyl, 110 Reykja-
vík
Hvenær: 3., 10., og 17. desember, klukkan
13.00-17.00
Um: Dagskráin er á öllu safnsvæðinu og geta
gestir rölt á milli húsanna og fræðst um und-
irbúning jólanna eins og hann var í gamla
daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á
Glæsilegt kaffi-
hlaðborð mun svigna
undan kræsingum,
sem að sjálfsögðu
eru bakaðar af
Hringskonum auk
þess sem boðið
verður upp á
skemmtiatriði.
Aðventu-
tónleikar
Domus vox
Hvar: Hallgrímskirkju,
Skólavörðuholti 101
glugga og kíkja í potta, auk þess sem börn
og fullorðnir dansa í kringum jólatréð og
syngja vinsæl jólalög.
Jólakaffi og happ-
drætti Hringsins
Hvar: Hörpu, Aust-
urbakka 2, 101 Reykjavík
Hvenær: 3. desember,
klukkan 13.30-16.30
Um: Sunnudaginn 3. des-
ember verður hið árlega
jólakaffi og jólahapp-
drætti Hringsins haldið.
Reykjavík
Hvenær: 6. desem-
ber, klukkan 20.00-22.00
Um: Fram koma Vox feminae,
Aurora, Cantanbile og Stúlkna-
kór Reykjavíkur. Tónleikarnir
hafa verið haldnir árlega síð-
an 1993, en þetta eru þó síð-
ustu tónleikarnir að sinni.
Miðasala fer fram á tix.is.
Zumba Gold
jólasýning
Hvar: Félagi eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni,
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Hvenær: 7. desember, klukk-
an 10.30-11.30
Um: Heilsuskóli Tanyu og Fé-
lag eldri borgara í Reykjavík halda glæsilega
zumba-sýningu með jólaívafi. Heitt verður
á könnunni og jólaveitingar í boði.
Föstudagspartísýning
Home Alone
Hvar: Bíó paradís, Hverf-
isgötu 54, 101 Reykjavík
Hvenær: 8. desember, klukk-
an 20.00-22.00
Um: Kvikmyndin Home Alone
er löngu orðin sígild, en margir
horfa á hana fyrir sérhver jól.
Myndin segir frá ævintýrum
hins átta ára gamla Kevins
McCallisters, en fjölskylda
hans gleymir honum einum
heima yfir jólin. Tryllt tilboð á
barnum og drykkir leyfðir
inni í sal. Klassíska kvik-
myndin Gremlins verður
einnig sýnd í Bíó paradís á sama
tíma.
Popup verslun – jólamarkaður
Hvar: Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101
Reykjavík
Hvenær: 9. desember, klukkan 11.00-17.00
Um: Popup verslun heldur sinn árlega jóla-
markað í porti Listasafns Reykjavíkur, Hafn-
arhúsinu. Hönnuðir og myndlistamenn koma
saman, en ógrynni af fallegum vörum og lista-
verkum af ýmsum toga verða til sölu. Falleg
hönnun er einmitt tilvalin í jólapakkann.
Hýr jól
Hvar: Lindakirkju, Uppsölum 3, 201 Kópa-
vogi
Hvenær: 9. desember, klukkan 16.00-18.00
Um: Jólaglimmerinu mun rigna þegar jóla-
tónleikar Hinsegin kórsins fara fram í Linda-
kirkju í Kópavogi. Búast má við miklu fjöri og
Morgunblaðið/Ófeigur
Getty Images
Jólaviðburðir í desember
Getty Images
122 Jólablað Morgunblaðsins
❄ SJÁ SÍÐU 126