Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 114

Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 114
114 Jólablað Morgunblaðsins TINDUR OG HAVARTI KRYDD GEFÐU BRAGÐGÓÐA GJÖF Prjónar nr. 3 ½ Heklunál nr. 3 Garn: Trysil Superwash Funny, litir: Rautt (nr. 209) 1 hnota, hvítt (nr. 202) 1 hnota, hvítt (nr. 1002) 1 hnota – Funny Prjónfesta 5 x 5 cm = 13 L og 16 umf. (Trysil Superwash) Fitjið upp 56 L með Funny-garninu á prjóna nr. 3½. Skiptið á fjóra prjóna og tengið í hring, 14 L á hverjum prjóni. Prjónið garðaprjón (sjá bls. 8) alls 8 garða. Prjónið munstur u.þ.b. 20-21 cm. Endið í munstri á síðustu rauðu og hvítu umf. Hæll – prjónið með hvíta garninu. Prjónið band í öðrum lit yfir 2 prjóna. Ef prjónaður er sokkur til að hengja upp, prjónið þá bandið yfir 2. og 3. prjón, annars er bandið prjónað á öðrum sokknum yfir 1. og 2. prjón en yfir 3. og 4. prjón á hinum sokknum. Síðan er prjónað með aðallit. Prjónið 1 umf. sl. yf- ir alla prjónana (líka yfir mislita bandið) en síðan er byrjað á úrtöku. 1. umf.: 1. prjónn – 1 L óprjónuð, 1 L sl., steypið óprjónaðri L yfir þá prjónuðu. Prjóna út prjóninn. 2. prjónn – prjónið þar til 2 L eru eftir, prjóna 2 L sl. saman. 3. prjónn – eins og 1. prjónn. 4. prjónn – eins og 4. prjónn. 2. umf. – prjónið sl. Þessar tvær umf. eru endurteknar þar til helmingur lykkjufjöldans er eftir, þá er tekið úr í hverri umf. þar til 8 L eru eftir (2 L á hverjum prjóni). Slítið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar. Rekið mislita bandið úr og skiptið lykkjunum niður á 4 prjóna. Takið líka bönd í hlið. Lykkjurnar skiptast þannig á prjónana að prjónn byrjar á hlið, á miðjum hæl, í hlið og á miðri rist. Ef lykkjurnar eru fleiri en gefið var upp í byrjun er tekið úr í hlið með því að prjóna 2 L sl. saman þar til upphaflegum lykkjufjölda er náð (eða upp- gefnum fjölda). Ef ekki eru jafn margar lykkjur á prjónunum takið þá fyrst úr á þeim prjóni þar sem fleiri lykkjur eru. Þegar prjónaður er garðaprjónshæll eru 2 L prj. br. saman í brugðinni umferð þegar tekið er úr í hverri umferð. Þegar lokið er við hælinn prjónið þá munstur u.þ.b. 10-11 cm. Passið að munstrið stemmi. Úrtaka fyrir tá – prjónið með hvíta garninu. Umf. byrjar í hlið. 1. umf.: 1. prjónn – 1 L óprjónuð, 1 L sl., steypið óprjónaðri L yfir. Prjónið út prjóninn. 2. prjónn – prjónið þar til 2 L eru eftir. 3. prjónn – eins og 1. prjónn. 4. prjónn – eins og 2. prjónn. 2. umf. – prjónið sl. Endurtakið þessar tvær umf. þar til helmingur lykkjufjöldans er eftir, takið þá úr í hverri umf., þar til 8 L eru eftir. Slítið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar. Gangið frá endum og heklið hanka með hvíta garninu. Múrsteinn Jólasokkurinn góði. Guðrún gaf á dögunum út bókina Jólaprjón, en hún hefur að geyma fjölmargar fallegar prjónauppskriftir í anda jólanna. Hér deilir hún uppskrift að jólasokk, sem myndi sóma sér vel á hvaða arinhillu sem er. É g held ég geti sagt að égsé einstaklega mikið jóla-barn en það lýsir sérfyrst og fremst í til-hlökkun og gleði sem fylgir því að jólin séu að koma,“ seg- ir Guðrún sem einnig er fastheldin á jólahefðir, en hún bakar ávallt og skreytir piparkökur fyrir jólin með börnum og barnabörnum. „Við erum orðin 21 talsins þannig að þetta er heilmikill fjöldi sem kem- ur saman. Við skerum út hjörtu, sætabrauðskarla, stjörnur og allt mögulegt úr pip- arkökudeigi. Svo eru kök- urnar skreyttar á eftir með glassúr. Þetta er rosa stemn- ing, en ég hef gert þetta frá því börnin mín voru lítil. Nú eru þau orðin fullorðið fólk og sjálf komin með börn,“ segir Guðrún. Hún lætur bakst- urinn ekki nægja því hún föndrar ávallt eigin jólakort. „Ég geri handgerð jólakort fyrir hvert ein- asta ár og sem vísu inn í þau. Ég byrja oft í október, eða nóvember, að föndra kortin. Það er ótrúlega mikil vinna á bak við kortin, en allt- af rosalega skemmtileg. Við vinnum þetta gjarnan saman, ég og tvíburasystir mín, Þur- íður Magnúsdóttir. Við vinnum voðalega vel saman og gerum stemningu úr þessu. Við för- um saman að versla í kortin og hittumst síðan og búum þau til saman,“ segir Guðrún. Þegar Guðrún er spurð hvort hún skreyti mikið heima við, segist hún ekki fara yfir strikið, þótt hún hafi vissulega gaman af því að skreyta fyrir jólin. „Það er ekki yfirþyrmandi, en ég skreyti alltaf svolítið,“ segir Guðrún og kímir. „Ég byrja við upphaf aðventunnar og fer þá að tína til skrautið smám saman. Síðan er ég að setja upp smá skraut allan desem- ber.“ Guðrún segir auk þess að hún sveiflist lítið með tískustraumum þegar kemur að jólaskrauti og haldi mest upp á þá muni sem hafa fylgt henni í gegnum tíðina. „Manni þykir náttúrlega vænst um það sem hefur fylgt manni í gegnum árin og það fer alltaf á sama stað í húsinu. Ég er fastheldin á það að sumir hlutir eigi sinn stað,“ segir Guð- rún að endingu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sendir heimagerð jólakort á hverju ári Guðrún S. Magnúsdóttir er mikið jólabarn og fyllist alltaf tilhlökkun þegar jólin nálgast. Guðrún er auk þess einstaklega lunkin í hönd- unum og prjónar bæði jólaskraut af miklum móð auk þess sem hún sendir vinum og ættingjum heimagerð jólakort á hverju ári. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Guðrún er sér- deilis lunkin með prjónana. Margar jólalegar upp- skriftir má finna í nýj- ustu bók Guðrúnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.