Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 40
É g myndi segja að ég hafi alltafverið mikið jólabarn og sér-staklega hrifin af aðdragandajólanna sem ég reyni að lengjaeftir bestu getu. Svo er ég mikillnautnaseggur og finnst gott að
hafa enn eina ástæðuna tl að gera vel við mig í
mat, drykk, góðri tónlist og félagsskap. Svona
„hygge“ tímabil eins og það gerist best,“ segir
Berglind.
Jólin og aðventan eru í miklu uppáhaldi hjá
Berglindi. Hún segir að sér finnist best að slaka
á um jólin og spila.
„Og borða góðan mat. Við munum flytja á
nýtt og dásamlegt heimili með góða sál fyrir
þessi jól og þau verða því einstaklega ljúf,“ segir
hún.
Aðspurð hvað komi henni í jólaskap nefnir
hún rölt um miðbæ Reykjavíkur.
„Mér finnst gaman að kíkja í bókabúðir og á
kaffihús. Gæða mér á dönsku smurbrauði og öli.
Svo eru spilakvöld með vinum í uppáhaldi og
líka smákökubakstur með börnunum mínum.
Krydd eins og kanill og negull koma mér líka í
jólaskap og líka mandarínur og falleg rauð epli.
Ég kann líka að meta lágstemmda tónleika og
svo mætti lengi telja,“ segir hún.
Berlind er mikil „gourmet“-manneskja og því
leikur okkur forvitni á því hvað hún borði á jól-
unum.
„Það er nú minna og minna heilagt eftir því
sem árin líða. Núna er mesta áherslan lögð á að
hafa það notalegt og elda mat sem gerir manni
það kleift. Við höldum þó í möndlugrautarhefð-
ina með fjölskyldunni og alltaf jafn spennandi
að sjá hver vinnur möndlugjöfina það árið,“ seg-
ir hún.
Hvenær byrjar þú að kaupa jólagjafir?
„Ég er búin að prufa allar útgáfur af þessu
eins og til dæmis að byrja að kaupa jólagjafir að
hausti. Það reyndist mjög illa því ég var alltaf að
bæta í gjöfina og endaði því með dýrustu jól
sem ég hef upplifað. Best að gera þetta bara
þegar jólin fara að nálgast í lok nóvember eða
hreinlega bara í desember.“
Sendir þú jólakort?
„Já, oftast geri ég það,
því ég elska sjálf að fá
jólakort sem ég opna á
jóladag. En það verður
að viðurkennast að jóla-
kortunum fer fækkandi
með árunum enda raf-
rænar kveðjur orðnar
vinsælli. Fátt er samt
notalegra en falleg orð á
jólakorti.“
Hvað langar þig í í
jólagjöf?
„Já, þú segir nokkuð.
Þetta hafði ég reyndar
ekki hugsað út í. En jú, þar sem
ég er að flytja væri ég til í fal-
lega hluti fyrir heimilið eins og
nýtt matarstell t.d. frá BITZ úr
Snúrunni, Timeless kampavíns-
glös frá Rekstrarvörum, JURA
kaffivél sem útbýr góðan sterk-
an kaffibolla fyrir mig, mjúkan
baðslopp, svo fyrst ég er byrj-
uð að óska mér langar mig í
fallega Amber-ljósið með gula
glerinu úr Epal – sem mér
þykir ólýsanlega fallegt og
myndi sóma sér svo vel fyrir of-
an gamalt borðstofuborð sem
mér áskotnaðist. En svo ég tóni
þetta aðeins niður þá er góð bók
alltaf gjöf sem hittir í mark hjá mér. Mig langar
í nýju bókina hans Jóns Kalmans, Sögu Ástu, og
eflaust einhverjar fleiri. Ég er alltaf sátt ef ég
fæ góða bók.“
Þegar talið berst að jólastressi segist Berg-
lind reyna að halda því í lágmarki því hún sé
með bráðaofnæmi fyrir því.
„Ég segi það nú samt ekki, maður dettur ein-
staka sinnum í það en ég hef viljann að vopni og
reyni að einfalda lífið. Ef eitthvað er ekki tilbúið
þegar bjöllurnar hringja inn jólin þá fær það
bara að vera þannig.“
Matarbloggið hennar Berglindar, Gulur,
rauður, grænn og salt, fagnaði fimm ára afmæli
sínu í ár. Berglindi fannst ekki annað koma til
greina en að gefa út aðra matreiðslubók á þess-
um tímamótum.
