Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 100

Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 100
100 Jólablað Morgunblaðsins Piparkökur sem skraut Bakaðu piparkökur og skreyttu þær. Gættu þess vel að það sé gat í piparkökunum svo þú getir þrætt þær upp á band og notað sem skraut. Svo eru hort- ensíur í glösum til skrauts sem búið er að pakka inn í maskínu- pappír. Það þarf alls ekki að vera dýrt. Svart jólaborð Kauptu svört kerti og settu á jóla- borðið. Í miðjuna er greni komið fyr- ir og svo er skreytt með pipar- kökum. Þetta kallar ekki á flókið stell eða einhver flottheit heldur má leika sér með hjartalaga pipar- kökur, köngla og greni. Heimagerður aðventukrans Áttu hringlaga bakka? Dragðu hann fram. Settu fjögur frekar mjó kerti á hann og skreyttu í kring með grein- um úr garðinum og könglum. Ef þú ert með silfurlitað glimmer við höndina þá má sáldra smá af því yfir. Bara svona upp á stemninguna. Hengdu upp seríur Jólaseríur eru snilld. Hengdu þær upp á sem flesta staði. Hér er til dæmis búið að skreyta reiðhjól sem er í ganginum. Er það ekki eitthvað? Kerti og hortensíur Jólin kalla á kertaljós og kósíheit. Hér eru hvít hefðbundin kerti í mismunandi kerta- stjökum og nokkrar hortensíur í glærum glösum. Þú getur skellt hortensíunum í glæru glösin sem þú átt í eldhússkápnum því það er alger óþarfi að kaupa ný bara fyrir þetta. Þetta samspil blóma og kerta gerir hvert ein- asta heimili fallegt og kósí. Búðu til jólaævintýri Áttu kúpul á fæti sem þú notar undir eitthvað allt annað? Dragðu kúpul- inn fram og settu mosa og gervi- snjó inn í. Farðu svo inn í barna- herbergi og reyndu að finna einhver dýr sem hægt er að setja í þetta jólalega og fallega umhverfi. Tveir svona kúplar saman á hördúk gera heimili þitt jólalegt og smart. Skreyttu gluggana Það prýðir heimilið yfirleitt, ef gluggarnir eru þannig gerðir, að það megi skreyta þá örlítið. Elsta trixið í bókinni er að láta glæra jólaseríu í gluggann og kveikja á. En svo má líka föndra aðeins meira. Hringlaga kransar skapa góða stemningu og eru fallegir í gluggum. Hægt er að útbúa slíka kransa á margan hátt. Bæði er hægt að kaupa efnivið í blómabúðum og klæða kransinn með greni og svo er oft hægt að finna efnivið í föndurverslunum. Hér er svo fjórum jafnstórum kertum komið fyrir í gluggakistunni. Þetta er hægt að gera fyrir lítið. Hengdu upp fána Fánabönd bjóða upp á svo mikla möguleika. Þau fást á fjölmörgum stöðum eins og Söstrene Grene. Próf- aðu að hengja nokkur lög af fánaböndum og sjáðu hvort það verði ekki ennþá flottara heima hjá þér. Flöskur og greinar Kauptu þér grænar vatnsflöskur og settu nokkrar greinar í þær. Þetta fegrar heimilið og gerir hlýlegt. Það má líka nota glærar flöskur og kannski er óþarfi að kaupa þær úti í búð. Kannski áttu einhverjar flöskur utan af djúsum sem hægt er að nota, nú eða bara gamlar vínflöskur. Svo þurfa flöskurnar ekkert að vera nákvæmlega eins. Það má líka nota gamla glæra blómavasa. Nýttu það sem þú átt! Flest okkar eru þannig innréttuð að okkur langar að gera pínulítið jólalegt í kringum okkur þegar desember gengur í garð. Ef þú ert komin/n með ógeð á öllu jóla- skrautinu sem þú átt og langar að breyta örlítið til þá eru nokkrar góðar hugmyndir hér fyrir neðan. Og það góða við þessar góðu hugmyndir er að þær eru alls ekki kostnaðarsamar. Marta María | martamaria@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.