Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 118
J ólin, og ekki síst kom-andi áramót, eru tæki-færi til að njóta án þessað þjóta og líka sá tímiársins þar sem við end-urmetum lífið og til-
veruna. Systrasamlagið hefur haft
þann háttinn á að bjóða upp upp á
öðruvísi aðventu- og jólagjafir. Í
ár verður engin breyting á. Eftir
að Systrasamlagið sviðsetti hina
frábæru íslensku hönnun flothett-
una kemur sjálfsagt fátt á óvart. Í
beinu framhaldi af okkar djúpu
vatnapælingum eiga að okkar mati
gimsteinar og vatn sviðið annó
2018.
En við þurfum líka að passa upp
á meltinguna, viðhalda „hygge“ og
liðleika og huga að því að halda
nöglunum vel snyrtum, án eiturs.
Hér eru nokkrar heilsusamlegri
aðventu- og jólapælingar að hætti
systra.
Demantur drykkjarílátanna
Þeir sem hafa áhuga á fíngerð-
ari blæbrigðum lífsins vita auðvit-
að að gimsteinar náttúrunnar, eða
náttúrusteinar, búa yfir einstökum
eiginleikum til draga í sig og miðla
orku. Jafnvel vísindamenn hafa
sýnt fram á að hægt sé breyta
formgerð vatns með heilandi nátt-
úrusteinum (já, og af hverju ganga
sum úr?). Þetta vissu Grikkir til
forna og nýttu sér óspart. Nú er
þessi forna viska aftur flotin upp á
yfirborðið og enginn hefur stúd-
erað vatn betur en dr. Masarau
Emoto sem skrifaði metsölubókina
The Hidden Messages in Water
sem lengi vermdi topplista New
York Times. Hann breytti sýn
heimsins á vatn.
Þeir sem hafa unnið hvað falleg-
ast úr hugmyndinni um vatn og
gimsteina eru þýsk/austuríska
fyrirtækið VitaJuwel sem gerir
það í samvinnu við glerlistamenn í
þýsku ölpunum og vísindamenn.
Útkoman er sannur dem-
antur eða ný tegund
vatnsflösku sem er
bæði gaman og
gott að drekka
úr.
Nýju vatns-
flöskurnar,
sem eru vit-
anlega gull-
fallegar, eru úr
gæðagleri og
hlaðnar jákvæðum
gimsteinum sem sagðir
eru geta breytt kranavatni í
tært lindarvatn, líkt og við séum á
fjöllum að drekka beint úr tærum
læk.
Vatnsflöskurnar eru með mis-
munandi steinum og blöndum. T.d.
er ein með rósakvartz sem styrkir
hjartastöð, önnur færir jafnvægi,
enn önnur ýtir undir almenna vel-
gengni og svo er líka hægt að fá
blöndu af mörgum góðum gim-
steinum sem hafa alls konar
skemmtileg áhrif.
Engin eftirsjá
Nailberry-naglalökkin hafa verið
valin í hópi bestu vegan nagla-
lakka heims. Í alvörunni; hver vill
ekki fremur VEGAN naglalakk, ef
það er ekki bara gott heldur jafn-
vel betra! Nailberry er að segja
má eina vegan hátísk-
unaglalakkið. Laust
við 12 skaðlegustu
efnin sem jafnan
er að finna í
naglalökkum.
Litaúrval Nail-
berry er líka
breitt og
skemmtilegt en
ef við þrengjum
það niður er No
regrets í raun eini
liturinn sem er nauð-
synlegur í vetur. Án eftirsjár.
Lífsbjörgin um jólin
Allir þurfa að hafa mikið af
magasýru. Sérstaklega um jólin.
Magasýran brýtur niður prótínin í
matnum og er nauðsynleg til að
jóna steinefnin; magnesíum, kalsí-
um, járn og annað svo líkaminn
geti tekið þau upp. Góð magasýra
er líka nauðsynleg til að líkaminn
geti unnið B12 úr matnum. Maga-
sýran er í raun fyrsta vörn lík-
amans gegn bakteríum, sveppum
og vírusum sem berast ofan í
maga. Mikil og góð sýra drepur
þessar örverur. Betaine HCL með
gentian-rót (maríuvandarrót) frá
Viridian inniheldur 650 mg af
HCL (magasýrunni) ásamt genti-
an-rótinni sem ýtir undir fram-
leiðslu magasýru og meltingar-
ensíma.
Gullna mjólkin
Jógarnir fullyrða að gullna
mjólkin, „Haldi Ka Doodh“, þeirra
frægasta framlag til drykkjar-
menningar, geri sjaldan meira
gagn en einmitt um jólin. Þegar
dagleg rútína fer úr skorðum og
við borðum meira en venjulega.
Kúrkúmín-verðlaunaheilsudrykk-
urinn frá Viridian inniheldur túr-
merikkraft, kardimommur, chili,
kanil, engifer og vanillu. Allt það
sem kveikir meltingareldinn og
kemur sér vel fyrir svefninn eftir
allar veislurnar.
Þú blandar ½ teskeið út í mjólk
að eigin vali, hitar og drekkur. Líf-
ið verður talsvert þægilegra um
hátíðarnar.
Hygge-jógajól
Í dag eru engin jól án jóga og
hyggehornið þarf að vera huggu-
legt. Þá er nauðsynlegt að eiga
goðsögnina innan jógaheimsins
sem er Manduka PRO-jógadýnan.
Það er hin eina sanna eilífðardýna
og veröld út af fyrir sig. Bara það
eitt að horfa á hana í hyggehorn-
inu fær fólk til að slaka á. Síðan
eru það allir fylgihlutirnir. T.d.
hugleiðslu- og ýmiss konar slök-
unarpúðar sem – ef maður kann að
nota þá – hjálpa okkur að ná
ennþá dýpri hvíld í hyggehorninu.
Síðan fer að verða spurning um
hvenær það mun þykja sjálfsagt
að mæta með hugleiðslupúðann í
messu? Kannski næst?
Guðrún Kristjánsdóttir, einn af eigendum Systrasamlagsins,
tók saman lista yfir heillandi jólagjafir fyrir þá sem vilja njóta.
Tími vatns og gimsteina
118 Jólablað Morgunblaðsins