Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 30

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur hafnað ósk- um lóðareiganda í Örfirisey um breytingar á deiliskipulagi, sem fólu m.a. í sér aukið byggingamagn. Athygli vekur að oddvitar meiri- hlutans voru ekki samstiga í málinu. Stjórn Faxaflóahafna, undir forsæti Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, tók jákvætt í þessar óskir. Hins veg- ar var þeim hafnað í umhverfis- og skipulagsráði undir forystu Hjálm- ars Sveinssonar og borgarráði undir forystu Sigurður Björns Blöndal. Nú síðast synjaði borgarráð um- sókn varðandi breytingu á deili- skipulagi Vesturhafnar vegna lóð- anna nr. 33, 35 og 37 við Fiskislóð. Þarna er um að ræða óbyggðar sjávarlóðir milli olíustöðvarinnar í Örfirisey og bílaþvottastöðvar Löðurs. Þar með staðfesti borgarráð umsögn skipulagsfulltrúa Reykja- víkur. Fyrr á árinu 2017 hafði borgarráð hafnað uppbyggingar- áformum á svonefndum Línbergs- reit á Granda. Borgarráð ósammála Þegar breytingin á deiliskipulagi Fiskislóðar 33-37 var tekin fyrir í borgarráði sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við af- greiðslu málsins. Þeir segjast hins vegar í bókun telja að möguleikar svæðisins séu miklu meiri en deili- skipulagið frá 2015 beri með sér, enda hafi þar ekki verið horft til framtíðar og þeirra fjölmörgu tæki- færa til byggðarþróunar sem geti legið í nýtingu þessa svæðis. Skipu- lagið ætti að taka upp og endurskoða sem fyrst enda gríðarlega mikilvægt svæði fyrir alla borgina. Borgarráðsfulltrúar Samfylking- arinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram svo- hljóðandi bókun: „Það er alveg rétt að Örfiriseyjarsvæðið er mjög mikil- vægt. Það hefur fengið að þróast án heimilda til stórtækrar uppbygg- ingar og lóðasameininga. Það fyrir- komulag hefur skapað svigrúm fyrir fjölbreytta og blómlega flóru fyrir- tækja. Við þéttingu byggðar þarf að forgangsraða svæðum. Þótt það sé mjög líklegt að Örfirisey muni í framtíðinni þróast í átt að miðsvæði telur meirihluti umhverfis- og skipu- lagsráðs ekki tímabært að hleypa þeirri þróun af stað.“ Það voru T.ark Arkitektar ehf. sem sóttu um breytingu á deiliskipu- lagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Fiski- slóð. Í breytingunni fólst hækkun á nýtingarhlutfalli, sameining lóða ásamt sameiginlegum bílastæðum sem yrðu að stórum hluta í bíla- geymslu neðanjarðar. Í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur kemur fram að tillagan geri ráð fyrir þremur byggingum, samtals 12.009 fermetrar, sem muni tengjast saman með sameiginlegum innigarði og bílakjallara. Hug- myndin sé að byggingarnar verði samnefnari atvinnulífsins, sjávar- útvegsins og listsköpunar. Sótt sé um hækkun á nýtingarhlutfalli, að sameina lóðir og koma fyrir sam- eiginlegum bílastæðum sem yrðu að stórum hluta í bílageymslu neðan- jarðar. Skipulagsfulltrúi segir að tillagan gangi í mörgum atriðum gegn gild- andi deiliskipulagi fyrir svæðið. Byggingamagn sé meira en tvöfald- að og gert sé ráð fyrir tvöföldu gatnakerfi. Þá sé bílastæðafyrir- komulag og fjöldi bílastæða umferð- arskapandi og bent er í þessu sam- hengi á skýrslu Mannvits en rýni fyrirtækisins leiddi í ljós að vegirnir þola 30% meiri umferð áður en þjón- ustustig lækkar, á háannatíma. Sem fyrr segir tók skipulags- fulltrúi síðastliðið haust neikvætt í hugmyndir um niðurrif og uppbygg- ingu á svokölluðum Línbergsreit í Örfirisey. Í hugmyndinni fólst að rífa átta hús á reitnum og byggja þess í stað nýbyggingar, samtals 36.800 fer- metra. Línbergsreitur afmarkast af Grunnslóð, Fiskislóð, Djúpslóð og Grandagarði. Reiturinn er á land- fyllingu bak við verbúðirnar yst á Granda. Borgarráð staðfesti umsögn skipulagsfulltrúans. Uppbygging ekki tímabær  Fulltrúar meirihlutans í borgarráði segja Örfirisey mikilvæga en hafna því að auka bygginga- magn á tveimur lóðum þar  Minnihlutinn segir möguleika svæðisins meiri en skipulag segir til um Tölvumyndir/T.ark Arkitektar Fiskislóð 33-37 Hugmyndir arkitekta um uppbyggingu. Um er að ræða þrjár óbyggðar sjávarlóðir. Höfuðstöðvar Forlagsins eru til vinstri á myndinni. Tillaga að útliti Hugmyndin er að byggingarnar verði samnefnari atvinnulífsins, sjávarútvegs og listsköpunar. Landið í Örfirisey er eignarland Faxaflóahafna. Samkvæmt hafnalögum gerir hafnarstjórn tillögu að deiliskipulagi til sveit- arfélagsins sem fer með skipu- lagsvaldið. Í báðum tilvikum, þ.e. varð- andi lóðirnar við Fiskislóð og Línbergsreitinn, hafði stjórn Faxaflóahafna tekið jákvætt í hugmyndir lóðarhafa. Og á báð- um fundunum var Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri formaður stjórnar, en Reykjavíkurborg á 75,5% í fyrirtækinu. Á fundi stjórnar Faxaflóhafna 16. júní 2017 var eftirfarandi bókað: „Línbergsreitur, kynning á drögum ASK arkitekta að skipu- lagshugmyndum á reitnum. Skipulagsfulltrúi kynnti fyrir- liggjandi hugmyndir. Stjórn Faxaflóahafna sf. tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir að því viðbættu að sjávarútvegi t.d. með fisk- og matarmarkaði verði gert hátt undir höfði á lóð- inni.“ Á fundi stjórnar Faxaflóa- hafna 18. ágúst 2017 var eftir- farandi bókað: „Kynning á tillögu að deili- skipulagsbreytingu. Breytingin felur í sér aukið nýtingarhlut- fall, sameiningu lóða og sam- eiginlegan bílakjallara við Fiski- slóð 33-37. Skipulagsfulltrúi [Faxaflóahafna] fór yfir fyrir- liggjandi tillögur og tekur hafnarstjórn jákvætt í erindið og heimilar að formlegt erindi verði lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur.“ Stjórnin tók jákvætt í hugmyndir FAXAFLÓAHAFNIR Örfirisey Mannlíf á Granda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.