Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 112

Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 112
É g hef alltaf verið mikið jólabarn. Mamma lagðisig alla fram þegar ég var barn um að búa tilofsalega notalega jólastemningu með jóla-bakstri, föndri og samverustundum með okkursystkinunum, sem er ómetanlegt þannig aðjólabarnið í sjálfri mér er henni að þakka og ég elska að jólast með mínum börnum,“ segir Birgitta sem á góðar jólaminningar. Þegar hún er spurð hvað henni finnist best við jólin nefn- ir hún friðinn og jólaandann. „Jólin virðast vera eini tími ársins þar sem fólk virkilega nýtur þess að vera heima með fólkinu sínu og er ekki stressað yfir að það sé að missa af einhverju,“ segir hún. Birgitta lifir annasömu lífi og aðventan er engin undan- tekning. „Á aðventunni er ég oft mikið að vinna hvort sem það tengist bókum eða tónlist. Ég reyni því að nýta allan tímann inn á milli í að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum mínum og mann- inum. Við til dæmis bökum saman, föndrum, gerum jólakort, sækjum jólatré, förum á jólatónleika, skerum laufabrauð og bjóðum vinum í kakó og glögg.“ Í fyrra ákváðu Birgitta og eiginmaður hennar, Benedikt Ein- arsson, að halda jólin á sínu eigin heimili – ekki í foreldra- húsum. „Ég ólst upp við að borða lambahamborgarhrygg en mað- urinn minn rjúpur. Í fyrra hættum við að vera hjá foreldrum okkar á aðfangadag og héldum jólin heima. Þá reyndum við að blanda jólahefðum beggja fjölskyldna saman og gerðum rjúpu- súpu, lambahamborgarhrygg og heimagerðan vanilluís með fílakaramellusósu að ósk sonar okkar. Í ár hugsa ég að við gerum aðra tilraun með rjúpuforréttinn,“ segir hún. Aðspurð um jólagjafainnkaup segist Birgitta vera snargeggjuð. „Ég er auðvitað snargeggjuð þegar kemur að jólagjöf- um og er oftar en ekki búin að kaupa og pakka þeim inn í október og búin að skila mörgum af mér í nóvember. En mér til varnar er stundum ansi mikið að gera í nóvember og desem- ber þannig að þetta skipulag hentar mér best,“ segir hún. Sendirðu jólakort? „Mér finnst dásamlegt að fá jólakort og þessi hefð að vinir og fjölskylda sendi hvert öðru bréfsnepil í pósti með fallegri kveðju finnst mér ofsalega fallegur siður. Því höfum við haldið í þá hefð að senda kort hvert ár og ætlum okkur að halda því áfram,“ segir Birgitta. Aðspurð hvað komi henni í jólaskap játar hún að jólastress komi þar við sögu. „Jólastress myndi ég ekki kalla það en kannski jólafiðring frekar. Það er þá yfirleitt á Þorláksmessu þegar ég fer yfir húsið, skúra og passa að ekk- ert hafi gleymst í jólainnkaupunum. Það hefur þó oft eitthvað gleymst en jólin komið samt svo að það stress er algjörlega til einskis.“ En hvað skyldi Birgittu langa í í jólagjöf? „Á hverju ári fæ ég þessa spurn- ingu frá manninum mínum og fjöl- skyldu og á aldrei svar. Auðvitað er gaman að opna gjafir og geta flestir verið sammála um það en mér finnst í alvörunni jólakortin jafn skemmtileg og gjafirnar. Falleg orð lifa lengur í hjartanu en skart eða skóp- ar.“ Birgitta var að senda frá sér tvær bækur, Lára fer í sund og Jól með Láru. Hún er því á fullu að kynna bækurnar í nóv- ember og desember. „Ég heimsæki bæði skóla og leikskóla og les fyrir börnin sem og kíki í verslunarmiðstöðvarnar þegar nær dregur jólum,“ segir hún. En hvenær gefur hún sér tíma til að skrifa? „Þar sem mér finnst ótrúlega gefandi og gaman að skrifa fyr- ir börn á ég það til nánast alltaf þegar róast hjá mér í vinnu að setjast við skriftir. Þá sest ég gjarnan hér heima með kaffibolla eða fer á kaffihús þegar mig vantar tilbreytingu. Ég er að skrifa bækur fyrir börn sem eru á sama aldri og mín börn og því tengist ég sögunum vel, sem ég held að sé mikill kostur fyrir barnabókarithöfund og þær koma til mín auðveldlega í ró og næði.“ Hvað einkennir góðar barnabækur? „Það er svo margt. Það að höfundur leggi hjarta sitt og sál í bókina gæðir bókina lífi og einlægni. En börnin eru auðvitað eins misjöfn og þau eru mörg og bækurnar eftir því. Þegar skrifað er fyrir ung börn hef ég fundið það í gegnum mín börn að það er mikilvægt að bækurnar séu fallega myndskreyttar og skrifaðar á góðri íslensku sem börnin skilja.“ Héldu sín fyrstu jól saman í fyrra Birgitta Haukdal, söngkona og rithöfundur, er mikið jólabarn. Hún skipuleggur tíma sinn vel og segist oft vera búin að kaupa allar jólagjafir og pakka þeim inn í október. Marta María | martamaria@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Desember er anna- samur mánuður hjá Birg- ittu. Í vetrarfíling með börnunum sínum. „Ég reyni því að nýta allan tímann inn á milli í að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum mínum og manninum.“ ❄ 112 Jólablað Morgunblaðsins Hallveigarstíg 10a • 101 Reykjavík Sími 551 2112 • www.ungfruingoda.is Dásamlega fallegar vörur úr marmara Hörðu pakkarnir gerast ekki flottari! Kr. 2.800 0 Kr. 9.900 Kr. 8.900 Kr. 25.90 Kr. 8.900 Kr. 9.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.