Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 104
Kuldaskræfur eiga eftir að
elska þessa gjöf. Sokkunum
má einfaldlega skella í ör-
bylgjuofninn, og þramma
síðan um með funheitar tás-
ur. Eirberg, 4.950 kr.
Hálfber Pútín á bringunni er ef-
laust eitthvað sem marga dreymir
um og ekki skemmir einhyrning-
urinn. Skrýtinn og skemmtilegur
bolur sem fæst í Dogma, 3.490 kr.
Hver nennir að borða hefð-
bundin spæld egg? Egg bragð-
ast augljóslega betur þegar
þau líta út eins og krúttleg kisa.
Kisuform sem má einnig nota
fyrir pönnukökur. Penninn/
Eymundsson, 1.999 kr.
Sérvitringar kunna gjarnan að
meta gott kaffi, en líta ekki við
lapþunnu sulli. Að gera gott
kaffi er list sem marga langar
að læra, en hægt er að skrá sig
á ýmiskonar kaffinámskeið hjá
Te & kaffi. Námskeiðin kosta
frá 3.900 krónum.
Kisueyrnaskjól er ekki bara krútt-
leg, því þau eru einnig afar hagnýt í
kuldanum og því tilvalin í jólagjöf.
Asos, 1.676 kr.
Prumpublaðra
í partíið, því
maður verður
aldrei of gamall
fyrir prumpu-
brandara.
Hrím, 990 kr.
Lukkutröll eru skrýtnar
skepnur sem hafa notið mik-
illa vinsælda undanfarið.
Þeir sem hafa sérstakan
smekk fyrir skrautmunum
kunna aflaust að meta gyllt
og glæsilegt tröll sem stofu-
stáss. Casa, 4.890 kr.
Góð bók er gjöf sem
gleður. Í ritinu The
Asshole Survival
Guide má finna hag-
nýtar leiðbeiningar til
að takast á við leið-
indapúkana í lífinu.
Penninn/Eymunds-
son, 3.242 kr.
Budda undir aurinn er gagn-
leg gjöf fyrir þá sem eru
komnir með leið á hinu hefð-
bundna seðlaveski. Prjónuð
budda frá íslensku listakon-
unni Ýrúrarí er sniðug og sér-
stæð gjöf. Hægt er að kaupa
buddurnar á vefversluninni
Etsy, frá 6.700 kr.
Margir vilja meina að það sé
aldrei hægt að fá nóg beikon.
Nú er jafnvel hægt að baða sig
upp úr því og ilma af fleski all-
an daginn. Beikonsápan fæst í
Dogma, 1.290 kr.
Öll eigum við þennan eina vin eða ættingja sem er
svolítið sér á báti. Stundum gengur brösuglega að
finna hentuga gjöf fyrir viðkomandi, en það þarf þó
ekki að vera svo erfitt enda gríðarlegt úrval af
skrýtnum og skemmtilegum hlutum hér á landi.
Seðlaveski
skreytt með kar-
akterum úr hin-
um goðsagna-
kenndu Super
Mario-tölvu-
leikjum. Það
verður ekki
skemmtilegra að
draga upp kortið.
Elko, 2.495 kr.
Skemmtilegt fyrir
sérvitringinn
104 Jólablað Morgunblaðsins
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15
JÓLAGJÖF PRJÓNAFÓLKSINS
70 uppskriftir að jólasokkum,
jólahúfum, fallegu jólaskrauti o.fl.
Fyrir byrjendur og lengra komna