Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 60
„Við skreytum ekkert rosalega mikið. Það eru þessi litlu
tré og svo erum við með seríur sem við setjum aðallega á
einn stað. Svo skreytum við með kertum og
svona. Það er voða jólalegt. Yfirleitt erum
við að þessu í kringum mánaðamótin,
en ég ætla einmitt að fara út á
svalir í vikunni og setja þar upp
jólaljós og greni. Það er alltaf
skemmtilegt.“
Þótt að Laddi hafi sjálfur
sungið ófá jólalög, og jafnvel
gefið út jólaplötu, þykir hon-
um fólk iðulega byrja of
snemma að spila jólalög.
„Þá er maður bara búinn að
fá upp í kok af þeim
þegar kemur að jólun-
um. Við miðum þetta
við mánaðamótin, eða 1.
des. Þá finnst mér allt í
lagi að fara að setja
þetta í gang.“
En hvað skyldi
Ladda þykja mikilvæg-
ast þegar kemur að því
að halda góð og
ánægjuleg jól?
„Jólaandinn og að
allir séu í jólaskapi.
Góður matur, að hlusta
á jólalög og messuna í
útvarpinu. Svo höfum við undanfarin ár farið nokkur sam-
an á jólatónleika Mótettukórsins í Hallgrímskirkju. Það er
mjög jólalegt og skemmtilegt,“ segir Laddi og bætir við að
jólahaldið sé venjulega í mjög föstum skorðum og ein-
kennist alls ekki af neinum látum.
S voleiðis hefur þetta verið síðan égbyrjaði að búa og halda jól. Með hamborg-arhryggnum er síðan þessi frábæra sósa,brúnaðar kartöflur, rauðkál ogbaunir. Og auðvitað er alltafdrukkið bland líka. Ekki má
gleyma því,“ segir Laddi og bætir við að
þetta sé algerlega ómissandi.
Eftirrétturinn hefur einnig verið sá
sami í að minnsta kosti 15 ár, enda
ljúffengur með eindæmum.
„Við förum yfirleitt og heimsækj-
um systur konunnar og fjölskylduna
hennar og fáum eftirréttinn þar. Þar
fáum við þennan yndislega frómas, en
hann hefur verið borinn á borð í
ábyggilega 15 ár.“
Þegar Laddi er spurður hvort honum
hafi aldrei dottið í hug að breyta út af van-
anum, hrista svolítið upp í hlutunum og bera fram
kalkún, rjúpu eða annað slíkt harðneitar hann.
„Ég hef smakkað kalkún og fannst hann ekkert góður,
en ég man ekki eftir því að hafa smakkað rjúpu. Það bara
kemur einhvern veginn ekki til greina. Við viljum ekki
breyta matseðlinum því hann klikkar ekki. Maður er ekk-
ert að breyta því sem virkar,“ segir Laddi hress í bragði.
Þegar Laddi er spurður hvort hann lumi á eftirminni-
legri jólasögu segir hann svo ekki vera, enda hafi jólin iðu-
lega heppnast hreint prýðilega.
„Það hefur ekki kviknað í jólatrénu eða neitt, enda erum
við ekki með jólatré. Við erum bara með litla jólatrés-
skreytingu. Það er allt of mikið vesen að vera með stórt
jólatré. Pakkarnir eru síðan geymdir á sama stað og litlu
jólatrén eru. Þar eru þeir í góðri hrúgu,“ segir Laddi og
bætir við að þau hjónin skreyti temmilega mikið fyrir jól-
in.
Morgunblaðið/Hari
„Maður er ekkert að
breyta því sem virkar“
Jólahefðir Þórhalls Sigurðssonar, eða Ladda, eru í föstum skorð-
um enda segir hann óþarfa að breyta því sem aldrei klikkar. Á að-
fangadag er fjölskyldan vön að borða hamborgarhrygg, en á jóla-
dag er hangikjöt jafnan borið á borð.
Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is
Getty Images
Laddi hefur engan
áhuga á því að bjóða
upp á rjúpu eða kal-
kún á jólunum.
Á aðfangadag er alltaf boðið
upp á hamborgarhrygg, enda
segir Laddi að hann klikki aldrei.
Meðlætið er af
hefðbundnara
tagi, rauðkál og
grænar baunir
er jafnan borið
á borð.
Laddi segir að jólabland sé
ómissandi á jólum.
60 Jólablað Morgunblaðsins
S T Y R K TA R F É L A G L AMAÐ R A O G FAT L A Ð R A
Í ÞÁGU FA
Sölutímabil 6. – 20. desember
U G H-
TLAÐRA BARNA OG UNGMENNA
& B Õ Ö G Â R