Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur hafnað ósk- um lóðareiganda í Örfirisey um breytingar á deiliskipulagi, sem fólu m.a. í sér aukið byggingamagn. Athygli vekur að oddvitar meiri- hlutans voru ekki samstiga í málinu. Stjórn Faxaflóahafna, undir forsæti Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, tók jákvætt í þessar óskir. Hins veg- ar var þeim hafnað í umhverfis- og skipulagsráði undir forystu Hjálm- ars Sveinssonar og borgarráði undir forystu Sigurður Björns Blöndal. Nú síðast synjaði borgarráð um- sókn varðandi breytingu á deili- skipulagi Vesturhafnar vegna lóð- anna nr. 33, 35 og 37 við Fiskislóð. Þarna er um að ræða óbyggðar sjávarlóðir milli olíustöðvarinnar í Örfirisey og bílaþvottastöðvar Löðurs. Þar með staðfesti borgarráð umsögn skipulagsfulltrúa Reykja- víkur. Fyrr á árinu 2017 hafði borgarráð hafnað uppbyggingar- áformum á svonefndum Línbergs- reit á Granda. Borgarráð ósammála Þegar breytingin á deiliskipulagi Fiskislóðar 33-37 var tekin fyrir í borgarráði sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við af- greiðslu málsins. Þeir segjast hins vegar í bókun telja að möguleikar svæðisins séu miklu meiri en deili- skipulagið frá 2015 beri með sér, enda hafi þar ekki verið horft til framtíðar og þeirra fjölmörgu tæki- færa til byggðarþróunar sem geti legið í nýtingu þessa svæðis. Skipu- lagið ætti að taka upp og endurskoða sem fyrst enda gríðarlega mikilvægt svæði fyrir alla borgina. Borgarráðsfulltrúar Samfylking- arinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram svo- hljóðandi bókun: „Það er alveg rétt að Örfiriseyjarsvæðið er mjög mikil- vægt. Það hefur fengið að þróast án heimilda til stórtækrar uppbygg- ingar og lóðasameininga. Það fyrir- komulag hefur skapað svigrúm fyrir fjölbreytta og blómlega flóru fyrir- tækja. Við þéttingu byggðar þarf að forgangsraða svæðum. Þótt það sé mjög líklegt að Örfirisey muni í framtíðinni þróast í átt að miðsvæði telur meirihluti umhverfis- og skipu- lagsráðs ekki tímabært að hleypa þeirri þróun af stað.“ Það voru T.ark Arkitektar ehf. sem sóttu um breytingu á deiliskipu- lagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Fiski- slóð. Í breytingunni fólst hækkun á nýtingarhlutfalli, sameining lóða ásamt sameiginlegum bílastæðum sem yrðu að stórum hluta í bíla- geymslu neðanjarðar. Í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur kemur fram að tillagan geri ráð fyrir þremur byggingum, samtals 12.009 fermetrar, sem muni tengjast saman með sameiginlegum innigarði og bílakjallara. Hug- myndin sé að byggingarnar verði samnefnari atvinnulífsins, sjávar- útvegsins og listsköpunar. Sótt sé um hækkun á nýtingarhlutfalli, að sameina lóðir og koma fyrir sam- eiginlegum bílastæðum sem yrðu að stórum hluta í bílageymslu neðan- jarðar. Skipulagsfulltrúi segir að tillagan gangi í mörgum atriðum gegn gild- andi deiliskipulagi fyrir svæðið. Byggingamagn sé meira en tvöfald- að og gert sé ráð fyrir tvöföldu gatnakerfi. Þá sé bílastæðafyrir- komulag og fjöldi bílastæða umferð- arskapandi og bent er í þessu sam- hengi á skýrslu Mannvits en rýni fyrirtækisins leiddi í ljós að vegirnir þola 30% meiri umferð áður en þjón- ustustig lækkar, á háannatíma. Sem fyrr segir tók skipulags- fulltrúi síðastliðið haust neikvætt í hugmyndir um niðurrif og uppbygg- ingu á svokölluðum Línbergsreit í Örfirisey. Í hugmyndinni fólst að rífa átta hús á reitnum og byggja þess í stað nýbyggingar, samtals 36.800 fer- metra. Línbergsreitur afmarkast af Grunnslóð, Fiskislóð, Djúpslóð og Grandagarði. Reiturinn er á land- fyllingu bak við verbúðirnar yst á Granda. Borgarráð staðfesti umsögn skipulagsfulltrúans. Uppbygging ekki tímabær  Fulltrúar meirihlutans í borgarráði segja Örfirisey mikilvæga en hafna því að auka bygginga- magn á tveimur lóðum þar  Minnihlutinn segir möguleika svæðisins meiri en skipulag segir til um Tölvumyndir/T.ark Arkitektar Fiskislóð 33-37 Hugmyndir arkitekta um uppbyggingu. Um er að ræða þrjár óbyggðar sjávarlóðir. Höfuðstöðvar Forlagsins eru til vinstri á myndinni. Tillaga að útliti Hugmyndin er að byggingarnar verði samnefnari atvinnulífsins, sjávarútvegs og listsköpunar. Landið í Örfirisey er eignarland Faxaflóahafna. Samkvæmt hafnalögum gerir hafnarstjórn tillögu að deiliskipulagi til sveit- arfélagsins sem fer með skipu- lagsvaldið. Í báðum tilvikum, þ.e. varð- andi lóðirnar við Fiskislóð og Línbergsreitinn, hafði stjórn Faxaflóahafna tekið jákvætt í hugmyndir lóðarhafa. Og á báð- um fundunum var Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri formaður stjórnar, en Reykjavíkurborg á 75,5% í fyrirtækinu. Á fundi stjórnar Faxaflóhafna 16. júní 2017 var eftirfarandi bókað: „Línbergsreitur, kynning á drögum ASK arkitekta að skipu- lagshugmyndum á reitnum. Skipulagsfulltrúi kynnti fyrir- liggjandi hugmyndir. Stjórn Faxaflóahafna sf. tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir að því viðbættu að sjávarútvegi t.d. með fisk- og matarmarkaði verði gert hátt undir höfði á lóð- inni.“ Á fundi stjórnar Faxaflóa- hafna 18. ágúst 2017 var eftir- farandi bókað: „Kynning á tillögu að deili- skipulagsbreytingu. Breytingin felur í sér aukið nýtingarhlut- fall, sameiningu lóða og sam- eiginlegan bílakjallara við Fiski- slóð 33-37. Skipulagsfulltrúi [Faxaflóahafna] fór yfir fyrir- liggjandi tillögur og tekur hafnarstjórn jákvætt í erindið og heimilar að formlegt erindi verði lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur.“ Stjórnin tók jákvætt í hugmyndir FAXAFLÓAHAFNIR Örfirisey Mannlíf á Granda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.