Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 182
181
verðri nítjándu öld og á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar.50 Er í því
sambandi rætt um tilkomu eða uppgang ímyndarinnar á kostnað hins rit-
aða orðs, en umskiptin eru jafnframt talin fela í sér róttækar breytingar á
skynjun og heimsmynd almennra borgara.51 Í grófum dráttum er átt við
áhrif tækniþróunar á borð við tilkomu ljósmyndarinnar um miðja nítjándu
öld, kvikmyndarinnar á henni ofanverðri, og sjónvarpsins um miðja þá
tuttugustu, á samfélagsgerð iðnvæddra ríkja.52
Hraði samskipta og fréttaflutnings eykst eftir því sem ímyndin breiðir
úr sér og verður rúmfrekari í fjölmiðlum og þekkingar– og upplýsinga-
miðlun. Almenn boðskipti verða fyrir vikið yfirborðskenndari að mati
sumra og afþreyingin sem er framleidd undir þessum kringumstæðum á
lítið sammerkt með listahugtakinu eins og það hefur verið skilið á liðnum
öldum. Þess í stað höfðar menning nútímans til hinna „grófustu og and-
styggilegustu hvat[a]“ mannsins, eins og Halldór orðaði það, frekar en
vitsmuna og yfirvegunar.53 Í orðum Halldórs má greina enduróm þeirra
fjölda greina og aðsendu bréfa sem birtust í íslenskum dagblöðum og
tímaritum frá og með öðrum áratug liðinnar aldar þar sem þess var krafist
að laganna verðir létu til sín taka í baráttunni gegn því sem í Vísi árið 1912
er kennt við „hneykslismyndir“.54 Fjöldamenningu var lengi vel goldinn
varhugur af íslenskum menntamönnum og lýsti Þorkell Jóhannsson til að
50 Margt hefur vitanlega verið skrifað um þetta efni en sérstök ástæða er til að benda
á eftirfarandi bækur sem eiga það sameiginlegt að nálgast umbrotatímabil síðari
iðnvæðingarinnar með skapandi og óvenjulegum hætti: Hans Blumenberg, The
Legitimacy of the Modern Age, þýð. Robert M. Wallace, London og Cambridge: The
MIT Press, 1983; Stephen Kern, The Culture of Time and Space 1880-1918, Cam-
bridge og London: Harvard University Press, 2003; Friedrich Kittler, Gramophone,
Film, Typewriter, þýð. Winthrop-Young og M. Wutz, Stanford: Stanford University
Press, 1999; og Henri Lefebvre, Introduction to Modernity, London: Verso, 2012.
51 Mitchell Stephens, The Rise of the Image, Oxford og New York: Oxford University
Press, 1998.
52 Walter Benjamin benti strax á fjórða áratug liðinnar aldar á mikilvæga samsvörun
milli hinna nýju tæknilegu boðskiptamiðla, og hafði þá reyndar kvikmyndina sér-
staklega í huga, og hraða og áreiti hins nýja borgarumhverfis. Walter Benjamin,
„Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“, þýð. Árni Óskarsson og Örnólfur
Thorsson, Fagurfræði og miðlun, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Háskóla-
útgáfan og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 549–587.
53 Halldór Laxness, Alþýðubókin, bls. 132.
54 „G. Sv.“, „Raddir almennings. Bíó. Hvar er lögreglan?“, Vísir, 27. október, 1912.
Um þetta efni ritaði Skarphéðinn Guðmundsson greinina „‚Hvar er lögreglan?‘:
Spilling æskunnar og upphaf kvikmyndaeftirlits“, Heimur kvikmyndanna, ritstj.
Guðni Elísson, Reykjavík: art.is og Forlagið, 1999, bls. 832–837.
„TUNGLIð, TUNGLIð TAKTU MIG“