Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 126
verðu þetta því í tuttugasta og
fimmta skiptið tónleikaröðin
er haldin. Haldnir verða fjórir
tónleikar, í fjórum kirkjum;
Hafnarfjarðarkirkju 19.
desember, Kópavogskirkju
20. desember, Garðakirkju
21. desember og Dómkirkj-
unni í Reykjavík 22. desem-
ber.
Árlegir jóla-
tónleikar
Jón Jónsson
Hvar: Bæjarbíói,
Fyrir röð óheppilegra til-
viljana hafa þeir þó bókað
sig á Græna hattinn dag-
ana 15. og 16. desember, á
hápunkti jólatónleika-
tímabilsins. Ekki ætla
þeir þó að halda jóla-
tónleika, heldur spila sitt
hefðbundna heilsárspróg-
ramm. Með kannski smá jólaí-
vafi.
Þegar Trölli stal jólunum
Hvar: Bíó paradís, Hverfisgötu 54, 101
Reykjavík
Hvenær: 16. desember, klukkan 20.00-
22.00
Um: Einstök jólamynd, byggð á þekktri bók
dr. Seuss, með Jim Carrey í aðalhlutverki.
Myndin segir frá tilraun Trölla til að stela jól-
unum, en hann er heldur óskemmtilegur
náungi sem hatar jólin og allt sem þeim fylgir.
Mozart við kertaljós
Hvar: Hafnarfjarðarkirkju, Strandgötu 220,
Hafnarfirði
Hvenær: 19. desember, klukkan 21.00
Um: Kammerhópurinn Camerarctica heldur
sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum fyrir
jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir
Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og
hýrum jólatónum í bland við dægurlög og
popp. Miðaverð er 3.500 kr. en miðasala fer
fram hjá kórfélögum og á tix.is.
Aðventutónleikar
andskotans
Hvar: Sjallanum, Geislagötu 14, 600 Ak-
ureyri
Hvenær: 9. desember, klukkan 21.00 - 10.
desember, klukkan 01.30
Um: Dimma og Skálmöld hafa lengi verið
meðal vinsælustu hljómsveita Íslands í þyngri
kantinum. Sveitirnar, sem eiga traustan aðdá-
endahóp, hafa aldrei komið saman fram á tón-
leikum. Fyrr en nú.
Jólatónleikar hljómsveitarinnar
Evu
Hvar: Iðnó, Vonarstræti 3, 101 Reykjavík
Hvenær: 10. desember, klukkan 15 og
klukkan 20
Um: Það verða jólalög, það verða mandarínur
og piparkökur. Það verða ullarsokkar og
kaðlapeysur. Kannski kemur svo leynigestur,
en það verður alveg örugglega ekki jólasveinn-
inn. Haldnir verða tvennir tónleikar, fjöl-
skylduvænir klukkan 15.00 og svo aðrir um
kvöldið. Miðasala á tix.is.
Slökun í borg – dagleg hugleiðsla
Hvar: Systrasamlaginu: Óðinsgötu 1, 101
Reykjavík
Hvenær: 11. desember, klukkan 16.30-
16.50. Uppákomurnar verða haldnar dag-
lega frá 11.-19. desember, klukkan, 16.30-
16.50
Um: Thelma Björk jógakennari mun leiðbeina
fólki og leiða í hugleiðslu. Allir eru velkomnir,
en hugleiðsla er sérlega góð aðferð til að draga
úr jólastreitu og stressi.
Ljótu hálfvitarnir á
Græna hattinum
Hvar: Græna hattinum, Hafnarstræti 96, 600
Akureyri
Hvenær: 15. desember, klukkan 22.00 og
16. desember, klukkan 22.00
Um: Til er sérstök tegund af tónleikum sem
kallast jólatónleikar. Ljótu hálfvitarnir eru
ekki þekktir fyrir að halda slíka jólatónleika.
Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði
Hvenær: 21. desember, klukkan 20.00-
01.00
Um: Hinir árlegu tónleikar Jóns Jónssonar
fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði 21. desem-
ber. Jón hefur haldið tónleika á þessum árs-
tíma síðan 2013. Þó að tónleikarnir séu haldnir
skömmu fyrir jól eru þeir ekki eiginlegir jóla-
tónleikar. Auðvitað svífur jólaandinn yfir vötn-
um, en lagabálkurinn samanstendur þó að
mestu af lögum Jóns.
Áramótaskop – Ari Eldjárn
Hvar: Háskólabíói, Hagatorgi, 107
Reykjavík
Hvenær: 27. desember, klukkan
19.00
Um: Ari Eldjárn snýr aftur
á stóra sviðið í Há-
skólabíói, nú til að
gera upp árið 2017
í spreng-
hlægilegu
uppistandi.
Þetta er
annað ár-
ið í röð
sem
hann
heldur
sýningu af þessu tagi, en í fyrra seld-
ust fjórar sýningar upp. Í ár verður
boðið upp á heilar níu sýningar, frá
27.-29. desember. Miðasala fer fram á
tix.is.
Gamlárshlaup ÍR
Hvar: Hörpu, Austurbakka 2, 101
Reykjavík
Hvenær: 31. desember,
klukkan 12.00-13.30
Um: Hið árlega 10 km
hlaup ÍR er fastur liður
hjá mörgum hlaupurum,
enda fátt betra en að
hlaupa inn í nýtt ár. Margir
þátttakendur klæðast
grímubúningum og eru verð-
laun veitt fyrir þann skemmtilegasta. Í ár
verður einnig boðið upp 3 km skemmtiskokk.
Morgunblaðið/Ómar
126 Jólablað Morgunblaðsins