Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 6
Heimatónleikar Margir komast ekki í jólaskap nema þeir nái að skella sér á jóla- tónleika. Þeir sem eru lítið gefnir fyrir hefðbundna jólatónleika geta brugðið á leik og haldið gleðskap þar sem gestir geta spreytt sig á jólakarókí. Þeir sem kunna á hljóðfæri geta jafnvel séð um undirleik og spilað nokkur vel valin lög á meðan gestir hefja upp raust sína. Spilakvöld með fjölskyldunni Flestir hafa gaman af því að taka í spil og því ekki vitlaust að kalla stórfjölskylduna eða vini saman. Þá má auðvitað færa spilakvöldið upp á næsta stig, klæðast ljótum jólapeysum upp á stemningu, skella í sig heitu kakói og piparkökum, eða jólabjór ef stemning er fyrir slíku. Óhefðbundin jólamyndataka Því ekki að skella í óhefðbundna jólamyndatöku fyrir jólakortin. Ljótar jólapeysur standa alltaf fyrir sínu en gjarnan má færa glens- ið upp á annað stig, til dæmis með því að pakka krökkunum inn í skrautlegan jólapappír, hengja jólaseríu á ömmu eða hvað svo sem fólki dettur í hug. Stórfjölskyldur og vinahópar geta einnig blásið til keppni og veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu jólamyndina. Safnarölt Það er notalegt, auk þess sem það nærir andann, að skella sér á safnarölt. Á Íslandi má finna urmul af söfnum sem ættu að höfða til allra. Sum söfn, til að mynda Árbæj- arsafn og Þjóðminjasafn, setja einnig saman sérstaka aðventudagskrá fyrir hátíðarnar. Föndur Flestum börnum þykir skemmti- legt að föndra, og enn skemmti- legra að skreyta með eigin handverki. Það er því tilvalið að nota það sem til fellur á heim- ilinu til að búa til jólaskraut. Klósettrúllur og könglar geta til að mynda orðið prýðilegir jólasveinar og sultukrukkur geta fengið nýtt líf sem kertastjakar. Minningakrukka Því ekki að búa til fallegar minningar og láta ástvini vita hversu mikilvægir þeir eru. Það er fallegur siður að útbúa minninga- eða hróskrukku, þar sem fjölskyldumeðlimir skrifa fallega athugasemd, minningu eða hrós, fyrir aðra meðlimi. Fjölskyldan les síðan orðsendingarnar í sameiningu. Smákökubakstur Hjá sumum koma jólin einfaldlega ekki nema búið sé að skella í nokkrar sortir. Í dag má auðveldlega stytta sér leið og notast við tilbúið kökudeig sem fæst í flestum verslunum. Einnig hafa börn gaman af því að skreyta pip- arkökur, sem auðvitað má kaupa tilbúnar. Þá vilja sumir frekar útbúa góm- sætt konfekt sem einnig er tilvalið til gjafa. Laufabrauð Það er góð skemmtun að skera út laufabrauð, og jafnvel enn skemmtilegra að borða afraksturinn. Marg- ir hafa það fyrir hefð að hittast á aðventunni og útbúa girnilegt og gómsætt laufabrauð sem síðan er borið fram með jólasteikinni. Upplestrarkvöld Fyrir jólin keppast rithöfundar við að lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum. Hvað er huggulegra en að setjast niður eftir annasaman dag og láta lesa fyrir sig upp úr góðri bók. Skautaferð Að renna sér á skautum í skammdeginu er klassík sem svíkur engan. Ef veður leyfir er ekki verra að renna sér utan- dyra. Þá er tilvalið að skottast á kaffihús á eftir og sturta í sig heitum vetrardrykk til að ylja sér. Ekki gleyma gamninu á aðventunni Aðventan á að vera ljúf og skemmtileg, en ekki undirlögð af streitu og önnum. Auðvitað þarf ýmislegt að græja og gera en fólk ætti þó að reyna að gleyma sér ekki í lífsgæðakapphlaupinu. Aðventan er nefnilega til þess að njóta. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Getty Images Getty ImagesGetty Images Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Væri ekki tilvalið að skella sér í jólakaríókí á að- ventunnni? Því ekki að hressa svolítið upp á hina árlegu jólamyndatöku? Jóla- seríur geta til að mynda sett skemmtilegan svip. Smáfólkið hefur gaman af því að skreyta piparkökur. Mörgum þykir laufabrauð ómissandi með jólamatn- um. Það er einnig mikil stemning að skera það út. Skautaferð er klassísk leið til að koma sér í jólagírinn. Getty Images 6 Jólablað Morgunblaðsins Gamla, góða súkkulaðidagatalið stendur allt- af fyrir sínu enda ekki amalegt að hefja dag- inn á sætum mola. Ekki eru þó allir hrifnir af því að byrja daginn á því að fóðra börnin sín með súkkulaði, og hafa samverudagatöl því verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Auðvelt er að föndra samverudagatal, sem er hefðbundið að því leyti að einn gluggi er opnaður á degi hverjum. Eins og nafnið gef- ur til kynna er þó ekki að finna sælgætismola í því, heldur uppástungu að skemmtilegri sam- verustund fyrir fjölskylduna. Oft þarf ekki mikið til að gleðja krílin, til að mynda getur föndur, heimsókn á bókasafnið, sundferð, smákökubakstur, fjöruferð eða heim- sókn til ömmu og afa slegið í gegn. Þá má einnig fara og kaupa jólatré, henda upp jólaskreytingum, útbúa jólaárdeg- isverð á náttfötunum, skreyta piparkökur, renna sér á sleða eða spila. Í raun hvað svo sem fólki dettur í hug að gera. Getty Images Margir vilja síður að börnin hefji daginn á sælgæti. Samvera í staðinn fyrir súkkulaði Fallegt jóla- dagatal er mikið augnayndi. Verið velkominá jóladagskráÁrbæjarsafnssunnudagana 3. 10. og 17. des.kl. 13–17 www.b or ga rs og us af n. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.