Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 70
B etter than Sex-maskarinn frá Too Faced er í uppáhaldi. Ég keyptihann í Sephora-snyrtivöruverslun erlendis og hann er mjög góður,eins og nafnið gefur til kynna. Hann helst rosalega vel á, smitar ekki,hrynur ekki af og litar augnhárin þétt og vel án þess að það komiklessur. Síðan er ekkert mál að hreinsa hann af augnhárunum, en éger með augnháralengingu og þarf að hreinsa varlega af, segir Lilja sem haldið hefur tryggð við maskarann í um það bil ár. Þegar Lilja er spurð hvort gæði og verð fari alltaf saman þegar kemur að snyrtivör- um segist hún hafa fundið ódýrar snyrtivörur sem gefa hinum dýrari ekkert eftir. „Gæði og verð haldast ekki alltaf í hendur, en oftar en ekki eru dýrari vörur með betri innihaldsefnum. Ég fer aldrei í mjög ódýrar snyrtivörur þar sem innihaldsefnin þar eru frekar léleg, en held mig við snyrtivörur sem eru á sanngjörnu verði og fá góða dóma,“ segir Lilja og bætir við að hún velji vörur án parabena, auk þess sem hún forðast vörur sem innihalda afar virk efni. „Ég hef fengið ofnæmi fyrir mjög virkum efnum og sumum jurtum. Ég skoða inni- haldsefnin vel og kaupi ekkert nema ég fái prufur af því. Ég hef verið mjög dugleg að prófa nýjungar í gegnum árin og fylgist vel með hvað er að gerast,“ segir Lilja, en hvaða vörumerki skyldu vera í uppáhaldi? „Núna er ég mjög hrifin af Guinot og Dr. Organic í kremum og andlitsmeðferðum. Ég er alæta á förðunarvörur og á allt þar milli himins og jarðar og er ekkert að halda mig við eitt merki. Becca, Too Faced, Naked, Bobby Brown, Mac, L’oreal, Anastasia og fleira. Er eins og krakki í nammibúð þegar ég kíki í slíkar verslanir. Elska það.“ Eftirlætismaskari Lilju Ingva Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari er mikil áhugamanneskja um snyrtivörur en hún segist gjarnan verða eins og krakki í nammi- búð þegar hún kíkir í snyrtivöruverslanir. Við fengum að kíkja í snyrtibuddu Lilju og forvitnast um eftirlætis maskarann. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Lilja Ingvadóttir verður eins og krakki í nammi- búð þegar hún heimsækir snyrti- vöruverslanir. Lilja heldur mikið upp á Better than Sex mask- arann frá Too Faced. Ljósmyndarinn Nína Björk er með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku, enda kann hún að raða saman fallegum flíkum. Eins og flestir kýs hún að vera fín yfir jólin, en þó ekki á kostnað þægindanna. Nína Björk sagði okkur frá jóladressinu sínu. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Kaupirðu þér alltaf nýtt dress fyrir jólin? „Nei alls ekki. Að sjálfsögðu vill engin fara í jólaköttinn og þess vegna vil ég vera fín, en samt í þægilegum fatnaði.“ Ertu búin að ákveða í hverju þú verður þessi jólin? „Já og nei, en kjóllinn sem ég fékk í AndreA by AndreA finnst mér fallegur og pínu jólalegur. Það er mjög fallegt efni og mynstur í honum. Fallegur pels er síðan að sjálf- sögðu ómissandi yfir hátíðirnar.“ Hvert er eftirminnilegasta jóladressið? „Silfurlitaði pallíettukjóllinn sem ég lét sauma á mig 13 ára, hann var með stórum herðapúðum, alveg gasalega smart.“ Hefur þú orðið sek um tískuslys á jólunum? „Það þurfa aðrir að dæma um. Hef örugglega orðið sek um það einhvern tímann.“ Áttu þér draumahátíðardress? „Ekkert þannig, en pallíetturnar koma sterkt inn yfir hátíðirnar. Allt sem er glitrandi finnst mér jólalegt og fallegt.“ Hvað með hár og förðun, hvernig er slíku háttað yfir hátíðirnar? „Fallegt vel blásið hár eða smá liðir finnst mér falleg- ast.“ Hvað með ljóta jólapeysu eða kósí náttföt, er það boðlegt að þínu mati á jólunum? „Já, um að gera að krydda jólin með skemmtilegum uppá- komum. Ég fékk mér einu sinni rosalega jólaleg náttföt, sem eru frekar lummó. Dóttir mín, sjö ára, spurði mig með stórum augum hvort mér fyndist þau í alvörunni flott.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Fallegur pels ómissandi yfir hátíðirnar“ Fallegur blár pels set- ur punktinn yfir i-ið. Fallegur kjóll er mikið þarfaþing um jólin. 70 Jólablað Morgunblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.