Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 177
176
framt gömul sannindi og ný að merkingarsvið gleymast sjaldan jafn hratt
og staðbundnar pólitískar deilur. Það er í öllu falli svo að hér er horft til
annarra þátta en þeirra en Jón Viðar Jónsson vill meina að séu hið sanna
inntak verksins. Ekki vegna þess að þræðirnir sem Jón Viðar leggur áherslu
á séu fjarverandi, þvert á móti, þeir eru sannarlega til staðar, heldur vegna
þess að óþarfi er að sjá „ofsjónum“ yfir þeim, eins og Jónas bendir á. Nóg
er annað til að fást við.
Húsbóndi apamannsins
Enda þótt Universal Music Incorporated komi víða við (fjölleikahús, sjón-
varp o.s.frv.) eru það þó kvikmyndirnar sem eru mikilvægastar. Ýmislegt
gefur til kynna að í huga Feilans séu galdrar hvíta tjaldsins hápunktur
skemmtanaiðnaðarins og engan draum virðist hann eiga æðri en að koma
einum af sínum samningsbundnu skemmtikröftum inn í kvikmyndaheim-
inn. „Það var aldrei til alsköpuð kvikmyndastjarna ef ekki hún“, segir
Feilan um Lóu eitt sinn þegar vel liggur á honum.34 Þá kallast nafn afþrey-
ingarsamsteypu Peacock á við heiti eins sögufrægasta kvikmyndavers
Bandaríkjanna, Universal Studios (stofnað 1912), og er það varla tilviljun.
Lesendum og áhorfendum er ætlað að tengja á milli bakhjarls Mr. Peacock
og bandaríska kvikmyndaiðnaðarins og „stórframleiðslu þá af myndaleir-
burði“ sem frá honum kemur, eins og Halldór orðaði það við annað tæki-
færi.35
Nafn Peacock sjálfs er ekki síður táknrænt en nafngift fyrirtækjasam-
steypunnar sem hann stýrir, en páfuglinn skírskotar jafnt til sjónarspils og
sýndarmennsku.36 Alþjóðlegar skyldur Mr. Peacock eru annars svo marg-
slungnar að hann býr nánast í flugvél og þegar hann kemur til Íslands í
lok leikverksins er það einmitt vegna þess að flugvél hans millilendir í
hendingskasti – hugsanlega til að taka eldsneyti – og fundum er hlaðið inn
í stutta viðdvölina. Farkostur Mr. Peacock, einkaflugvélin, undirstrikar
á yfirborðinu gætu til dæmis reynst búa yfir fagurlogandi hugsjónaeldi þegar nánar
er að gáð, og það að þegja um pólitík er að sjálfsögðu pólitískur gjörningur. Að
þessu sögðu vaknar einmitt sú spurning hvers vegna það reynist aðeins hlutskipti
Silfurtúnglsins, að mati Jónasar, að verða „torræðninni“ að bráð þegar rök mætti
færa fyrir því að nær öll lengri frásagnarverk Halldórs frá því á öndverðum fjórða
áratugnum fram að sýningu umrædds leiks séu rammpólitísk.
34 Halldór Laxness, Silfurtúnglið, bls. 115.
35 Halldór Laxness, Alþýðubókin, Reykjavík: Helgafell, 1947, bls. 129.
36 Það að nafn Feilans sé nánast hljóðþýðing á enska orðinu „fail“, eða því að mis-
takast, er tæpast tilviljun.
bJöRn ÞÓR vilhJÁlMsson