Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 213
212
um kappsams verkfræðings, Margúliesar, tekur að sér að slá heimsmet í
steypuvinnu. Og það er gert, hvað sem líður fjandsamlegri náttúru, vond-
um skófatnaði verkamanna, sviksemi sumra þeirra, fáfræði annarra, vantrú
og úrtölum skriffinna eins og aðstoðarforstjóra iðjuversins sem tefur fyrir
hetjum starfsins eins og hann best getur. Persónulýsingar eru fátæklegar,
ástin kemur að vísu við sögu en hún hlýtur jafnan að víkja fyrir starfs-
afrekinu mikla. Deilt er um það hve mikið dirfska og eldmóður geta
kreist út úr vöðvum verkafólks og svo tækninni til að hægt sé að troða
sem mestum framförum inn í hverja mínútu, hverja klukkustund sem
líður. Aðalpersónur sögunnar eru miklu heldur Tíminn, Starfið, Afrekið,
Tæknin en manneskjur sem líkjast oftast hver annarri í allt að því ofur-
mannlegu kappi sínu og meinlætahugarfari sem hreinsar þær af hverri
freistingu til að sinna persónulegum þörfum sínum svo um muni.
Slíkar tilraunir hlýðinna rithöfunda til að búa til með sannfærandi hætti
í skáldsögum einskonar Tímavél sem styttir biðina eftir staðleysu komm-
únismans hlutu að sjálfsögðu lof og verðlaun valdhafa. Ýmsir aðrir rithöf-
undar, sem töldu sig þrátt fyrir allt eiga nokkra samleið með sovésku bylt-
ingunni amk. fyrst í stað, leituðu sér í vaxandi mæli skjóls í skáldskap um
fyrri tíma, í bókmenntum fyrir börn, og svo í því svigrúmi sem þeir reyndu
í lengstu lög að nýta til að fara með maklega ádrepu, segja óþægilegan
sannleika. Fáir tóku sér stöðu jafn snemma og jafn afdráttarlaust á móti
hinni pólitísku nytjahyggju í bókmenntum og einmitt Zamjatin, sem þegar
árið 1921, ári eftir en hann skrifaði dystópíuna Við komst svo að orði svo
frægt hefur orðið: „Sannar bókmenntir geta aðeins vitfirringar, einsetu-
menn, draumóramenn, uppreisnarmenn, efasemdarmenn skapað, en ekki
duglegir og dyggir embættismenn.... Ég er hræddur um að við eignumst
ekki sannar bókmenntir fyrr en við höfum læknast af þeirri nýkaþólsku
sem hræðist hvert villutrúarorð.“ Skyldubjartsýni í ríkinu þrengdi jafnt og
þétt að einmitt efasemdum og uppreisn – og þeir sem reyndu að halda
þeim systrum til streitu í skáldskap gátu búist við því að lenda í ritbanni,
annaðhvort algjöru eða þá að nokkur helstu verk þeirra gætu ekki komið
á prent.
Tökum dæmi af tveim ágætum höfundum, Mikhail Búlgakov (sem samdi
m.a. Meistarinn og Margaríta) og Andrej Platonov. Í verkum sem hér verða
nefnd kemur það glöggt fram að „efasemdamenn“ eiga það sameiginlegt með
þeim sem kusu að verða „verkfræðingar sálarinnar“ að þeir takast á við þann
áleitna staðleysuboðskap sem ríkir í sovésku samfélagi – en að sönnu með
ÁRni beRgMann