Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 181
180
sér það til frægðar að bíta höfuðið af höggormi, auk þess að bera eftir því
sem næst verður komist sterkan svip af forfeðrum okkar.48
Feilan er staðráðinn í að koma Lóu á mála hjá Mr. Peacock og
grípur tækifærið þegar mógúlinn ber að garði í flugvél sinni. Meðan á
Íslandsdvölinni stendur sýnir Mr. Peacock Lóu hins vegar takmarkaðan
áhuga en ræður sér ekki fyrir kæti eftir að hafa barið aflraunamann Feilans
augum, tannlausan og sérhlífinn að vísu, og hvurs kraftalega yfirbragð,
sem er sköpunarverk Feilans, meistara hinna mörgu gerva, felur vanmátt-
ugt og óhamingjusamt manntetur sem hrökklaðist í bæinn úr uppsveitum.
Það er ekki einu sinni hægt að segja að það séu kynlegir kvistir sem vekja
áhuga Mr. Peacocks heldur eru það allra afkáralegustu sýnidæmi mannlífs-
ins sem heilla hann.
Hafa verður í huga að ummæli Halldórs um girðingastökk og hækjurölt
eru ekki einfaldar háðsglósur eða útúrsnúningur, þótt þau séu það líka,
heldur er þessum „starfstitlum“ (eða keppnisgreinum) ætlað að afhjúpa það
bitra tóm sem fjarvera listræns skynbragðs, hugsunar og metnaðar skilur
eftir sig og er hin leynda miðja eða kjarni menningarframleiðslu stóriðj-
unnar. Það er í þessu ljósi sem ber að lesa umsvif alþjóðlegu samsteypunn-
ar í Silfurtúnglinu. Eðli Universal Music Incorporated endurspeglast ekki
í kaffihúsaljómanum sem stafar af menningarmiðstöðvum Vesturheims,
„London París New York“, heldur í gróteskum sviðsuppákomum, verslun
með ógæfufólk, og í þrotabúskap hins lágúrulega þar sem apamaðurinn
hausbítur höggorma: „Náttúrlega grædduð þið í Silfurtúnglinu mest sjálfir
á apamanninum okkar. Ef við fáum eitthvað frá ykkur sem jafnast á við þó
ekki væri nema litlu tána á apamanninum, þá er það gott. Apamaðurinn
beit slaungu. Hefur þú handa mér kvenmann sem getur bitið þó ekki væri
nema rottu?“ spyr Peacock og Feilan setur aldrei þessu vant hljóðan.49
Líkt og málverkið í sögunni af Dorian Gray sýnir hina raunsönnu ásýnd
aðalpersónunnar afhjúpar bjöguð skrípamynd fjölleikhússins ógeðfelldan
raunveruleika menningariðnaðarins.
Nútíminn er trunta
Ímyndarmenning svokölluð hélst í hendur við tilkomu hins nýja neyslu-
samfélags og áður óþekkta markaðsvæðingu menningarafurða á ofan-
48 Halldór Laxness, Silfurtúnglið, bls. 52.
49 Sama rit, bls. 41.
bJöRn ÞÓR vilhJÁlMsson