Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 62
61
Þær heimildir sem við höfum um samskiptin við Komintern og upp-
byggingarstarfið á Íslandi taka af allan vafa um að fulltrúar beggja sjón-
armiða lögðu kapp á að greina íslenskt samfélag frá marx-lenínísku sjón-
armiði og samþykktum Komintern.48 En gott dæmi um hvernig þeir
síðarnefndu leituðu leiða til að láta kommúnismann hljóma sannfærandi
í eyrum íslenskrar alþýðu er að finna í bréfi sem Einar Olgeirsson skrifaði
Stefáni Pjeturssyni í júní 1924. Einar var þá sestur að á Akureyri, nýkom-
inn frá Berlín, en Stefán ennþá ytra. Þeir félagarnir skrifuðust mikið á um
pólitík á þessum árum og Einar byrjar á að þakka Stefáni fyrir „brjefið
langa og góða“, sem og Die Rote Fahne, sem hann hafi verið „himinlifandi
yfir að fá“. Hann segir að sér hafi fundist „heimurinn verða dýrðlegri fyrir
að til skyldi vera annað eins blað til að örva mann og hvetja hjer í deyfð
og fámenni og setja mann í samband við stórstrauma sögunnar.“ Svo hefst
umræðan um innflutning þessara stórstrauma. Einar segir mikilvægt að
sýna verkamönnum fram á gagnsleysi sósíaldemókrata erlendis og hvernig
kommúnisminn hafi nýst mun betur, en jafnframt þurfi að hafa næg dæmi
frá Íslandi. Einar segist hafa gagnrýnt félaga sína í Reykjavík, þá Ársæl
Sigurðsson og Brynjólf Bjarnason fyrir skort á slíkum dæmum í skrifum
sínum í Rauða fánanum:
Jeg ritaði þeim harðorða kritik á blaðinu, fann því til foráttu að það
tæki ekki nóg dæmi úr ísl. kapítalismanum, sem benti á útlenda ori-
entierung, en slíkt mættum við ekki láta sjást; varaði þá við að falla í
glamur „Jugend-Internationale“ og Co. (Þú þekkir þessi kom. frasa-
rit, með ógurlegum upphrópunum etc., sem aldrei vinna neinn.)
Í seinni hluta bréfsins ræðir Einar svo hvernig hægt væri að útfæra komm-
úníska stefnuskrá á Íslandi, bæði „teoretískt“, en líka „praktiskt“. Hann
veltir því til dæmis fyrir sér hvort rétt væri að „sosialisera“ mótorbáta í
litlum plássum og hvort ekki væri ráðlegt að fresta umræðu um stjórnarfar
fram yfir byltingu enda þyrfti að taka mið af þeim aðstæðum sem þá væru
fyrir hendi, bæði á Íslandi og í nágrannalöndunum.49
48 Þær heimildir sem ég er að vísa til eru í fyrsta lagi skjöl um íslenska komm-
únistahreyfingu sem varðveitt eru í skjalasafni Komintern í Moskvu, í öðru lagi
óprentaðar heimildir – bréf, skjöl og fundargerðabækur – úr starfi hreyfingarinnar,
en í þriðja lagi þeir textar sem komu út á vegum hreyfingarinnar á Íslandi. Ég bendi
hér sérstaklega á langar ritgerðir eftir Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason o.fl.
sem birtust í Rétti á árunum fram að stofnun Kommúnistaflokksins árið 1930.
49 Eins og annars staðar í skrifum Einars gerir hann ráð fyrir að ensk bylting hljóti
að vera undanfari íslenskrar.
RúSSNESK BYLTING Á ÍSLANDI?