Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 35
34
Nokkur orð um Lenín
Því verður ekki neitað að strategísk skynjun Leníns var allvel veruleika-
tengd. Hann gerði réttilega ráð fyrir breiðum grundvelli andófs gegn keis-
arastjórninni og líklegum sveiflum í róttækniátt; eftir febrúarbyltinguna
var hann fljótastur til að átta sig á möguleikum sem staðan bauð bolsévík-
um. En þótt hann væri skarpskyggn á félagsleg valdahlutföll og leiðir til að
breyta þeim, voru skilningi hans á byltingaröflum og -ferlum innan rúss-
neska keisaradæmisins ströng takmörk sett. Væntingar hans um samruna
þeirra í einni breiðfylkingu voru ekki uppfylltar; í þess stað leiddi fall ein-
veldisins til sundurleitrar allsherjaruppreisnar, og það var flókið – sumpart
mótsagnakennt – samspil ólíkra gerenda, frekar en sameinað bakland, sem
kom bolsévíkum til valda. Kreddur og hamlanir Leníns má að miklu leyti
skýra með þeirri tegund af marxisma sem hann hafði tekið trú á. Eins
og margir aðrir á hugmyndalegu áhrifasvæði annars alþjóðasambandsins
mótaðist túlkun hans á marxískum kenningum mjög af skrifum Engels
og opinberri stefnu þýzkra sósíaldemókrata.23 Í þessum viðmiðunarhópi
var greining Marx á kapítalismanum talin fullgerðari og niðurstöðurnar
eindregnari en þær virðast þegar nánar er á litið. Lenín var sérlega hallur
undir þá hugmynd að marxisminn veitti innsýn í skýrar línur og þar með
framtíðarhorfur kapítalískrar þróunar. Þar til heyrðu vaxandi skautmynd-
un og harðnandi átök milli borgara- og öreigastéttar, en því til viðbótar
lagði Lenín mikla áherzlu á þróunarhneigðir sem minna máli skiptu fyrir
marxista í vestlægari löndum: lögmál kapítalismans áttu ekki aðeins að
virkja öreigastéttina til andstöðu, heldur einnig að tryggja stuðning frá
öðrum stéttum, sér í lagi bændum. Upp úr þessum kenningavædda óska-
lista spratt formúlan að „bandalagi verkamanna og bænda“, sem varð snar
þáttur í retorík kommúnistahreyfingarinnar, en oftast notuð til að skreyta
strategíur og stjórnvöld af öðrum toga en nafngiftin gaf til kynna.
Segja má að Lenín hafi ímyndað sér kapítalismann sem sögulega ein-
földunar- og stigmögnunarvél, og treyst því að hún mundi ryðja veginn
til byltingar.24 Flugrit hans um heimsvaldastefnuna, áhrifamikið um skeið
23 Stórfróðlega greiningu á þessari hugmyndasögu er að finna í Gareth Stedman
Jones, Karl Marx: Greatness and Illusion (London: Allen Lane 2016). Hann skil-
greinir þrjú stig goðsagnavæðingar, sem breytti ófullgerðum verkum Marx í lokað
kenningakerfi, svokallaðan marxisma. Þessi þróun byrjar hjá Engels, gengur lengra
hjá þýskum sósíaldemókrötum og nær hámarki í Rússlandi.
24 Sláandi dæmi um þessa nálgun er að finna í samantektinni Ríki og bylting, sem
hann vann að síðsumars 1917 (þá í felum í Finnlandi), en gaf ekki út fyrr en
JÓhann PÁll ÁRnason