Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 188
187
sig gagnvart umheiminum á forsendum ímyndamenningarinnar; verða
„litríkari og auðskiljanlegri“ en raunverulegt fólk, og sníða sig „að þörfum
áhorfenda hvað það varðar að vera ávallt gott umræðuefni eftir á“.68
Í því ljósi þarf framandleiki Lóu, sú staðreynd að fæstir blaðamannanna
virðast átta sig á því hver hún er eða hvað hún gerir, ekki að trufla fyrirætl-
anir Feilans um að „stefna hærra inn í dýrðarljómann“, eins og hann orð-
aði það eitt sinn. Feilan er ekki að kynna Lóu til sögunnar sem einstakling
eða söngkonu heldur er hann að sníða henni ímynd (saklausa sveitastúlkan
í borginni), en næsta skref er vitanlega að umbreyta henni í vörumerki, og
til þess eru gerviviðburðir ómissandi.
Í Silfurtúnglinu eru fyrirætlanir Feilans líkt og sýnidæmi um rökvísi af
þessu tagi og er þar nærtækast að vísa til „Lóusýningarinnar“ svokölluðu.
Um er að ræða sýningu sem Feilan hefur skipulagt og sett á svið sem birtir
lífshlaup Lóu frá barnæsku til samtímans. Sýningarsalina skreyta „gríð-
armiklar myndir af Lóu“ en sýningunni sjálfri er skipt niður í deildir eftir
aldursskeiðum:69
1. ÞEGAR LÓA VAR LÍTIL
(Því fylgja barnaföt og leikfaung)
2. ÞEGAR LÓA VAR FERMD
(hér er sýndur fermingarfatnaður hennar, bibblían, sálmabókin,
úr, hálsmen, blóm)
3. FYRSTA BALLIð HENNAR
(harmonica, sérríflaska og sýningarbrúða í úreltum kjól,
rauðar kvenbuxur á vegg, myndir af kvikmyndahetjum)70
Þegar nær dregur samtímanum í sýningunni gefst gestum færi á að
greiða aukalega og fá að gægjast inn í helgiskrín nokkuð sem geymir tugi
ástarbréfa til Lóu. Helgiskrínið og innihald þess hnykkja þannig á stjörnu-
ímynd Lóu – fjöldi aðdáenda elskar hana – og kynþokka.
Sú kynþokkafulla ímynd sem sýningin sníður Lóu snýst um æsandi tog-
68 Daniel J. Boorstin, The Image, bls. 37, 39. Þessari hugmynd svipar reyndar nokkuð
til þekktrar umfjöllunar Richards Dyer um stjörnuna sem „ímynd“. Dyer tengir
ímynd stjörnunnar þó ekki einvörðungu við hið sýnilega, sjónrænt form ein-
staklings í tæknimiðlum, heldur sem „flókna samsetningu sjónrænna og hljóðrænna
tákna, auk yrðinga“. Richard Dyer, Stars, New York og London: Routledge, 1998,
bls. 38.
69 Halldór Laxness, Silfurtúnglið, bls. 130.
70 Sama rit, bls. 87–88.
„TUNGLIð, TUNGLIð TAKTU MIG“