Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 46
45
ú T D R Á T T U R
Byltingin meðal byltinganna
Hugleiðingar um rússneska hrunið og afleiðingar þess
Greinin byrjar með stuttri umfjöllun um mismunandi merkingar byltingarhugtaks-
ins. Megináherzla er lögð á tvær þeirra; annars vegar vísar hugtakið til tímamóta-
atburða, hraðra breytinga sem skipta sköpum, hins vegar til lengri tíma ferla sem
nánar móta sögulegt inntak og afleiðingar. Þannig má miða umræðu um rússnesku
byltinguna við atburði áranna 1917–1921 eða við þróun sovézka stórríkisins allt til
hruns og myndbreytinga í lok tuttugustu aldar. Hér verður tekið tillit til beggja sjón-
armiða, en aðallega rætt um hið fyrra. Hið óvenju hraða og róttæka byltingarferli
ársins 1917 ber að túlka í ljósi aðstæðna, innlendra og alþjóðlegra. Ríkismynd-
unarferli af sérstöku tagi hafði sett mark sitt á rússneska sögu og leitt til mikillar
spennu milli valdhafa og þjóðfélags; byltingin 1905 beið ósigur og skildi eftir sig
djúpstæð og óleyst vandamál; stórveldastríðið, sem brauzt út 1914, varð til þess að
bylting komst aftur á dagskrá, en fór aðrar leiðir en ætla má að orðið hefði á frið-
artímum. Keisarastjórninni var steypt í febrúar 1917, og í kjölfar þess fylgdi flókið
samspil þjóðfélags- og þjóðernisbyltinga; hreyfingin og stefnan, sem báru sigur úr
býtum, áttu það valkvæðum tengslum við þessar byltingar að þakka, en strax eftir
valdatöku bolsévíka var hafizt handa um gagnsókn að ofan. Greininni lýkur með
nokkrum orðum um takmarkanir hugmyndafræðinnar, sem réð þeirri för og mót-
aðist um leið af henni.
Lykilorð: Bylting, Rússland, Sovétríkin, Lenín, bolsévismi, stórríki
A B S T R A C T
The revolution among revolutions:
Reflections on the Russian collapse and its consequences
This paper begins with a brief discussion of the multiple meanings associated with
the concept of revolution. The main emphasis is on two of them; one refers to
abrupt epoch-making changes, rapid successions of events that change the course
of history, the other to subsequent and more long-term processes that determine
the historical place and legacy of the events in question. We can thus debate the
Russian revolution with reference to a double context: the events of 1917-1921 and
the development of the Soviet empire, culminating in collapse and metamorphosis
at the end of the twentieth century. But here we will primarily deal with the former
aspect. The exceptionally rapid and radical revolutionary process of 1917 should
be analyzed in light of historical contexts, internal as well as external. A particu-
BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA