Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 91
Jólablað Morgunblaðsins 91
þess sem slaufur geti gefið gömlum munum jólalegan blæ.
„Ein jólin var ég með ljósaseríur ofan í blómapottum, en ég hef
til dæmis aldrei verið með jólatré. Auðvitað eru ljósaseríur ótrú-
lega hátíðlegar og kosta varla neitt. Ég er mjög þakklát þegar ég
labba um í skammdeginu og sé alla þessa glugga sem skreyttir eru
með fallegum seríum. Ég verð mjög glöð í hjartanu þótt ég skreyti
sjálf lítið með þeim,“ segir Auður Gná, en hver skyldi uppskrift
hennar að ánægjulegum jólum vera?
„Góð uppskrift að jólum myndi ég segja að væri góður fé-
lagsskapur, gómsætur matur, góð tónlist og afslöppun.“
Auður Gná ætlar engu að síður að stinga af yfir jólin og eyða
þeim erlendis, enda sé það stemningin sem skipti mestu máli.
„Ég sting af og verð hugsanlega úti bæði yfir jól og áramót. Ég
kem þó til með að eyða jólunum í Kaupmannahöfn. Það er stemn-
ingin sem skiptir máli um jólin. Sama hvort það er heima eða að
heiman. Hugsanlega mun ég síðan fljúga til Barcelona og eyða ára-
mótunum þar, en ég hef verið að vinna verkefni þar úti. Mér finnst
það líka fínt því það er alltaf gaman að brjóta þetta aðeins upp. Ég
kvarta allavega ekki yfir þessu, enda er þetta hið besta plan,“ segir
Auður Gná, hress í bragði.
Hurða-
kransinn er á
sínum stað.
Skreytingar Auðar
eru stílhreinar og
fallegar.
Fjaðrir, slaufur og
rauð kerti ljá heim-
ilinu jólalegan blæ.
Rauð reyniber setja
hátíðlegan svip.
Fyrir jólin.
Þú finnur vandaðar Mercedes-Benz gjafavörur í Öskju.
Kíktu á gjafavara.mercedes-benz.is og skoðaðu úrvalið.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook