Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 137
136
„Um blámóðu minninganna finnst mér stundum eins og hann hafi verið
sá áhrifaríkasti. Að minnsta kosti kom fyrsta hvatningin frá honum. Fyrir
óharðnaðan ungling, sem skynjaði óljóst ætlunarverk sitt, var það eins og
hvert annað guðslán að fá að kynnast þessum fjölmenntaða manni, nema
undir verndarvæng hans svo sem eins og í leiftursýn hvað skipti máli í
listum, hvers var að vænta og á hvað þyrfti að leggja áherslu. Tímarnir hjá
honum voru í mínum augum ævintýri.“2
Árið 1908 hafði Björn farið til Berlínar þar sem Baldvin Björnsson
gullsmiður, bróðir hans var búsettur. Haustið 1898 hafði Baldvin siglt til
Kaupmannahafnar til framhaldsnáms í gullsmíðalist. Áhugi hans á mynd-
list leiddi hann til vinfengis við myndlistarmenn sem þá voru við nám í
Kaupmannahöfn, þá Einar Jónsson og Ásgrím Jónsson. Hann hélt með
þeim til Berlínar vorið 1902. Baldvin settist að í Berlín það ár, tók að
starfa við gullsmíði og kvæntist þýskri konu, Mörthu Clöru árið 1906. Á
Berlínarárunum málaði Baldvin talsvert og hneigðist um tíma – merkilegt
nokk – að súprematískum stíl með kúbískum formum. Baldvin er því fyrsti
Íslendingurinn sem málar í óhlutbundnum súprematískum stíl og það
strax 1913, þremur árum eftir að Kandinskí málar það sem er talið fyrsta
abstrakt málverkið. Á þetta er ekki minnst í Íslenskri listasögu líklega vegna
þess að þessar myndir voru aldrei sýndar opinberlega.3
Það er ekki fyrr en í febrúar 1975 að synir Baldvins standa fyrir sýn-
ingu á verkum föður síns í Norræna húsinu í Reykjavík 30 árum eftir
fráfall hans. Baldvin var aðeins 66 ára gamall þegar hann lést. Hann hafði
í lifanda lífi varla nokkurn tíma gefið sig út fyrir að vera annað en gull-
smiður. Hann hélt ekki málverkasýningar – og var varla nafngreindur fyrir
verk sín í hagnýtri grafík. Viðbrögðin við sýningunni 1975 voru því afar
sterk og það ekki að ástæðulausu. Eða eins og einn þeirra sem um sýn-
inguna fjölluðu tók til orða: „Óneitanlega vaknar sú spurning við skoð-
un á tveimur elstu Kompositionum á þessari sýningu, hvort Baldvin hafi
verið einn af frumherjum óhlutkenndrar listar í Evrópu, og það jafnvel
löngu áður en hinir frægu menn, er síðar urðu, komu í spilið.“ Þetta skrif-
ar Valtýr Pétursson þáverandi myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins og
hann bendir á að Baldvin sé augljóslega að gera meira en að elta frumherj-
ana: „Eitt er víst, að hann hefur komist í snertingu við og fylgst sérlega vel
með því, er framúrstefnumenn höfðu til málanna að leggja á þessum tíma,
2 Hörður Ágústsson „Björn Björnsson teiknari. Minning á aldarafmæli“. Þjóðviljinn,
16. nóvember 1986, bls. 15.
3 Gunnar Kvaran ritstj. Íslensk listasaga I-V. Reykjavík: Forlagið, 2011.
guðMunduR odduR Magnússon