Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 54
53
Fyrsti textinn sem birtist á íslensku í nafni alþjóðlegrar kommúnista-
hreyfingar var Ávarp til ungra alþýðumanna, gefinn út af Félagi ungra
kommúnista árið 1923.22 Ári síðar hófu íslenskir kommúnistar útgáfu blaðs
sem þeir nefndu eftir þýskri fyrirmynd Rauða fánann og sama ár birtist
Kommúnistaávarpið á prenti í íslenskri þýðingu þeirra Einars Olgeirssonar
og Stefáns Pjeturssonar.23 Árið 1926 tók Einar Olgeirsson við tímaritinu
Rétti og þá fór rödd kommúnista að heyrast fyrir alvöru á Íslandi.24 Eftir
stofnun Kommúnistaflokksins jókst útgáfustarfsemin enn, með sértækari
útgáfu, bæði bæklingum af ýmsu tagi og tímaritum, t.d. Nýju konunni og
Sovétvininum sem hleypt var af stokkunum árin 1932 og 1933.25
Þótt í sumum tilfellum hafi þessi rit verið veikburða,26 bera þau vott
um að íslenskir kommúnistar voru komnir í hringiðu alþjóðlegrar komm-
únistahreyfingar. Í umræðum um stjórnmálaástandið var allur heimurinn
undir – Asía og Afríka, jafnt sem Evrópa og Ameríka.27 Og þegar kom að
því að finna efni í útgáfuna, nýttu þeir sér alþjóðlega tengslanetið, fengu
sendar klisjur með teikningum og ljósmyndum og texta sem voru ýmist
þýddir eða endursagðir á íslensku.
Innflutningur rússnesku byltingarinnar snerist þó ekki bara um texta
og myndir. Með í kaupunum voru baráttuaðferðir og stjórnmálamenn-
ing sem fram að því var lítt þekkt á Íslandi. Markvissari verkfallsað gerðir,
indi og Kommúnistaflokkur Íslands“. BA-ritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands
2012, skemman.is, skoðað 21. ágúst 2017 af http://hdl.handle.net/1946/13314.
Aðgangi að ritgerð Rakelar var lokað til 1. janúar 2018, í kjölfar úrskurðar
Persónuverndar um aðgang að félagatali Kommúnistaflokks Íslands, sbr „Ályktun
Sagnfræðingafélags Íslands vegna úrskurðar Persónuverndar um aðgengi fræði-
manna að félagatali Kommúnistaflokks Íslands“, 7. febrúar 2013, Sagnfræðinga-
félag Íslands, sagnfraedingafelag.net, skoðað 21. ágúst 2017 af http://www.sagnfraed-
ingafelag.net/2013/02/07/19.20.18/.
22 Félagið var stofnað 1922.
23 Þýðingin kom út á vegum Jafnaðarmannafélagsins á Akureyri árið 1924.
24 útbreiðsla Réttar virðist hafa verið töluverð. Í endurminningum sínum segir
Einar að tímaritið hafi selst í um 1.650 eintökum á árunum eftir að hann tók við
ritstjórninni. Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar, Jón Guðnason skráði,
(Reykjavík: Mál og menning, 1983), bls. 111.
25 Sovétvinurinn var gefinn út af Sovétvinafélagi Íslands, en vitaskuld nátengdur
stjórnmálastarfi Kommúnistaflokksins.
26 Þetta á t.a.m. við um Rauða fánann. útgáfan var stopul og áskrifendurnir fáir, sjá:
Lbs. Gögn Einars Olgeirssonar. Bréf Brynjólfs Bjarnasonar, Reykjavík 20. septem-
ber 1925. Sama má segja um Nýju konuna. Fyrstu eintökin voru fjölrituð (en ekki
prentuð) og innihaldið rýrt.
27 Þess sjást strax merki í fyrsta textanum frá 1923: Ávarp til ungra alþýðumanna,
(Reykjavík: Félag ungra kommúnista, 1923).
RúSSNESK BYLTING Á ÍSLANDI?