Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 55
54
til dæmis, og bein átök við yfirvöld. Í „drengsmálinu“ svokallaða, eða
„hvíta stríðinu“, í nóvember 1921, má segja að Íslendingar hafi í fyrsta
sinn daðrað við pólitíska framkvæmd rússnesku byltingarinnar. Uppruni
Nathans Friedmanns, sem Ólafur hafði tekið með sér heim af þriðja þingi
Kominterns, sú ákvörðun Ólafs og fylgismanna hans að neita að hlýða
ákvörðunum yfirvalda um að senda Nathan úr landi vegna augnsjúkdóms,
sem og viðbrögð stjórnvalda við óhlýðni Ólafs, má hafa til vitnis um að hér
hafi verið á ferðinni veikur endurómur rússnesku byltingarinnar.28
Annars er vafasamt að gera of mikið úr tengslum „hvíta stríðsins“ við
byltingartilburði í Evrópu og Rússlandi. Hér var hvorki á ferðinni skipu-
lögð uppreisn, né eiginleg verkfallsátök og margt í atburðarásinnni var
með svipuðum ólíkindabrag og einkenndi viðtalið við fyrsta bolsévikann.29
Þegar fram liðu stundir kom enda í ljós að afstaða Ólafs Friðrikssonar til
byltingarinnar og kommúnismans var tvíbent.30 Það er því nær lagi að
stjórnmálamenning rússnesku byltingarinnar og baráttuaðferðir hafi fyrst
borist hingað með því fólki sem byggði upp íslenska kommúnistahreyf-
ingu í nánum tengslum við Komintern.
Íslenski jarðvegurinn
Þótt gera megi ráð fyrir að viðhorf Alþýðuflokksfólks til byltingarinnar
hafi verið blendin, er ljóst að til að byrja með voru margir þeirra flokks-
manna sem síðar áttu eftir að taka afstöðu gegn kommúnistum reiðubúnir
að ræða kost og löst á aðferðum bolsévika og hvaða þýðingu viðburðirnir í
Rússlandi hefðu í baráttunni fyrir bættum kjörum verkafólks.31 En á fundi
28 Í skrifum um „hvíta stríðið“ er iðulega gengið út frá því að svo hafi verið. Sjá m.a.
Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921–1934, (Reykjavík: Menningar-
sjóður, 1979), bls. 9; Þorleifur Friðriksson, „„Den hvide krig“ 1921 og dannelsen af
Islands kommunistiske parti 1921–1930 på baggrund af nye kilder“, Arbejderhistorie
43/1994, bls. 41–54, hér bls. 45–46. Um viðburðarásina og samhengið sjá Hendrik
Ottósson, Hvíta stríðið, (Reykjavík: Setberg, 1962) og Pétur Pétursson, „Inngang-
ur“, í Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni. Heimildir, (Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands, 1986).
29 Sjá hér sérstaklega frásögn Hendriks Ottóssónar: Hvíta stríðið.
30 Um deilur Ólafs og þeirra sem stofnuðu Kommúnistaflokkinn sjá t.d. Lbs. Gögn
Brynjólfs Bjarnasonar. Óbirt efni III. Vélrituð uppskrift úr fundargerðabók stjórnar
Fræðslufjelags kommúnista frá 8. nóvember 1924 til 18. nóvember 1925. Sjá jfr.
Ragnheiður Kristjánsdóttir, Nýtt fólk, bls. 185–193.
31 T.d. Stefán Jóhann Stefánsson, síðar formaður Alþýðuflokksins sem var einn
þeirra sem kom að því að gefa út bók Stefáns Pjeturssonar, Byltingin í Rússlandi.
Um afstöðu Stefáns Jóhanns eins og hann lýsti henni nokkrum áratugum síðar sjá
RagnheiðuR KRistJÁnsdÓttiR