Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 52
52 Jólablað Morgunblaðsins J ólahefðirnar eru ekkert mjög margar, enalveg síðan við eignuðumst eldri dótturokkar höfum við verið heima á aðfanga-dagskvöld. Fyrst við þrjú, svo bættist önn-ur dóttir við, og höfum við haldið okkarlitlu og tiltölulega látlausu jól saman síðan þá,“ segir Gísli Marteinn, spurður að því hvaða jóla- hefðir hann haldi í heiðri. „Í seinni tíð urðu dæturnar síðan vegan þannig að jólakræsingarnar eru allar saman án dýraafurða. Engin dýr þurfa því að deyja eða kveljast til þess að við getum notið aðfangadagskvölds,“ segir Gísli Mar- teinn og bætir við að dýrindis grænmetis-Wellington sé iðulega á boðstólum. „Áður ef við fórum út í það vorum við með kjöt- Wellington. Ég reyndar borða allt sjálfur, en mér finnst miklu skemmtilegra ef við borðum öll sama matinn. Grænmetis-Wellington er sjúklega gott og gefur kjötinu ekkert eftir. Þetta er talsverð vinna, aðfangadagurinn fer svolítið í það að útbúa þessa steik, en það er þess virði. Steikin er gerð með gras- keri, villisveppum og smjördeigi, sem þó inniheldur ekkert smjör. Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram og þetta hefur alltaf lukkast frábærlega. Með þessu berum við síðan fram sætkartöflumauk, eða bara það sem okkur dettur í hug þau jólin. Svo förum við í jólaboð á jóladag og annan í jólum til foreldra okkar. Við tökum venjulega afganginn af grænmetis- Wellingtoninu með og það slær alltaf mikið í gegn. Enda eru menn að borða yfir sig af ofsöltuðu kjöti um hátíðirnar,“ segir Gísli Marteinn, sem segist ekki vera búinn að ákveða hvað verði í eftirrétt þessi jól. „Þær eru orðnar svo stórar stelpurnar að við ákveðum í sameiningu hvað okkur langar mest í fyrir hver jól. Við erum þó ekki búin að ákveða hvaða eft- irrétt við verðum með núna. Venjulega erum við allt- af svo södd eftir matinn að við förum bara og opnum pakkana og fáum okkur eftirréttinn svo einhvern tímann seinna um kvöldið. Desertinn er ekki risa- stórt atriði.“ Eini fjölskyldumeðlimurinn sem ekki fær vegan- kræsingar á jólunum er heimilishundurinn Tinni. Að sjálfsögðu fær hann þó að gera sér dagamun, enda jólin bara einu sinni á ári. „Hann er ekki vegan þannig að hann fær lifrar- pylsu og rjóma og trúir ekki eigin bragðlaukum, enda borðar hann að jafnaði þurrfóður,“ segir Gísli Marteinn og skellir upp úr. „Það er svolítið gaman að eiga gæludýr um jólin því þau eru svo glöð hvað við erum mikið heima. Það er eitthvað hátíðlegt við það að gleðjast með málleysingjunum,“ bætir Gísli við. Jólamánuðurinn er jafnan viðburðaríkur hjá fjöl- skyldu Gísla Marteins, en eiginkona hans og dóttir eiga báðar afmæli í desember. Desember einkennist því af mikilli gleði og skemmtilegum veisluhöldum. „Það er afmælisdagur á milli jóla og nýárs og svo á eldri dóttir mín afmæli á gamlársdag. Það er rosa- lega skemmtilegt, en frá því hún fæddist höfum við haft opið hús og standandi veislu allan gamlársdag. Þeirri veislu lýkur síðan klukkan 17, en í kringum 18 koma kvöldverðargestir í hús. Við erum iðulega með 15 manna veislu á gamlárskvöld og mikið stuð. Mjög fljótlega eftir jól skiptum við því um gír og förum að horfa meira til gamlárskvölds. Þá er öðruvísi stemn- ing, þótt hún sé ekki síður skemmtileg.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dýrindis vegankræsingar á aðfangadag Gísli Marteinn Baldursson er að eigin sögn mikið jólabarn, en hann hefur mjög gaman af öllu jólastússi. Þrátt fyrir það segist hann ekki halda fast í margar jóla- hefðir, heldur spili fjölskyldan jólahaldið eftir eyranu. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Gísli Marteinn og fjölskylda munu gæða sér á vegan- Wellington á aðfangadagskvöld. Opið fyrir umsóknir hushall.is HÚSSTJÓRNARSKÓLI HALLORMSSTAÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.