Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 97
Verslunin er opin
mánud. – fimmtud. kl: 8 – 17 og föstud. kl: 8 – 15
Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is
þau inn og selja í versluninni.“
Þegar ég spyr Ármann hvort hann
taki æðisköst ef eitthvað brotnar úr
stellinu segir hann svo ekki vera.
„Allt hefur sinn tíma.“
Ármanns-súkkulaðimús
En það þýðir víst lítið að leggja
bara fallega á borð, það þarf að vera
eitthvað í matinn. Ármann er með
sínar jólamatarhefðir alveg á hreinu.
„Ég er þekktur fyrir að fara mínar
eigin leiðir. Ég hef í gegnum áratug-
ina breytt matseðlinum af og til.
Stöðnun á hvaða sviði sem er fer í
mig.
„Það er nær óslitin hefð frá árinu
1956 að mæta í aftansöng kl. 18 í
Dómkirkjuna á aðfangadag. Þegar
heim er komið um kl. 19.30 er tekið
upp Bollinger-kampavín og skálað
fyrir jólunum. Auk þess boðið upp á
dýrindiskonfekt frá Hafliða Ragnars-
syni, konfektmeistara í Mosfellsbak-
arí.
Matseðill á aðfangadagskvöld 2017
er eftirfarandi: Forréttur er laxapaté
á ristuðu franskbrauði með hind-
berjasósu og grænmeti og kampavín
drukkið með. Í millirétt er grísa-con-
sume. Aðalrétturinn er volgt norð-
lenskt hangikjöt, heimalagað rauðkál
og kartöflujafningur með grænum
baunum og skolað niður með frönsku,
Bourgogne Pinot Noir-rauðvíni. Eftir
að pakkarnir eru teknir upp er sest
aftur til borðs og boðið upp á desert,
Ármanns-súkkulaðimús. „Það er
leyndarmál hvernig músin er löguð.
Að vísu hef ég skrifað söguna
„Súkkulaðimúsin“. Að lokum er
drukkið kaffi, mjólkur- og sykurlaust
frá Gvatemala, „Las Volcanos“ og
glas af Casmus V.S. eða Grand
Marnier. Blávatn er ávallt ómissandi
á matborði,“ segir hann.
Hann hefur lengst af verið með
gesti en í dag leggur hann áherslu á
fámenni og rólegheit.
„Ég hef haft þann sið í 35 ár að
leggja á borð fyrir óvæntan jólagest.
Ástæðan er sú að fyrstu jólin sem ég
var með jólakvöldverð á Smáragöt-
unni, Reykjavík, mistaldi ég fjölda
gesta og lagði á borð fyrir einum
fleiri. Þegar móðir mín kom í borð-
stofuna og tók eftir þessu spurði hún
hver væri áttundi gesturinn. Til þess
að leyna mistalningunni sagði ég að
❄ SJÁ SÍÐU 98
Hvert sem litið er eru
fallegar skreytingar í
aðalhlutverki.
Jólaborðið
hans Ármanns
er klassískt.
Kristalsglösin þóttu of dýr til að
flytja þau inn og selja í verslun
Ármanns á sínum tíma.
Jólablað Morgunblaðsins 97