Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 23

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 23
22 sem liggja til grundvallar öllum nútíma ímyndum og túlkunum byltinga. Fimm slík dæmi hafa lengi verið talin vegvísandi: enska, norður-ameríska, franska, rússneska og kínverska byltingin. Ýmsir höfundar myndu fallast á að bæta við listann tveim byltingum á tuttugustu öld, vegna þess hve sér- stæðar þær voru og vel til þess fallnar að vekja efasemdir um algeng skiln- ingsmynztur. Átt er við byltingarnar í Mexíkó 1910–1920 og Íran 1978– 1980. Hin síðarnefnda er mönnum í ferskara minni og enn að ýmsu leyti ráðgáta; hin fyrrnefnda tilheyrir liðnu skeiði og er lítt til hennar vitnað, en nokkur atriði eru umtalsverð. Líklega hafa engin byltingarátök verið háð af jafn tvístruðum fylkingum. Því tengist annað einkenni mexíkönsku bylt- ingarinnar: þáttur hugmyndafræðinnar var í minnsta lagi, þó ekki svo að engu skipti fyrir framvindu mála. Gagnstætt því sem oft er haldið fram um hugmyndafræðilegar rætur ofbeldis var allt byltingarferlið í Mexíkó mjög blóðugt. Þess utan er athugavert að vanþróuð hugmyndafræði bylting- arinnar stóð ekki goðsagnavæðingunni eftir á fyrir þrifum. Ef þannig er tekið á málum, virðist skynsamlegast að skoða breiðara mengi byltingarfyrirbæra í ljósi hugtaks, sem Wittgenstein stakk upp á og hefur síðan fengið nokkurn byr í félagsvísindum. Talað er um „ættarsvip“ (e. family resemblances) þegar dreifing vissra einkenna myndar aðgrein- anlegan hóp, án þess þó að sama mynztrið endurtaki sig í öllum tilfellum eða hægt sé að skilgreina einfaldan og algildan samnefnara. Á því sviði sem hér um ræðir getum við reiknað með miklum fjölda atburða og ferla, sem talin eru oft eða almennt til byltinga og líkjast áðurnefndum dæmum að umtalsverðu leyti, en verða ekki heimfærð undir neina allsherjarformúlu. Þar á ofan má gera ráð fyrir vafatilfellum og óvissu um breytingar sem ekki eru komnar í nægilega skýran farveg (hið síðara á líkast til við um Austur-Evrópu eftir 1989). Auk þeirra þátta sem nú voru nefndir, hug- myndafræði og valdbeitingar, mætti lengi telja fleiri breytur. Hér verður aðeins nefnd ein slík, og hún skipti meira máli fyrir byltinguna í Rússlandi en nokkra aðra. Byltingar eru oft nátengdar styrjöldum; sú hlið sögunnar hefur lengi verið vanrækt af félagsvísindum, bæði almennum og þeim sem sér í lagi fást við nútímavæðingu (tveir þýzkir félagsfræðingar kalla þetta Kriegsverdrängung.)7 Nánari athugun sýnir að styrjaldir og byltingar tengj- ast með margvíslegum hætti, og samanburðarrannsóknir á þeim hafa enn verk að vinna. Nokkuð algengt er að bylting leiði til borgarastríðs eða nái 7 Hans Joas, Wolfgang Knӧbl, Kriegsverdrängung (Frankfurt am Main: Suhrkamp 2008). JÓhann PÁll ÁRnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.