Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Reykjavík Að mörgu er að huga á veitingastöðum í miðborginni þessi misserin. Ólöf Ýr Friðriksdóttir, þjónn á Nostra í Kjörgarði, sér til þess að gluggar staðarins séu glansandi fínir. Eggert Eitt fyrsta upp- sláttarrit um ein- staklinga hérlendis bar heitið Hver er maðurinn og kom út árið 1944. Höfundur þess og „skrásetjari“ var Brynleifur Tobías- son, menntaskóla- kennari og bindindis- frömuður. Margir rýndu að vonum í bók þessa og þóttust sjá að höfundurinn hefði ætlað sjálfum sér meira rými í ritinu en flestum öðrum hlotnaðist. Þar mátti m.a. lesa: „Kosinn fulltrúi Stórstúku Ísl. á Hástúkuþing í Stokkhólmi 1930 og í Helsingfors 1940, en fór hvorugt skipti.“ Þessi fróðleikur um lífshlaup skrásetj- arans kom mér í hug undir tíðum fréttum síðustu viku um árlega ráð- stefnu World Economic Forum í Davos í Sviss, þar sem m.a. komu við sögu Modi hinn indverski og Trump forseti Bandaríkjanna. Svo vildi til að haustið 1981 fékk ég boð um að koma á slíka ráðstefnu í Da- vos í janúar 1982 „en fór ekki“! Ástæðan var stíf fundarhöld um málefni Alusisse og krafan um hækkun orkuverðs til Landsvirkj- unar vegna Ísal. Það mál byggði m.a. á afhjúpun iðnaðarráðuneytis- ins í árslok 1980 á bók- haldsbrellum Alu- suisse sem brátt fékk sess í sögunni undir heitinu „hækkun í hafi“. „Hækkun í hafi“ sem milli- verðlagning Hér verða ekki rak- in átökin við Alusuisse út af hækkun í hafi sem voru umdeild hér innanlands, að ekki sé talað um bolabrögð svissneska auð- hringsins. Aðeins skal minnt á að staðfesta og rök íslenzkra stjórn- valda leiddu til þess að raf- orkusamningurinn við Ísal fékkst endurskoðaður og Alusuisse féllst á meira en tvöföldun á raforkuverði til Landsvirkjunar. Skipti sú breyt- ing sköpum fyrir fjárhagsstöðu Landsvirkjunar næstu áratugi. Síð- an hefur milliverðlagning (e. trans- fer pricing) orðið æ fyrirferðar- meira viðfangsefni ríkja og skatt- yfirvalda í glímunni við alþjóðlegt auðvald eins og það birtist í risa- vöxnum fjármálasamsteypum sem leita allra leiða til að auka sinn hlut. Jafnvel í Davos var minnst á bar- áttuna gegn milliverðlagningu sem varpi skugga á alþjóðavæðingu fjár- málalífsins. Samningar íslenskra stjórnvalda undanfarna áratugi við erlend stóriðjufyrirtæki hafa oft verið gagnrýndir, m.a. vegna af- sláttar frá almennum skatta- ákvæðum. Það var tímabært skref af hálfu ríkisskattstjóra sl. haust að setja upp sérstakt teymi um milli- verðlagningu og tryggja aðild að upplýsingagrunninum ORBIS sem geymir upplýsingar um allt að 250 milljónir fyrirtækja. Ekki kæmi á óvart að „hækkun í hafi“ sé enn ómældur liður í gróða erlendra fjár- festa hérlendis. Vegið að fullveldi gegnum EES-samninginn Allt frá því EES-samningurinn var í undirbúningi upp úr 1990 hafa staðið deilur um hvort hann stand- ist ákvæði íslensku stjórnarskrár- innar um fullveldi. Enn er að bæt- ast í þann sarp með tilskipunum framkvæmdastjórnar ESB um sér- stakt Orkusamband ESB (EU Energy Union) sem gilda skuli innan Evrópska efnahagssvæðisins. (Sjá reglugerð ESB nr. 713/2009 um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, tekin upp í EES- samninginn 5. maí 2017). Um þetta standa nú harðar pólitískar deilur í Noregi, m.a. milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hljótt hefur verið um þetta mál hérlendis en búist er við að viðkomandi tilskipanir berist Alþingi áður langt um líður. Um er að ræða texta upp á meira en eitt- þúsund blaðsíður með ákvæðum um flesta þætti orkumála, þar á meðal um hvernig orkustjórn hvers ríkis skuli lúta yfirþjóðlegu valdi Orku- sambands ESB. Norskur raforku- markaður er þegar tengdur við EBS-svæðið með mörgum flutn- ingslínum og er staða hans að því leyti ólík Íslandi enn sem komið er. Sérstök ESB-skrifstofa sem ber nafnið ACER á að samræma að- gerðir og leita staðfestingar Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) á ákvörðunum. Í ACER væru Nor- egur og Ísland aðeins með áheyrn en án atkvæðisréttar. Stofnuð yrði sérstök stjórnsýslustofnun frá ACER hérlendis, óháð innlendu boðvaldi. Hér er um skýr og ótví- ræð inngrip í fullveldisrétt viðkom- andi ríkja að ræða. Í Noregi sýna skoðanakannanir mikla andstöðu al- mennings við aðild að þessu kerfi og stuðning við kröfuna um að ákvarðanir þurfi að lágmarki sam- þykki ¾ hluta þingmanna á Stór- þinginu. Því verður ekki trúað að á Alþingi sé meirihluti fyrir slíkri íhlutun yfirþjóðlegs valds um með- ferð og stjórnun orkuauðlinda landsins. Loftslagsstefna og Parísarsamkomulagið Loftslagsmál virðast hafa fengið lítið rúm í Davos, enda áhyggjur af þeim í andstöðu við bjartsýni margra út af háum markaðsvísum, ekki síst í Bandaríkjunum eftir skattalækkanir Trumps á fyrirtæki. Fátt lýsir betur þeirri blindgötu sem umhverfismálin hafa ratað í að- eins tveimur árum eftir óskuldbind- andi samkomulag í París sem Ís- land staðfesti fyrir sitt leyti haustið 2016. Loftslagsráð sem hérlend stjórnvöld boða að sett verði á lagg- irnar fær ljótar tölur í arf. Losun á mann hérlendis var árið 2015 um 26% hærri en 1990 og stefnir að óbreyttu í himinhæðir. Markmiðið um 40% samdrátt í losun gróður- húsalofts hérlendis árið 2030 frá því sem var 1990 jafngildir kraftaverki, hvað þá að „stefna að kolefnishlut- lausu Íslandi í síðasta lagi 2040“ eins og stendur í nýjasta stjórnar- sáttmála. Til að þetta fái staðist má ekki bíða morgundagsins með að hefjast handa. Eftir Hjörleif Guttormsson » Allt frá því EES-samningurinn var í undirbúningi hafa staðið deilur um hvort hann standist ákvæði stjórnar- skrárinnar. Enn er að bætast í þann sarp. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Milliverðlagning, orkumálin, fullveldisréttur og loftslagsvernd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.