Morgunblaðið - 01.12.2017, Síða 44

Morgunblaðið - 01.12.2017, Síða 44
44 Jólablað Morgunblaðsins nefnilega ekki jólamatur, heldur hátíðarmatur,“ bætir Jói við, en hann skellti sér einmitt á veiðar fyrir þessi jól. „Ég hef lengi stund- að veiðar, en síðustu 15 ár hef ég verið alveg sjúkur og skýt allt sem hreyfist,“ segir Jói og hlær. „Eða allt sem má skjóta réttara sagt.“ En hvað þykir honum svona gott við rjúpuna? „Það er tvennt, í fyrsta lagi er það villibráðarbragðið sem er eitt það besta sem ég veit. Svo verður rjúpan enn betri ef maður hefur veitt hana sjálfur. Að hafa gengið á eftir henni heila helgi, alveg búinn á því, og verka hana síðan sjálfur. Steikin verður miklu betri ef mað- ur getur sagt söguna á bak við hana,“ segir Jói, sem játar að frummaðurinn innra með honum vakni þegar hann bregður sér á veiðar. „Við erum öll gamlir vík- ingar.“ Jói bendir einnig á að auðvelt sé að skipta út hráefni þegar villibráð er elduð, og að sömu aðferðir megi nota við matreiðslu á allskyns gómsætum steikum. „Þú færð svo mikið af villibráð í verslunum í dag, bæði íslenskri og erlendri. Það er gaman fyrir þá sem stunda ekki veiðar sjálfir. Þó það sé gefin upp uppskrift að hreindýri er hægt að nota rjúpu, dádýr, krónhjört eða hvað sem er í staðinn. Þú getur í rauninni keypt skoska rjúpu eða hreindýr og eldað þetta allt á sama mátann,“ segir Jói að lokum. Léttelduð rjúpa Rjúpan er hamflett og bringurnar skornar frá beinum, hreinsið innan úr rjúpunni. Soð Bein og innmatur úr 10 rjúpum 1 stk. stór laukur 2 gulrætur 15 stk. einiber garðablóðberg, sirka 2-3 stórar greinar salt og pipar Best er að brjóta beinin niður svo betra sé að steikja þau. Brúnið bein, innmat, lauk og gulrætur þar til góð brún skán er komin á beinin. Setjið þá einiber og garðablóðberg saman við og kryddið vel. Ekki spara pip- arinn. Hellið vatni vel yfir beinin og sjóð- ið í u.þ.b. 2-3 klst. við lágan hita. Muna að fleyta öllum sora frá á með- an þetta er soðið. Sigtið svo soðið, ég tek það svo oft í gegnum grisju ef það er mjög gruggugt. Sósa ½ l soð ½ l rjómi ca 1 msk. gráðaostur 1-2 tsk. rifsberjasulta salt og pipar sérrí (ef vill) Setjið soðið í pott og látið suðuna koma upp, hellið þá rjómanum sam- an við og látið suðuna aftur koma upp. Kryddið þá með gráðaosti, rifs- berjasultu, salti og pipar. Sjóðið áfram í 2-3 mínútur. 2-3 msk. af góðu sérríi skemma svo ekki fyrir. Steiktar kartöflur 2 bökunarkartöflur Flysjið kartöflurnar og skerið í litla teninga. Steikið upp úr smjöri og smáolíu. Saltið og piprið vel, brúnið þær vel þar til fulleldaðar. Gott er að hita kartöflurnar upp í ofni áður en bornar fram ef þær eru tilbúnar löngu áður. Brúnaðar perur 2 perur 2 msk. smjör 2-3 msk. sykur 1 tsk. kanill Flysjið perurnar og skerið í báta, ca 8 stk. úr einni peru. Setjið smjör á pönnu og steikið perurnar í ca 2 mínútur og veltið þeim vel upp úr smjörinu. Setjið þá sykur og kanil saman við og látið sykurinn leysast vel upp í smá kara- mellu. Waldorf-salat 2 stk. græn epli 2 dl rjómi 1 tsk. sykur ca 15 stk. dökk vínber Skerið eplin í bita, þeytið rjómann með sykri og setjið saman við eplin. Skerið vínberin niður og blandið saman við. Svo setja sumir val- hnetur saman við ef þess er óskað. Steikingin Rjúpubringur salt og pipar smjör garðablóðberg rifsber eða bláber Athugið að allt þarf að vera tilbúið áður en steikingin fer fram; sósa, kartöflur og meðlæti. Setjið vel af smjöri á pönnu og hit- ið vel eða þar til smjörið er hætt að freyða. Setjið þá bringurnar á pönn- una ásamt blóðberginu og berjun- um. Kryddið með salti og pipar. Passið að steikja ekki lengur en ca 1 mínútu á hvorri hlið (stundum minna). Takið svo til hliðar og setjið í eld- fast mót, setjið allt sem er á pönn- unni yfir bringurnar. Setjið í 180°C heitan ofn í 5-6 mínútur (kjarnhiti 52-54°C). Látið svo standa í u.þ.b. 3 mínútur – það er kannski tíminn sem tekur að leggja allt saman á borð. Getty Images Gómsæt hátíðarrjúpa og meðlæti Alsilki- náttfatnaður Glæsilegar jólagjafir Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Við erum á Rjúpa er að margra mati sannkallaður veislumatur. Getty Images Getty Images Steiktar kartöflur eru meðlæti sem klikkar ekki. Smjörbrún- aðar perur passa vel með villibráð. Gott waldorf- salat er ómiss- andi á jólum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.