Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
fyrir öll tölvurými og gagnaver
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Við tökum út
og þjónustum
kæli- og
loftræsti-
kerfi
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og
kórstjóri, var sæmd heiðursborgaranafnbót
Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða
í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þakk-
aði Þorgerði fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt
starf í þágu borgarinnar og þjóðarinnar allrar á
sviði tónlistar og kórmenningar. Þorgerður
stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlið árið
1967 og síðar framhaldskór hans, Hamrahlíðar-
kórinn. Fram kom við athöfnina að kórarnir
hefðu haft víðtæk áhrif á íslenskt tónlistarlíf,
meðal annars með tónlistaruppeldi sínu.
Tónlistarkennara og kórstjóra þakkað ómetanlegt starf í þágu borgarinnar og landsins alls
Morgunblaðið/Hari
Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins
í knattspyrnu sóttu um kaup á sam-
tals tæplega 53 þúsund aðgöngu-
miðum á leiki liðsins á Heimsmeist-
aramótinu í Rússlandi í sumar.
Vefsíðan Fótbolti.net upplýsir að
þetta komi fram í svari Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, FIFA.
Ljóst er því að margir Íslendingar
verða frá að hverfa því kvóti Íslend-
inga hjá FIFA er aðeins brot af
þessum fjölda.
Lokað var fyrir umsóknir um að-
göngumiða í gærmorgun. Dregið
verður úr umsóknum og tilkynnt í
síðasta lagi um miðjan mars hverjir
eru þeir heppnu. 53 þúsund umsókn-
ir svara til liðlega 15% landsmanna
hér. Líklegt er þó að sumir umsækj-
endur séu margtaldir í þessum
tölum.
Klara Bjartmarz, framkvæmda-
stjóri Knattspyrnusambands Ís-
lands, segir að KSÍ hafi ekki fengið
neinar upplýsingar um fjölda um-
sókna frá Íslandi. „Við höfum óskað
eftir frekari upplýsingum frá FIFA.
Við bíðum þolinmóð eftir því að
heyra frá þeim,“ segir hún.
Fleiri miðar fást ekki
KSÍ hefur reynt að fá fleiri miða á
leikina en þau 8% sem þeim er út-
hlutað en það hefur ekki gengið.
Búast má við að stór hluti um-
sóknanna sé um leik Íslands við
Argentínu sem fram fer í Moskvu,
höfuðborg Rússlands, 16. júní. Það
hefur þó ekki verið upplýst. Fyrir
liggur að Íslendingar fá aðeins 3.200
aðgöngumiða á þann leik.
freyr@mbl.is
Fáir fá draum sinn um HM
í Rússlandi uppfylltan
53 þúsund sóttu
um aðgöngumiða
Morgunblaðið/Skapti
Stuðningsmenn Íslendingar hvöttu
vel á EM í Frakklandi.
Skjálftahrinunni við Grímsey er ekki
lokið. Í gær voru margir skjálftar á
svæðinu. Einn skjálfti var þar í
fyrrinótt af stærðinni 2,6 og um
klukkan 20.20 í gærkvöldi var
skjálfti sem fyrstu upplýsingar
bentu til að væri 3,1 stig. Það er eini
skjálftinn yfir 3 að stærð.
Jarðskjálftahrinan hófst norð-
austur af Grímsey að morgni síðast-
liðins sunnudags með skjálfta af
stærðinni 4,1. Fannst hann í Gríms-
ey og í byggðunum við Eyjafjörð.
Eftirskjálfti 3,3 að stærð mældist
skömmu síðar og fjöldi minni
skjálfta hefur fylgt í kjölfarið.
Jarðskjálfta-
hrinan held-
ur áfram
Margir skjálftar
við Grímsey í gær
Morgunblaðið/Golli
Grímsey Íbúar láta ekki jarð-
skjálfta raska ró sinni.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Mér var bent á að í lögum væri um-
skurður stúlkna og kvenna bannað-
ur, en ekki sérstaklega bannaður á
drengjum. Mér fannst það mjög
merkilegt, í ljósi jafnréttisumræð-
unnar og yfirlýsingar umboðsmanna
barna,“ segir Silja Dögg Gunnars-
dóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins, en hún hefur lagt fram
drög að frumvarpi um breytingu á
almennum hegningarlögum, nr. 19/
1940, 218. gr. a. „Hver sem með lík-
amsárás veldur tjóni á líkama eða
heilsu stúlkubarns eða konu með því
að fjarlægja kynfæri hennar að hluta
eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt
að 6 árum.“ Breytingin sem lögð er
til er að orðinu „stúlkubarn“ verði
breytt í „barn“ og nái því til drengja
og stúlkna.
Í siðareglum Læknafélags Ís-
lands, Codex Ethicus, sem birtar eru
á vef félagsins, segir m.a. í 4.gr.:
„Hann [Læknir] getur, ef lög og
úrskurðir bjóða ekki annað, synjað
að framkvæma læknisverk, sem
hann treystir sér ekki til að gera eða
bera ábyrgð á eða hann telur
ástæðulaust eða óþarft.“
Skv. upplýsingum frá embætti
landlæknis eru umskurðir á drengj-
um framkvæmdir af læknum, ýmist
af læknisfræðilegum eða trúarlegum
ástæðum. Ein slík aðgerð er skráð í
gagnagrunni embættisins á heil-
brigðisstofnun árið 2006, en engin
síðan þá. Í tölum frá sjálfstætt starf-
andi sérfræðingum eru 13 slíkar að-
gerðir á tímabilinu 2010 til 2016 á
drengjum undir 18 ára aldri. Emb-
ættið hefur ekki upplýsingar um
hvort ástæða framangreindra að-
gerða hafi verið læknisfræðilegs,
trúarlegs eða annars eðlis. Ekki sé
tilkynninga- eða eftirlitsskylda hjá
embættinu með slíkum aðgerðum og
engar kvartanir vegna slíkra að-
gerða hafi borist.
Yfirlýsing gegn umskurði
Á vef Umboðsmanns barna má
finna sameiginlega yfirlýsingu gegn
umskurði barna frá 30. september
2013, en hún var undirrituð af öllum
umboðsmönnum barna á Norður-
löndunum. Þar segir m.a. að um-
skurður á ungum börnum brjóti
gegn grundvallarréttindum barna
skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna sem hefur verið lögfestur hér-
lendis. Einnig að umskurður feli í sér
óafturkræft inngrip í líkama drengja
sem geti haft í för með sér mikinn
sársauka, auk þess sem slíkri aðgerð
fylgi hætta á sýkingum og öðrum
vandamálum. Eðlilegt sé að drengir
sem vilji láta umskera sig af trúar-
legum eða menningarlegum ástæð-
um taki ákvörðun um slíkt þegar
þeir hafi sjálfir náð aldri og þroska
til þess að skilja hvað felst í slíkri að-
gerð. Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna, Ingólfur Ein-
arsson, formaður félags barnalækna
á Íslandi, Þráinn Rósmundsson, yfir-
læknir barnaskurðlækninga á
Barnaspítala Hringsins og fulltrúi
Barnaskurðlæknafélags Íslands, og
Ragnar Bjarnason, prófessor og
yfirlæknir barnalækninga á Barna-
spítala Hringsins, skrifuðu undir
yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands
Umskurður brot á réttindum drengja
Þingmaður leggur fram frumvarp til að vernda drengi til jafns við stúlkur fyrir ónauðsynlegum
umskurði Umboðsmenn barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gegn umskurði á börnum
Ljósmynd/Getty Images
Réttindi barna Umskurður á ungum börnum brýtur gegn grundvallarrétt-
indum barna skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem gildir hérlendis.