Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 42
41
um hvort tveggja, beint lýðræði og fulltrúalýðræði, án þess að fram kæmi
skýr umgjörð fyrir sambúð þeirra. Ráðalýðræði var fyrir valdatöku bolsé-
víka ekki túlkað sem andstæða stjórnarskrárlýðræðis en nánari útfærsla
hins síðarnefnda beið ákvarðana sem svo voru teknar af dagskrá áður en til
kastanna kom; engin sjálfbær leið til samtengingar þátttöku- og stjórnar-
skrárlýðræðis – tveggja meginstrauma pólitískrar nútímavæðingar – var
mörkuð á árinu 1917, og eftir það var öll þróun í þá átt útilokuð. Því olli
fjórði og síðasti aðskilnaður ólíkra byltingarferla, og er rétt að lýsa honum
með nokkrum lokaorðum.
Bylting og stórríki
Áður var vikið að tvöfeldni lenínismans: höfðað var til fjöldahreyfinga
með róttækum kröfum, en stuðningur þeirra notaður til framgangs
valdasöfnunar, sem gekk þvert gegn viðleitni og rökvísi hreyfinganna.
Hugmyndafræðileg viðmið auðvelduðu þessa strategíu; meintir stétta-
hagsmunir í flokksútgáfu voru settir ofar allri sjálfræðis- og réttlætisbar-
áttu. Nánar athugað er um víxlverkan og árekstur tvenns konar bylting-
arferla að ræða. Yfirhöndinni náði stjórnmálahreyfing, sem frá upphafi
stefndi að endurreisn og eflingu miðstjórnarvalds, en notfærði sér valkvæð
og afturkallanleg tengsl við þjóðfélagshreyfingar. Þetta mynztur fellur vel
að niðurstöðum samanburðarrannsókna á byltingum nútímans. Fyrrnefnd
Theda Skocpol telur sterkara ríkisvald á nýjum grundvelli vera helzta
afrakstur byltinga; sú kenning virðist rétt, svo langt sem hún nær, og hefur
fengið góðar undirtektir, en því má bæta við að sögulegar leiðir eru marg-
breytilegar, og sérkenni þeirra skipta máli fyrir útkomuna. Gildar ástæð-
ur eru til að leggja meiri áherzlu á mismunandi formgerð og samhengi
ríkismynd unarferla sem við taka af byltingum, og þá ekki sízt á hugmynda-
fræðilega þætti þeirra. Í Rússlandi tekur þetta til nokkurra atriða, sem kalla
mætti þverstæður hins bolsévíska flokksræðis.
Christopher Read, einn af skarpskyggnustu sérfræðingum um rúss-
neska og sovézka sögu á tuttugustu öld, lýkur umfjöllun sinni um árið 1917
með þeim orðum að alþýðuhreyfingar hafi „fallið í bandalag“ við bolsévíka
vegna þess að þeir hafi þótt líklegastir til að framfylgja byltingarstefnu án
undanláts, en bolsévíkar hafi aftur á móti litið á stefnumál hreyfinganna
sem – í bezta falli – fyrsta skref í átt til miklu fjarlægari og útópískari mark-
miða; þaðan hafi svo leiðin legið til vaxandi og að lokum óyfirstíganlegrar
BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA