Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 30
langan tíma í þetta og slökum svolítið
á. Annars fer þetta gjafaflæði alveg
úr böndunum,“ segir Þorbjörg. Þegar
talið berst síðan að jólamatnum segir
hún hann afar fjölbreyttan núorðið.
„Það er orðið svo mikið af stefnum
í fjölskyldunni, það eru vegan ein-
staklingar og aðrir sem eru græn-
dönsum í kringum jólatréð og syngj-
um. Við gefum hvert öðru gjafir, en
það er aðeins tekinn einn pakki upp í
einu og skoðaður vel. Það skiptir
miklu máli að veita því athygli sem
maður fær og vera þakklátur. Ég var
fljót að átta mig á þessu þegar ég var
með ung börn og þetta er eitt af því
sem varð hefð hjá okkur. Við tökum
M ér finnst alvegsérstaklegagaman aðhalda jól ogfinnst desem-ber yndislegur
mánuður, þótt ég viti að það sé mikið
kaupæði í fólki. Þrátt fyrir það finnst
mér þetta huggulegt. Ég nýt mín al-
veg í botn og er fljót að skreyta heima
hjá mér. Í nóvember er ég komin með
lítið jólatré fyrir utan hjá mér og hef
gert það síðan ég var ungbarnamóðir.
Þegar ég átti heima í Danmörku var
ég komin með jólatré inn í eldhús til
mín 1. nóvember. Svo vorum við líka
alltaf með lifandi og fallegt jólatré í
stofunni. Mér þykir æðislegt að fólk
sé farið að setja upp jólaseríur
snemma og finnst okkur ekkert veita
af í skammdeginu,“ segir Þorbjörg
hress í bragði. Þegar hún er spurð
hvort hún haldi fast í einhverjar jóla-
hefðir nefnir hún jólahald með börn-
um sínum. Þá opnar fjölskyldan jóla-
gjafirnar í núvitund.
„Það er kannski ekki hægt að tala
um hefðir lengur, þar sem ég er ekki
lengur með lítil börn. Börnin mín eru
fullorðin, en ég og pabbi þeirra erum
búin að vera skilin í 12 ár. Við erum
þó ennþá að skipta á milli okkar jól-
unum þrátt fyrir að elsta stelpan mín
sé orðin 34 ára. Ef það er ekki minn
tími á aðfangadagskvöld höldum við
litlu jólin saman. Þá er Þorláksmess-
an bara eins og aðfangadagskvöldið
okkar. Við borðum góðan jólamat,
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Dregur fram lítið
jólatré í nóvember
Þorbjörg Hafsteinsdóttir, eða Tobba eins og hún er oftast kölluð, er mikið
jólabarn og byrjar jafnan snemma að skreyta. Að hennar mati má vel njóta
hátíðanna í botn án þess að troða sig út af sykri og óhollustu, enda er hún
þekkt fyrir að matreiða hollan og afar ljúffengan mat.
Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is
Þorbjörg hefur holl-
ustuna í fyrrirúmi, en
leyfir sér þó talsvert
meira um jólin.
Þorbjörg segir að
rauðkál sé algerlega
ómissandi á jólum.
30 Jólablað Morgunblaðsins
Jólatilboðsverð kr. 79.527,-
Til í svörtum, rauðum og hvítum lit
Besti vinurinn
í eldhúsinu
Vitamix TNC er
stórkostlegur.
Mylur alla ávexti,
grænmeti, klaka og
nánast hvað sem er.
Býr til heita súpu og ís.
Til í fjórum litum,
svörtum, hvítum
rauðum og stáli.
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
❄ SJÁ SÍÐU 32