Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 38

Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 SVIÐSLJÓS Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það kom varla það fyrirmenni til landsins að það kæmi ekki eða gisti á Hótel Sögu og allar stórveislur voru haldnar á hótelinu,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Radisson BLU Hótel Sögu í Reykjavík, sem er betur þekkt meðal Íslendinga sem Hótel Saga. Hún segir hótelið hafa haft hlut- verki að gegna og mjög margir eigi einhverjar minningar og sögur tengdar hótelinu. „Það var kominn tími á ýmsar endurbætur á hótelinu og því fórum við út í þetta stóra verkefni að breyta og bæta þá aðstöðu sem fyrir var,“ segir Ingibjörg. Hún segir að með breytingunum vonist hún til þess að nágrannarnir í Vesturbænum, bændur víða um land og aðrir landsmenn haldi áfram að nýta þjónustuna og aðstöðuna sem þar verði boðið upp á. „Hjarta hótelsins verður á fyrstu hæð. Þar verður hægt að koma við og kaupa sér nýbakað súrdeigsbrauð á leiðinni heim eða versla í Delí- versluninni okkar ef eitthvað smálegt vantar. Þegar endurbættur Mímis- bar verður tilbúinn verður hægt að slaka þar á og hitta vini og kunningja eða fá sér að borða á nýja veitinga- staðnum sem kemur í stað Skrúðs og áætlað er að verði opnaður í júlí. Ef fólk vill gera enn betur við sig þá er Grillið með okkar frábæru verð- launakokka á sínum stað á 8. hæð- inni. Grillið er opið meðan á fram- kvæmdum stendur.“ Ingibjörg segir að Súlnasalur hafi fengið upplyftingu en haldi samt sem áður einkennum sínum. Salurinn sé allur bjartari eftir að léttari gardínur hafi verið settar bæði fyrir glugga í salnum og efri glugga. „Súlnasalur var tæknivæddur og eldhúsið endurnýjað. Í Súlnasal verð- ur morgunverður framreiddur fyrir hótelgesti og önnur veisluhöld og skemmtanir fara þar fram,“ segir Ingibjörg. Hótel Saga hefur verið í eigu Bændasamtakanna frá því að hótelið var opnað 1962. Árið 1999 gekk hót- elið til liðs við Radisson BLU sem er alþjóðleg hótelkeðja. „Í gegnum Radisson BLU tengj- umst við meira en 1.440 hótelum um allan heim og fáum stuðning í ýmsum rekstrarmálum sem og sölu- og markaðsmálum. Í samstarfinu upp- fyllum við ákveðna staðla en höldum einkennum okkar.“ Ný og gömul saga á Sögu  Hornsteinn í íslenskum hótelrekstri Hringir Súlnasalur hefur fengið andlitslyftingu en heldur einkennum sínum. Birta kemur inn um efri glugga sem áður voru huldir gardínum og gluggar í sal skarta léttari gardínum. Hringir koma við sögu í hönnun Halldórs á salnum í stíl við hringtorgið fyrir utan sem tengjast átti breiðgötum. Gersemi Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri stendur við listaverk eftir Lothar Grund sem kom í ljós þegar fram- kvæmdir hófust á Hótel Sögu. Ingibjörg hefur staðið í ströngu á meðan endurbætur hafa átt sér stað. Hún hrósar starfsmönnum hótelsins í hástert, sem hafa tekist á við framkvæmdir og breytingar með bros á vör. Listaverk Horft upp stiga á milli átta hæða Hótels Sögu. Hér lék Halldór sér með form og hringi. Í kynningu Radisson BLU á Hótel Sögu er mynd með sama sjónarhorni og þykir er- lendum gestum gaman að sjá stigann með eigin augum þegar þeir gista á Hótel Sögu. Morgunblaðið/Hari Ómetanlegt Lothar Grund aðstoðaði við skreytingar á Hótel Sögu. Hér má sjá upprunalegar teikningar hans af Dallabar og Súlnasal. Teikningar Lothars sem Hótel Sögu áskotnuðust frá syni hans fyrir stuttu prýða ný herbergi. Morgunblaðið/Hari  SJÁ SÍÐU 40 WeycorAR65e þyngd 5150kg vél: Deuzt (vatnskæld) 54KW (73hö) Hanix H27DR þyngd 2825kg vél: Kubota 14,4KW (19hö) Vinnuþjarkar Þýsk og japönsk gæðavara Við græjumþað Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.