Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 105
Jólablað Morgunblaðsins 105
Allskonar
fyrir unglinga
Unglingar eru upp til hópa afar kröfuharðir og því getur
það tekið á taugarnar að finna gjöf sem hittir í mark. Hér er
að finna nokkrar hugmyndir að góðum gjöfum sem ís-
lenskir unglingar ættu að vera sáttir við.
Margir foreldrar skilja hreinlega
ekki hvers vegna óhreinir larfar
lenda gjarnan undir rúmi og út um
allt gólf í unglingaherberginu. Hver
veit nema táningurinn á heimilinu
væri duglegri að halda hreinu ef
hann ætti eigin taukörfu? Rúmfa-
talagerinn, 3.595 kr.
Þráðlausi
WooFit Go-
hátalarinn frá
danska merkinu
SACKit er sér-
lega flottur, en
hægt er að
skipta um fram-
hlið hátalarans
og velja lit eftir
skapi. Casa,
10.990 kr.
Heyrnartól eru góð fjárfesting,
enda vilja foreldrar gjarnan sleppa
við að hlusta á þá tónlist sem er
unglingum að skapi. Það er mikill
klassi yfir þessum þráðlausu Bang
og Olufsen heyrnartólum sem
hönnuð eru af Jacob Wagner.
Ormsson, 39.900 kr.
Það reynist oft þrautin þyngri
að ná unglingum á fætur á
morgnana. Vekjaraklukka
sem líkir eftir dagsljósi gæti
bjargað málunum og létt ör-
þreyttum unglingum (sem og
foreldrum þeirra) lífið.
Eirberg, 12.950 kr.
Unglingsstelpur
eyða gjarnan miklum
tíma í að snurfusa á
sér hárið. Hægt er að
slá tvær flugur í einu
höggi og gefa þeim
gjafapakka sem inni-
heldur bæði sléttu-
og krullujárn. Elko,
7.994 kr.
Unglingar eiga það til að henda föt-
unum sínum beinustu leið á gólfið. Fal-
legur snagi getur bjargað málunum og
hjálpað til við að halda herberginu
hreinu. Línan, 6.900 kr.
Húðin er ekki
alltaf upp á sitt
besta á ung-
lingsárunum.
Ferskur and-
litshreinsir frá
Skyn Iceland
djúphreinsar
húðina án þess
að ræna hana
raka. Nola.is,
3.990 kr.
Hlý húfa á kollinn er
mikið þarfaþing.
Stüssy stendur alltaf
fyrir sínu, en húfuna
má einnig fá í bláu.
Húrra Reykjavík,
5.990 kr.
Fallegir eyrnalokkar frá
Fashionology setja
punktinn yfir i-ið. Lokk-
arnir eru úr silfri. GK
Reykjavík, 8.995 kr.
Codenames er stórskemmtilegt
borðspil sem ætti að kæta
hvern sem er. Hver veit nema
unglingurinn líti upp úr snjall-
símanum sínum ef hann fær
skemmtilegt spil í jólagjöf.
Spilavinir, 4.250 kr.
Timberland-skór eru löngu
orðnir klassískir auk þess
sem þeir henta vel fyrir ís-
lenska unglinga. Skóna má
fá í ýmsum litum og út-
færslum, þó hinn klassíski,
gulbrúni litur sé eflaust vin-
sælastur. Timberland-
búðin, 27.990 kr.
Það er ekki töff að
klæða sig illa. Annar
hver unglingur á
þykka dúnúlpu til að
hjúfra sig í, restin
myndi eflaust vilja fá
eina slíka í jólagjöf.
The North Face er
víst sérlega heitt
merki meðal ung-
linga í dag. Útilíf,
29.900 kr.
Skemmtileg bók er alltaf
góð gjöf. Er ekki allt í
lagi með þig? er ný, ís-
lensk skáldsaga eftir
Elísu Jóhannsdóttur, en
hún hlaut Íslensku
barnabókaverðlaunin í
ár. Sögunni er lýst sem
alvöruunglingabók um
vináttu, vinslit og for-
eldravandamál.
Forlagið, 4.190 kr.
Hans klaufi
Tagine
Eldfast mót
3.980 kr.
7.900 kr.
8.500 kr.
Á vefnum okkar, kokka.is, getur þú klárað jóla-
innkaupin á einu bretti. Vefverslunin er full upp í
rjáfur af góðumog gagnlegumgjöfum sem flokkaðar
eru eftir þema og verði. Kokkaðu upp snilldarlega gjöf
á kokka.is - fyrir þá semeru nýbyrjaðir að búa og líka
þá semeiga allt.www.kokka.is
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is