Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 44
44 Jólablað Morgunblaðsins
nefnilega ekki jólamatur, heldur
hátíðarmatur,“ bætir Jói við, en
hann skellti sér einmitt á veiðar
fyrir þessi jól. „Ég hef lengi stund-
að veiðar, en síðustu 15 ár hef ég
verið alveg sjúkur og skýt allt sem
hreyfist,“ segir Jói og hlær. „Eða
allt sem má skjóta réttara sagt.“
En hvað þykir honum svona gott
við rjúpuna?
„Það er tvennt, í fyrsta lagi er
það villibráðarbragðið sem er eitt
það besta sem ég veit. Svo verður
rjúpan enn betri ef maður hefur
veitt hana sjálfur. Að hafa gengið á
eftir henni heila helgi, alveg búinn
á því, og verka hana síðan sjálfur.
Steikin verður miklu betri ef mað-
ur getur sagt söguna á bak við
hana,“ segir Jói, sem játar að
frummaðurinn innra með honum
vakni þegar hann bregður sér á
veiðar. „Við erum öll gamlir vík-
ingar.“
Jói bendir einnig á að auðvelt sé
að skipta út hráefni þegar villibráð
er elduð, og að sömu aðferðir megi
nota við matreiðslu á allskyns
gómsætum steikum.
„Þú færð svo mikið af villibráð í
verslunum í dag, bæði íslenskri og
erlendri. Það er gaman fyrir þá
sem stunda ekki veiðar sjálfir. Þó
það sé gefin upp uppskrift að
hreindýri er hægt að nota rjúpu,
dádýr, krónhjört eða hvað sem er í
staðinn. Þú getur í rauninni keypt
skoska rjúpu eða hreindýr og eldað
þetta allt á sama mátann,“ segir
Jói að lokum.
Léttelduð rjúpa
Rjúpan er hamflett og bringurnar
skornar frá beinum, hreinsið innan
úr rjúpunni.
Soð
Bein og innmatur úr 10 rjúpum
1 stk. stór laukur
2 gulrætur
15 stk. einiber
garðablóðberg, sirka 2-3 stórar
greinar
salt og pipar
Best er að brjóta beinin niður svo
betra sé að steikja þau. Brúnið bein,
innmat, lauk og gulrætur þar til góð
brún skán er komin á beinin. Setjið
þá einiber og garðablóðberg saman
við og kryddið vel. Ekki spara pip-
arinn.
Hellið vatni vel yfir beinin og sjóð-
ið í u.þ.b. 2-3 klst. við lágan hita.
Muna að fleyta öllum sora frá á með-
an þetta er soðið. Sigtið svo soðið, ég
tek það svo oft í gegnum grisju ef
það er mjög gruggugt.
Sósa
½ l soð
½ l rjómi
ca 1 msk. gráðaostur
1-2 tsk. rifsberjasulta
salt og pipar
sérrí (ef vill)
Setjið soðið í pott og látið suðuna
koma upp, hellið þá rjómanum sam-
an við og látið suðuna aftur koma
upp. Kryddið þá með gráðaosti, rifs-
berjasultu, salti og pipar. Sjóðið
áfram í 2-3 mínútur. 2-3 msk. af góðu
sérríi skemma svo ekki fyrir.
Steiktar kartöflur
2 bökunarkartöflur
Flysjið kartöflurnar og skerið í
litla teninga. Steikið upp úr smjöri
og smáolíu. Saltið og piprið vel,
brúnið þær vel þar til fulleldaðar.
Gott er að hita kartöflurnar upp í
ofni áður en bornar fram ef þær eru
tilbúnar löngu áður.
Brúnaðar perur
2 perur
2 msk. smjör
2-3 msk. sykur
1 tsk. kanill
Flysjið perurnar og skerið í báta,
ca 8 stk. úr einni peru.
Setjið smjör á pönnu og steikið
perurnar í ca 2 mínútur og veltið
þeim vel upp úr smjörinu. Setjið þá
sykur og kanil saman við og látið
sykurinn leysast vel upp í smá kara-
mellu.
Waldorf-salat
2 stk. græn epli
2 dl rjómi
1 tsk. sykur
ca 15 stk. dökk vínber
Skerið eplin í bita, þeytið rjómann
með sykri og setjið saman við eplin.
Skerið vínberin niður og blandið
saman við. Svo setja sumir val-
hnetur saman við ef þess er óskað.
Steikingin
Rjúpubringur
salt og pipar
smjör
garðablóðberg
rifsber eða bláber
Athugið að allt þarf að vera tilbúið
áður en steikingin fer fram; sósa,
kartöflur og meðlæti.
Setjið vel af smjöri á pönnu og hit-
ið vel eða þar til smjörið er hætt að
freyða. Setjið þá bringurnar á pönn-
una ásamt blóðberginu og berjun-
um. Kryddið með salti og pipar.
Passið að steikja ekki lengur en ca 1
mínútu á hvorri hlið (stundum
minna).
Takið svo til hliðar og setjið í eld-
fast mót, setjið allt sem er á pönn-
unni yfir bringurnar. Setjið í 180°C
heitan ofn í 5-6 mínútur (kjarnhiti
52-54°C). Látið svo standa í u.þ.b. 3
mínútur – það er kannski tíminn
sem tekur að leggja allt saman á
borð.
Getty Images
Gómsæt hátíðarrjúpa og meðlæti
Alsilki-
náttfatnaður
Glæsilegar
jólagjafir
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Við erum á
Rjúpa er að margra mati
sannkallaður veislumatur.
Getty Images
Getty Images
Steiktar kartöflur
eru meðlæti sem
klikkar ekki.
Smjörbrún-
aðar perur
passa vel með
villibráð.
Gott waldorf-
salat er ómiss-
andi á jólum.