Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 54

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 54
53 Fyrsti textinn sem birtist á íslensku í nafni alþjóðlegrar kommúnista- hreyfingar var Ávarp til ungra alþýðumanna, gefinn út af Félagi ungra kommúnista árið 1923.22 Ári síðar hófu íslenskir kommúnistar útgáfu blaðs sem þeir nefndu eftir þýskri fyrirmynd Rauða fánann og sama ár birtist Kommúnistaávarpið á prenti í íslenskri þýðingu þeirra Einars Olgeirssonar og Stefáns Pjeturssonar.23 Árið 1926 tók Einar Olgeirsson við tímaritinu Rétti og þá fór rödd kommúnista að heyrast fyrir alvöru á Íslandi.24 Eftir stofnun Kommúnistaflokksins jókst útgáfustarfsemin enn, með sértækari útgáfu, bæði bæklingum af ýmsu tagi og tímaritum, t.d. Nýju konunni og Sovétvininum sem hleypt var af stokkunum árin 1932 og 1933.25 Þótt í sumum tilfellum hafi þessi rit verið veikburða,26 bera þau vott um að íslenskir kommúnistar voru komnir í hringiðu alþjóðlegrar komm- únistahreyfingar. Í umræðum um stjórnmálaástandið var allur heimurinn undir – Asía og Afríka, jafnt sem Evrópa og Ameríka.27 Og þegar kom að því að finna efni í útgáfuna, nýttu þeir sér alþjóðlega tengslanetið, fengu sendar klisjur með teikningum og ljósmyndum og texta sem voru ýmist þýddir eða endursagðir á íslensku. Innflutningur rússnesku byltingarinnar snerist þó ekki bara um texta og myndir. Með í kaupunum voru baráttuaðferðir og stjórnmálamenn- ing sem fram að því var lítt þekkt á Íslandi. Markvissari verkfallsað gerðir, indi og Kommúnistaflokkur Íslands“. BA-ritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2012, skemman.is, skoðað 21. ágúst 2017 af http://hdl.handle.net/1946/13314. Aðgangi að ritgerð Rakelar var lokað til 1. janúar 2018, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um aðgang að félagatali Kommúnistaflokks Íslands, sbr „Ályktun Sagnfræðingafélags Íslands vegna úrskurðar Persónuverndar um aðgengi fræði- manna að félagatali Kommúnistaflokks Íslands“, 7. febrúar 2013, Sagnfræðinga- félag Íslands, sagnfraedingafelag.net, skoðað 21. ágúst 2017 af http://www.sagnfraed- ingafelag.net/2013/02/07/19.20.18/. 22 Félagið var stofnað 1922. 23 Þýðingin kom út á vegum Jafnaðarmannafélagsins á Akureyri árið 1924. 24 útbreiðsla Réttar virðist hafa verið töluverð. Í endurminningum sínum segir Einar að tímaritið hafi selst í um 1.650 eintökum á árunum eftir að hann tók við ritstjórninni. Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar, Jón Guðnason skráði, (Reykjavík: Mál og menning, 1983), bls. 111. 25 Sovétvinurinn var gefinn út af Sovétvinafélagi Íslands, en vitaskuld nátengdur stjórnmálastarfi Kommúnistaflokksins. 26 Þetta á t.a.m. við um Rauða fánann. útgáfan var stopul og áskrifendurnir fáir, sjá: Lbs. Gögn Einars Olgeirssonar. Bréf Brynjólfs Bjarnasonar, Reykjavík 20. septem- ber 1925. Sama má segja um Nýju konuna. Fyrstu eintökin voru fjölrituð (en ekki prentuð) og innihaldið rýrt. 27 Þess sjást strax merki í fyrsta textanum frá 1923: Ávarp til ungra alþýðumanna, (Reykjavík: Félag ungra kommúnista, 1923). RúSSNESK BYLTING Á ÍSLANDI?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.