„Ég var búin að vera að leggja drög að næstu
bók í dágóðan tíma og fannst við hæfi að þessi
nýja bók kæmi út í ár þegar Gulur, rauður,
grænn &salt fagnar fimm ára afmæli sínu. Bók-
in er gefin út af Benedikt bókaútgáfu og heitir
einfaldlega Gulur, rauður, grænn & salt enda
bara of fallegt nafn til að nota það ekki alltaf.
Bókin sem er í anda vefsíðunnar inniheldur nýj-
ar, einfaldar uppskriftir að töfrandi og litríkum
réttum frá öllum heimshornum. Bragðgóðar
uppskriftir, fallegar og litríkar myndir teknar af
ítalska ljósmyndaranum Silvio Palladino ásamt
fallegri hönnun og uppsetningu Benedikts
bókaútgáfu gera þessa bók að stolti mínu og
yndi,“ segir hún.
Þegar ég spyr Berglindi hvort mat-
reiðsla hennar hafi eitthvað breyst á
þessum fimm árum vill hún alls ekki
meina það.
„Matreiðsla mín hefur haldist að
mestu óbreytt enda hef ég ávallt
lagt áherslu á fjölbreytni í mat og
elda mest frá grunni. Ég notast enn
við fá hráefni að mestu þó svo að það
séu undantekningar á því enda er það
góð hugleiðsla fyrir mig að undirbúa mat,
með rauðvínsglas, við góða tónlist og þá nýt ég
mín tímunum saman. En auðvitað er ég komin
með mikla þekkingu á þessu sviði og góða til-
finningu fyrir því hvað lesendur vefsíðunnar
vilja.“
Finnst þér fólk hugsa öðruvísi út í mat núna
en til dæmis þegar þú byrjaðir með mat-
arbloggið þitt?
„Ég hef að minnsta kosti fengið þakkir frá
fólki sem hélt því fram að það kynni engan veg-
inn að elda en svo hélt það matarboð með upp-
skriftum af síðunni sem því þótti viðráðanlegrar
og sló í gegn. Það er nú einfaldlega þannig að ef
áhuginn er fyrir hendi, geta allir geta orðið
meistarar í eldhúsinu,“ segir hún kát í bragði.
Hvaða matur færir þér vellíðan?
„Góður fiskréttur, kjúklingasalat, súpa ... nú
og rauðvínsglas.“
Slaka
og njóta
Saga Ástu eftir Jón
Kalman Stefánsson
er á óskalista
Berglindar.
Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, matar-
bloggari og fjögurra barna móðir var að senda frá sér sína
aðra matreiðslubók, Gulur, rauður, grænn og salt, sem
heitir í höfuðið á matarbloggi hennar sem fagnar fimm ára
afmæli í ár. Berglind er jólabarn en hún þolir þó ekki jóla-
stress og vill frekar njóta en að setja allt á hliðina fyrir
lekkerheit sem engu skila.
Marta María | martamaria@mbl.is
Gulur, rauður, grænn og salt eftir
Berglindi Guðmundsdóttur.
Berglindi dauðlangar í
þetta ljós en það heitir
Amber, er frá PH og
fæst í Epal.
Þetta stell úr
Snúrunni er á óska-
lista Berglindar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Berglind
Guðmundsdóttir
matarbloggari og
hjúkrunarfræðingur.
40 Jólablað Morgunblaðsins
1 dl sykur
2 dl ljóst síróp
300 g Nutella
5 dl kornflögur
1 1/2 dl salthnetur
150 g suðusúkkulaði
Bræðið sykur og síróp saman í potti.
Hrærið Nutella-súkkulaðismjöri saman við.
Myljið kornflögur, grófsaxið salthneturnar
og bætir út í. Setjið smjörpappír í form (t.d.
20x20) og hellið blöndunni í formið. Kælið í
klukkustund. Bræðið súkkulaðið og hellið
yfir. Skerið í litla bita. Geymið í loftþéttum
umbúðum í kæli eða frysti.
Nutella
sælgætisbitar
með salthnetukurli
Nutella sæl-
gætisbitar
með salt-
hnetukurli.
Íslensk hönnun og smíði síðan 1924
ERNA
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
GULL- OG SILFURSMIÐJA
Perla
Nýtt dömuúr
frá YRSA
Reykjavík
Sjálfvinda
(Automatic) úr
stáli og keramik
með perlumóður s
Umhverfisvænt,
engin batterí.
Bankastræti 12, sími 551 4007
skartgripirogur.is
kífu.
35.000,-