Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 115
114
miðstjórnarfundinum með sjö atkvæðum gegn fimm: Já sögðu Brynjólfur
Bjarnason, Björn Bjarnason, Erling Ellingsen, Guðjón Benediktsson,
Hjalti Árnason, Jens Figved og Jón Rafnsson. Nei sögðu Einar Olgeirsson,
Gunnar Gunnarsson, verkamaður í Reykjavík, Haukur Björnsson, Loftur
Þorsteinsson járnsmiður og Stefán Pjetursson. Í samþykkt miðstjórnarinnar
frá 17. apríl 1933 voru líka tilmæli til Komintern um að flokkurinn fengi að
senda tvo menn til Moskvu til að ræða innanflokksmálin þar. Þegar álykt-
unin var send til Komintern fylgdi henni bréf frá Stefáni Pjeturssyni þar
sem hann mótmælir harðlega samþykkt miðstjórnarinnar og áskilur sér rétt
til að leggja deiluefnið síðar fyrir hæstráðendur í alþjóðasambandinu.7
Þremur dögum eftir miðstjórnarfundinn skrifuðu þeir reyndar allir
þrír, sitt bréfið hver, til Moskvu, Brynjólfur, Einar og Stefán. Þeir Einar
og Stefán mótmæltu báðir ályktun miðstjórnarinnar og kvaðst Einar
mundu senda Komintern sínar skýringar síðar. Brynjólfur gerir í sínu
bréfi grein fyrir tilmælunum um að fá að senda tvo miðstjórnarmenn á
fund Kominternmanna í Moskvu til að leggja deilumálin fyrir þar. Ljóst
er að ætlun hans var sú að þessir tveir yrðu hvor úr sínum armi flokks-
ins. Brynjólfur tekur fram að til fararinnar hafi verið valdir þeir Stefán
Pjetursson og Hjalti Árnason, sem þá var ábyrgur fyrir verkalýðsmálum
hjá flokknum. Við þessu bréfi sínu biður Brynjólfur um símsvar og fer þess
á leit að sendimennirnir fái að koma til Moskvu um miðjan maí.8
Ekkert varð þó úr fyrirhugaðri ferð þeirra Stefáns og Hjalta vorið 1933.
Hjá Norðurlandaskrifstofu Komintern í Moskvu hafði Philip Dengel með
Íslandsmál að gera á þessum tíma. Þann 8. maí gerði hann stjórnmála-
ráði Komintern grein fyrir samþykkt íslenska flokksins frá 17. apríl og
bréfum íslensku miðstjórnarmannanna. Hann lagði til að tilmælunum frá
Reykjavík yrði svarað með símskeyti. Var það gert skömmu síðar. Í þessu
skeyti segir Dengel greiningu Einars og Stefáns á sósíaldemókrötum vera
furðulega og stangast á við skilgreiningu alþjóðasambandsins. Þessu skeyti
var síðan fylgt eftir með bréfi þar sem Norðurlandaskrifstofan í Moskvu
tekur undir allar helstu ásakanir Brynjólfs og annarra meirihlutamanna í
garð Stefáns og Einars.9
7 Sjá einnig RGASPI 495 177 21, bls. 6. Bréf Stefáns Pjeturssonar 20.4.1933 til
Norðurlandaskrifstofu Komintern.
8 RGASPI 495 177 21, bls. 5. Bréf Einars Olgeirssonar 20.4.1932 til Norður-
landaskrifstofu Komintern; RGASPI 495 177 21, bls. 7. Bréf Brynjólfs Bjarnasonar
20.4.1933 til Norðurlandaskrifstofu Komintern.
9 RGASPI 495 177 21, bls. 10. Bréf Dengels 8.5. 1933 til Stjórnmálaskrifstofu Kom-
KJaRtan Ólafsson