Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 144
143
bergljót soffía Kristjánsdóttir
Vítt um heima
Merking, veruleiki og skáldskapur
Inngangur
Íslendingar eru svo fáir að þeir komast ekki yfir að gera jafnt og þétt margt
það sem aðrar þjóðir gera. Eitt af því er að semja fræðirit á eigin máli. Í
rauninni má furðu gegna hve mikið er um nýleg fræðirit sem fjalla t.d.
um heilt fræðasvið eða afmarkaðan hluta þess. Nefna má Íslenska tungu
1–3 þeirra Guðrúnar Kvaran, Höskuldar Þráinssonar, Kristjáns Árnasonar
o.fl., Tvímæli Ástráðs Eysteinssonar, Myndasöguna úlfhildar Dagsdóttur,
Almenna sálfræði Aldísar Guðmundsdóttur og Jörgens Pind og Náttúruvá á
Íslandi eftir fjölmarga höfunda.1
Erlendis hafa ýmsar hugmyndir í bókmenntafræði verið endurskoð-
aðar allhressilega síðasta aldarfjórðung eða svo. Sú endurskoðun hefur
ekki ratað nema að hluta til inn í íslenska bókmenntaumræðu enda þótt
bókmenntafræðingar séu, ásamt t.d. málfræðingum, læknum og ýmsu fólki
í lífvísindum, manna iðnastir við að skrifa um sína grein á íslensku. Hér
langar mig að víkja að efni sem menn í bókmenntafræði eru auðvitað alltaf
með hugann við, þ.e. merkingu, skáldskap og veruleika, en þá líka að hug-
myndum um skáldaða heima, bæði kenningunni um hugsanlega heima (e.
possible worlds) og textaheima (e. textworlds). Um hugsanlega heima hafa
menn skrifað fyrr á íslensku, til að mynda Þorsteinn Gylfason og Torfi H.
Tulinius.2
1 Sjá Guðrún Kvaran, Höskuldur Þráinsson, Kristján Árnason o.fl., Íslensk tunga 1–3,
Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2005; Ástráður Eysteinsson, Tvímæli: Þýðingar og
bókmenntir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Háskólaútgáfan,
1996; úlfhildur Dagsdóttir, Myndasagan: Hetjur, skrýmsl og skattborgarar, Reykjavík:
Froskur, 2014; Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind, Almenn sálfræði: Hugur, heili
og hátterni, Reykjavík: Menntaskólinn við Hamrahlíð, 2002; Náttúruvá á Íslandi:
Eldgos og jarðskjálftar, aðalritstjóri Júlíus Sólnes, Reykjavík: Viðlagatrygging Íslands
/ Háskólaútgáfan, 2013.
2 Sjá Þorsteinn Gylfason, Að hugsa á íslenzku, Reykjavík: Heimskringla, 1996, bls.
Ritið 3/2017, bls. 143–164