Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 79
78
Brynjólfur hafnar skrifum af þessu tagi. Hann lýsir því til dæmis að „heims-
styrjöldin mikla“ 1914–1918 hafi verið „barátta um markað og hráefni.
Hún var ekki annað en áframhald auðvaldssamkepninnar með vopnum“.
Hið „raunverulega breytandi, byltandi afl, er skapar hið nýja“ sé hins vegar
stéttabaráttan.27 Brynjólfur tekur svo fyrir sína eigin fræðigrein, heim-
spekina, og telur hana undir sömu sök selda. Hann bendir á að heimspek-
ingar séu „jafnt sem aðrir menn háðir hugsunarhætti sinnar stjettar og síns
tíma og uppeldi því, sem þeir hafa fengið. Í öðru lagi fá þeir einir áheyrn,
sem eru í samræmi við eitthvert þjóðfélagslegt afl og fást við þau viðfangs-
efni, sem eru áhugamál tilsvarandi stjetta“. Hann tekur m.a. sem dæmi að
„Spinoza var á undan sínum tíma, þessvegna var hann ekki viðurkenndur
fyr en löngu eftir sína daga“.28
Til að vera samkvæmur sjálfum sér tengir Brynjólfur hina efnislegu
söguskoðun við verkalýðsstéttina, hún er hluti af því sem hann kallar „hin
sjálfstæðu þjóðfjelagsvísindi verkalýðsins“.29 Að lokum lýsir Brynjólfur
þeirri skoðun sinni að verkalýðurinn sé „frumherji nýrrar menningar, æðra
þróunarstigs“ en viðurkennir þó að hér sé hann „á takmörkunum á milli
sögulegra vísinda og siðfræði“ og lætur því staðar numið.30
Fleiri ungir marxistar voru á svipuðum slóðum og Brynjólfur í skrifum
sínum. Stefán Pétursson var um þessar mundir í sagnfræðinámi í Berlín og
hafði sent frá sér rit um rússnesku byltinguna nokkrum árum áður.31 Hinn
14. júlí 1926, ríflega þremur mánuðum eftir fyrirlestur Brynjólfs í Nýja
bíói, er sagt frá því í Alþýðublaðinu að Stefán hafi „samið doktorsritgerð,
er hann ver bráðlega, um muninn á söguspeki Hegels og hinni efnalegu
söguskoðun Karls Marx“.32 Í Landsbókasafni er til „uppkast, langt unnið“
að doktorsritgerð eftir Stefán sem hann virðist þó aldrei hafa lagt fram til
varnar.33 Hún fjallar þó ekki um Marx heldur um Lorenz Stein, samtíð-
armann hans, sem ritaði um upphaf sósíalískra og kommúnískra hreyfinga
í Frakklandi, en gerðist síðan hægrisinnaður stjórnspekingur og hafði heil-
mikil áhrif, t.d. á stjórnskipun Japans. Stein var undir áhrifum frá Hegel
27 Brynjólfur Bjarnason, „Hin efnalega söguskoðun“, bls. 12.
28 Sama rit, bls. 14.
29 Sama rit, bls. 16.
30 Sama rit, bls. 19.
31 Stefán Pjetursson, Byltingin í Rússlandi (Reykjavík: Nokkrir menn í Reykjavík,
1921).
32 Alþýðublaðið 14. júlí 1926, bls. 4.
33 Lbs 37 NF. Stefán Pjetursson: Einkaskjalasafn. Askja 28.
SVERRIR JAKOBSSON