Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 158
157
grunni þeirra atburða textans sem eru í forgrunni.40 Þriðja hugtakasviðið
sem Werth gerir ráð fyrir eru undir-heimar (e. sub-worlds). Í frásögnum rísa
þeir af ýmsum ástæðum, t.d. í krafti endurlits eða framlits, og drauma eða
óska persónanna.
Textaheimar og skemu
Elena Semino tók að fást við textaheima ögn síðar en Paul Werth og tengdi
þá strax svokölluðum skemakenningum.41 Þær má rekja til hugrænnar sál-
fræði (e. cognitive psychology) − nánar tiltekið til sálfræðingsins Fredericks
Bartlett − en tölvunarfræði hefur líka auðgað hana og seinni tíma sálfræði
og bókmenntafræði.42
Bartlett skilgreindi skemu sem þekkingarformgerðir sem væru geymd-
ar í langtímaminninu. Þær voru þó ekki fastmótaðar hugsanaformgerðir
að hans viti heldur vitnuðu um víxlverkun minnis, efnisheims og menn-
ingar.43 Hann taldi að minni mannsins mótaðist af fyrri viðbrögðum hans
og reynslu og þeim væri skipað niður í skemu þar sem upplýsingar væru
tengdar saman merkingarlega. Það létti manninum upprifjun; hann þyrfti
ekki að hala hvert smáatriði upp úr minninu heldur virkjaði tiltekið skema
í heilu lagi. Eða með öðrum orðum – þekking manna er ekki geymd í
minninu sem listi sundurlausra staðreynda heldur sem mynstur sam-
tengdra atriða sem miðast við þá menningu, samfélag og umhverfi sem
þeir hrærast í. Þannig er skemað fyrir heimsókn til læknis annað á Íslandi
en í sumum löndum öðrum þar sem sjúklingar borga ekki fyrir hverja
læknisheimsókn („heimsókn til læknis“-skema: sjúklingur hringir, pantar
tíma, fær hann uppgefinn; mætir á læknastofu samkvæmt því, gefur sig
fram o.s.frv.). Menningar- og félagssamhengi kann þá stundum að valda
misskilningi, samanber íslenska námsmenn sem koma frá Danmörku eða
Austurríki og gleyma að borga lækninum.
Ýmis orð hafa verið notuð um skemu en hér skulu fyrst nefndar upp-
skriftir (e. scripts). Það er dæmigerð atburðarás, nokkur konar skipulags-
grind sagna. Þekktasta dæmi uppskrifta er veitingahúsauppskriftin. Fari
menn á veitingahús gera þeir ráð fyrir að þeim verði skipað til sætis, þjónn
40 Peter Stockwell, Cognitive Poetics: An Introduction, London og New York: Rout-
ledge, bls. 173.
41 Sbr. Elena Semino, „Schema theory and the analysis of text worlds in poetry“.
42 Frederic Bartlett, Remembering, A Study in Experimental and Social Psychology, Cam-
bridge og New York: Cambridge University Press, 1995 [1932].
43 Sama rit, bls. 200 – 214, t.d.
VÍTT UM HEIMA