Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 90
90 Jólablað Morgunblaðsins
É g er ekki mikið jólabarn í þeim skilningi að ég leggiheimilið undir miklar skreytingar. Ég hugsa að éghafi vanist af því þegar ég bjó í Barcelona þar semlítið stúss var í kringum jólin. Þar er fyrirkomulag-ið annað, þótt það sé rosalega mikið skreytt á göt-um úti skreytir fólk heimili sín ekki mikið. Ég er þó
mjög hrifin af aðventunni og finnst gaman að geta notað hana í að
fara út að borða og fleira í þeim dúr. Ég kemst eiginlega ekki al-
mennilega í jólagír fyrr en á Þorláksmessu, eða aðfangadag, og þá
er það meira matarlykt og jafnvel tónlist sem mér finnst skipta
máli. Ég er til dæmis alin upp við að borða rjúpur en það er ákveð-
in lykt af villibráð sem kemur mér í jólaskap,“ segir Auður Gná.
Hún bætir einnig við að hún hafi ekki vanið sig á að kaupa mikið af
jólaglingri fyrir hátíðirnar.
„Ég tek stundum dót sem ég á og skreyti það, eða endurraða og
set kerti í öðrum lit í stjaka. Ég er ekki mikið í því að kaupa dót. Að
mínu mati er auðvelt að fá þennan jólalega blæ með öðrum hætti.
Fyrir mér er þetta frekar spurning um rauð kerti í stjaka, mand-
arínur í skál, gott ilmkerti og þetta klassíska.“
Þegar Auður Gná er spurð hvort hún lumi á góðum ráð til að
laða fram jólastemningu með litlum tilkostnaði segir hún að snið-
ugt sé að tína til skrautmuni sem þegar séu til á heimilinu, auk
Hefur aldrei
verið með
jólatré
Þegar Auður Gná, eigandi heimilisfylgihlutamerk-
isins Further North og vefsíðunnar islanders.is, er
spurð hvort hún sé mikið jólabarn hlær hún við
enda segist hún jafnan ekki skreyta mikið. Þá við-
urkennir hún að jólaskapið láti venjulega ekki á
sér kræla fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.
Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Auður Gná er
ekki mikið jóla-
barn, en nýtur
aðventunnar þó í
botn.
JÓLAGJAFIR
2017
SKOÐAÐU JÓLAGJAFA-
HANDBÓKINA Á
www.NTC.is
... EÐA TRYGGÐU ÞÉR EINTAK
Í NÆSTU VERSLUN