Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 56
55
sem haldinn var í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík í júní 1921
kom til tals að stefna Alþýðublaðsins væri orðin kommúnísk, eða bolsév-
ísk. Pétur G. Guðmundsson kvaðst telja að það væri í berhögg við stefnu
flokksins, enda sveltu bolsévikar og kúguðu þá þegna sína sem ekki hefðu
þegar verið fangelsaðir. Annar fulltrúi í ráðinu, Sigurjón Ólafsson, sagð-
ist á hinn bóginn ekki hafa „svo mikið á móti“ kommúnisma, því það væri
líklega réttasta stefnan. Þó væri betra að blaðið færi hægar í sakirnar því að
fólk væri ekki „undir það búið: að gjöra bilting eða taka á móti afleiðingum
hennar“.32
Sú skoðun að Ísland hafi ekki verið búið undir byltingu þarna í upphafi
þriðja áratugarins virðist býsna nærri lagi. Í það minnsta voru aðstæður á
Íslandi um margt ólíkar aðstæðum í nágrannalöndunum. Evrópsku komm-
únistaflokkarnir sem stofnaðir voru upp úr 1920 áttu sér rætur í róttækum
andstöðuhópum sem höfðu annað hvort starfað innan verkamannaflokk-
anna eða utan við og í andstöðu við þá. Yfirleitt voru þetta ekki samstilltir
hópar en það sem helst sameinaði þá var áhersla á róttækari baráttuað-
ferðir og andstaða gegn stuðningi sósíalista innan 2. alþjóðasambandsins
við þátttöku heimalanda sinna í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvort tveggja fékk
aukinn hljómgrunn á meðal verkamanna í Evrópu eftir því sem líða tók á
stríðið og um leið jókst tortryggni í garð stjórnvalda. Á þeirri tortryggni,
meðal annars, byggðu kommúnistaflokkarnir í Evrópu.33 Á Íslandi horfði
málið öðru vísi við. Alþýðuflokkurinn var rétt rúmlega ársgamall þegar
bók hans Minningar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1b, (Reykjavík: Setberg, 1966),
bls. 110–111. Þá mun þáverandi formaður, Jón Baldvinsson, hafa lagt fé til útgáf-
unnar. Sjá Pétur Pétursson, „Inngangur“, bls. XLIX. Eins er sagt að Jón hafi
styrkt Hendrik Ottósson til þess að sækja 3. heimsþing Kominterns árið 1920,
sjá: Þór Whitehead, Sovét-Ísland óskalandið. Aðdragandi byltingar sem aldrei varð
1921–1946, (Reykjavík: Bókafélagið Ugla, 2010), bls. 12–13. Hér má líka nefna að
þegar Kommúnistaávarpið kom út í íslenskri þýðingu þeirra Einars Olgeirssonar
og Stefáns Pjeturssonar hampaði Héðinn Valdimarsson ritinu með þeim orðum
meðal annars að þar hefði verkalýðnum verið fengið beittasta vopnið í stjórn-
málabaráttunni, þ.e.a.s. vísindalegan sósíalisma. Sjá Héðinn Valdimarsson, „Sígilt
rit“, Alþýðublaðið 19. nóvember 1924. Sjá jfr. um útgáfu- og viðtökusögu Komm-
únistaávarpsins: Páll Björnsson, „Inngangur“, Kommúnistaávarpið eftir Karl Marx
og Friedrich Engels, (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2008), bls. 1–55.
32 Sjá Borgarskjalasafn Reykjavíkur, BsR. Einkaskjalasafn nr. 55. Alþýðuhús Reykja-
víkur. Alþýðusamband Íslands II. Fundabók Fulltrúaráðs Verkalýðsfélaganna í
Reykjavík og Sambandsstjórnar Alþýðusamb. Íslands.
33 Um þessa þróun má lesa víða, en ég bendi á góða umfjöllun Geoff Eley í bók hans,
Forging Democracy. The History of the Left in Europe, 1850–2000, (Oxford: Oxford
University Press, 2002), bls. 123–164.
RúSSNESK BYLTING Á ÍSLANDI?